Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks gagn­rýn­ir frí­ar skóla­mál­tíð­ir og vill stór­felld­an nið­ur­skurð í op­in­bera kerf­inu til að mæta kostn­aði rík­is­ins vegna kjara­samn­inga. Hann vill með­al ann­ars hætta við bygg­ingu þjóð­ar­hall­ar og end­ur­skoða end­ur­greiðsl­ur vegna kvik­mynda­gerð­ar.

„Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna“
Fyrrverandi þingflokksformaður Óli Björn Kárason var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks þangað til í september í fyrra. Hann hefur ekki greint frá því opinberlega af hverju hann ákvað að hætta í því leiðtogahlutverki og gerast almennur þingmaður. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ekki er hins vegar hjá því komist að vara sérstaklega við hugmyndum um fríar skólamáltíðir sem áætlað er að kosti ríkissjóð um 21,5 milljarða út samningstímann. Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna. Verið er að styrkja stóran hóp foreldra sem þarf ekki á stuðningi að halda og færa má rök fyrir því að matarsóun aukist.“ Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem var formaður þingflokks hans framan af kjörtímabili og þangað til í september í fyrra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er að ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í ásamt Vinstri grænum og Framsóknarflokki, hefur ákveðið að leggja til aðgerðarpakka til að liðka fyrir kjarasamningagerð til langs tíma sem hún metur á 80 milljarða króna á samningstímanum, sem fjögur ár. Óli Björn segist í greininni vera sannfærður um að kostnaðurinn eigi eftir að verða meiri þar sem vandséð sé að það verði undið ofan af útgjöldum sem stofnað hefur verið til þegar samningstímanum ljúki. 

Ef það haf verið ætlun ríkisstjórnarinnar að verja á þriðja tug milljarða króna til að styðja við barnafjölskyldur hefði, að mati Óla Björns, verið skynsamlegra að hækka barnabætur enn frekar en ráðgert er. „Fríar skólamáltíðir eru dæmi um vonda ráðstöfun sameiginlegra fjármuna. Von mín um að ríkisstjórnin gæti sameinast um að lækka skatta, og þá sérstaklega lækka neðsta þrep tekjuskattsins, gekk ekki eftir. Það er miður enda kemur fátt þeim sem lægri launin hafa betur en lækkun tekjuskatts fyrir utan lækkun útsvars.“

Margt réttlætanlegt

Á meðal annarra aðgerða sem ríkið ætlar að grípa til, og hafa það markmið að fjölga krónum í vasa þeirra sem þær ná til svo atvinnulífið þurfi ekki að greiða fyrir auknar ráðstöfunartekjur í gegnum umfangsmeiri launahækkanir, er hækkun barnabóta, útgreiðsla sérstaks vaxtastyrks í ár og hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum. Auk þess verður stutt við uppbyggingu um þúsund íbúða á samningstímanum með stofnframlögum til almennra íbúða og hlutdeildarlánum. 

Óli Björn segir að góð rök séu fyrir því að hækka barnabætur og greiðslur í fæðingarorlofi, þrátt fyrir að hann hafi lengi talað fyrir því að barnabótakerfið verði lagt niður og þess í stað tekinn upp persónuafsláttur barna. „Hækkun vaxta- og húsnæðisbóta orkar tvímælis en virðist mikilvægur þáttur í að kjarasamningar hafi tekist. Sá kostnaður er minni háttar miðað við ávinninginn af langtímasamningum og meiri stöðugleika.“

Það er því mat þingmannsins að uppistaðan í kostnaðarsömum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sé réttlætanleg til að ná því að langtímasamningar um hóflegar launahækkanir. Það er, aðrar aðgerðir en sú að miðla rúmlega sjö milljörðum króna á ári til foreldra grunnskólabarna, án tilliti til tekna þeirra, með því að gera skólamáltíðir fríar. Í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eru 87 prósent barna í mat í skóla sínum. Foreldrar þeirra allra munu fá kjarabót upp á 12.836 krónur á hvert barn og um 1.900 börn í grunnskólum Reykjavíkur munu eiga kost á því að fá skólamáltíð sem ekki voru skráð í mat. 

Ekki að fara að hækka skatta á millitekjuhópa

Mikið hefur verið rætt um hvernig aðgerðirnar verði fjármagnaðar. Fyrr í vikunni kölluðu til að mynda formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar eftir upplýsingum um hvernig ríkisstjórnin eftir upplýsingum um það. Fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra stóðu fyrir svörum.

Katrín Jakobsdóttir þvertók fyrir að fjármagna ætti aðgerðir með hækkun tekjuskatts á einstaklinga eða lögaðila í landinu. Enn fremur vísaði hún til orða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem sagði að auka þyrfti aðhald. „Hér hefur verið unnið heilmikið í því verkefni að einfalda ríkisreksturinn og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er áfram hægt að gera það án þess að það bitni á nokkurn hátt að þjónustu við almenning sem alltaf vera okkar forgangsmál.“ Þórdís Kolbrún bætti við að niðurskurður þyrfti ekki að vera sársaukafullur því gríðarlega mikil tækifæri væru til að fara betur með almannafé. „Ég er ekki að fara að hækka skatta á millitekjuhópa.“

„Særir alla skynsemi“

Óli Björn leggur línur um hvar hægt sé að skera niður í grein sinni í dag. „Við verðum að sætta okkur við að ríkissjóður hefur ekki bolmagn til að ráðast í mörg verkefni sem mörgum kann að finnast nauðsynleg. Stofnun ríkisóperu er eitt, þjóðarhöll er annað, stofnun ríkisstofnunar um mannréttindi er þriðja. Listinn er því miður lengri.“ 

Örfáir dagar eru síðan að Þórdís Kolbrún, sem er varaformaður flokks Óla Björns, sagði að bygging þjóðarhallar fyrir 15 milljarða króna væri „forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar“.

Þá segir hann að endurgreiðslur til erlendra kvikmyndafyrirtækja, sem voru hækkaðar í 35 prósent eftir að Framsóknarflokkurinn gerði það að eitt af sínum helstu kosningaloforðum fyrir síðustu kosningar, séu komnar úr böndunum. „Fjögurra milljarða endurgreiðsla til bandarísks spennuþáttar særir alla skynsemi. Hækkun á hlutfalli endurgreiðslu, sem gerð var í mikilli samstöðu á þingi árið 2022, verður að fella úr gildi.“ Þar vísar Óli Björn í þær endurgreiðslur sem HBO, framleiðandi fjórðu þáttaraðar af True Detective, fengu úr ríkissjóði fyrir að framleiða þættina á Íslandi. 

Hann vill einnig endurskoða hinn svokallaða höfuðborgarsáttmálann frá grunni, en helsta verkefni hans er gerð borgarlínu, fækka stofnunum, sameina sýslumannsembætti og dómstóla, fækkun hæstaréttardómara í fimm og tryggja framgang þriggja frumvarpa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um uppstokkun og sameiningar stofnana sem heyra undir ráðuneyti hans. „Fækkun stofnana ríkisins, útvistun verkefna og sala ríkisfyrirtækja stuðlar að auknu hagræði í ríkisrekstrinum.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Gíslason skrifaði
    Nei nei er ekki enn einn spena sjallinn að tjá sig um eyðslu!
    Hvað fær sjálfstæðisflokkurinn aftur í styrk frá íslenska ríkinu?
    Meiri hræsnarinn!
    0
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Stóra spurningin ætti að vera hvað ríkisstjórnir Sjálfstæðsflokksins síðari ár, nú frá 2013, gerðu við það afar mikla fé sem tekið var út úr vaxtabótakerfinu og barnabótakerfinu, frá því sem var (2013) og frá því sem var í marga áratugi á síðustu öld. Einnig það sem Sjáfstæðisflokkur og Framsókn tóku úr félagslega íbúðakerfi (Verkamannabústaðakerfinu) og loforði þeirra flokka þá (um 2000) sem enginn talar um núna, að í stað félagslega íbúðakerfisins kæmi öflugt húsnæðisi og vaxtabótakerfi - til framtíðar. Það fé allt og miklu meira var tekið frá almenningi, og þeim sem helst þurftu það og fært öðrum skv þessari lógík og hefur sparað t.d. útgerðinni sem fékk lækkað veiðigjald (2013) frá sama tíma og bætur lækkuðu til okkar, ótalda milljarða, og með lækkun bankaskatts, var bönkunum færðir aðrir tugir milljarða og mikið fleiri rekstraraðilum.

    Svo er ómkerilegt hvernig Óli Björn margarfaldar saman upphæð margra ára (4ra) til að geta talað um nógu háa uphæð. Við öllu jafna tölum um útgjöld ríkisins og hins opinberar á ársgrundvelli.
    9
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það er kominn augljós kosningaskjálfti í suma.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
5
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
7
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár