Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Heimilisfriður mikilvægt úrræði: „Þau komu mér á rétta braut og hérna hjálpuðu mér rosalega mikið“

Gerend­ur heim­il­isof­beld­is sem hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Heim­il­is­friði, sem er úr­ræði fyr­ir ein­stak­linga sem beita of­beldi í nán­um sam­bönd­um, von­ast til þess að mið­stöð­in fái að vaxa og dafna. „Þau komu mér á rétta braut,“ sagði einn ger­and­inn.

Heimilisfriður mikilvægt úrræði: „Þau komu mér á rétta braut og hérna hjálpuðu mér rosalega mikið“
Í skýrslunni lýsir faðir hvernig hann fann að ofbeldið sem hann beitti var farið að hafa áhrif á börnin á heimilinu. Mynd: Sviðsett / Pexels

Heimilisfriður er meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Um 150 manns koma á hverju ári í fyrsta viðtal til Heimilisfriðar til að leita sér aðstoðar eftir að hafa beitt heimilisofbeldi. Á síðasta ári gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands úttekt á meðferðarúrræðinu, að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Meðferðaraðilar hjá Heimilisfriði telja úrræðið mikilvægt í sínu bataferli og finna mun eftir að meðferð hófst. 

Úttektin var gerð á skjólstæðingum Heimilisfriðar á árunum 2017 til 2023. 

Í skýrslunni lýsir einn faðir hvernig hann fann að ofbeldið sem hann beitti var farið að hafa áhrif á börnin á heimilinu. Var það hvatinn sem fékk hann til að leita sér hjálpar. Börnin forðuðust föður sinn þar sem þau vissu sjaldan í hvernig skapi hann var í þann daginn. 

„Þegar ég kom heim úr vinnunni og svona þá forðuðu börnin sér inn í herbergi, vildu voða lítið við mig tala og þetta var alltaf spurning um það hvort að pabbi verði reiður eða ekki þannig að ég bara ákvað að reyna að gera eitthvað í mínum málum.“

Í hverri viku leita að jafn­aði þrír gerend­ur í heim­il­isof­beld­is­mál­um sér að­stoð­ar hjá Heim­il­is­friði í fyrsta skipti. Markmið með­ferð­ar er að gerend­ur hætti að beita of­beldi og taki ábyrgð. Sál­fræð­ing­ar hjá Heim­il­is­friði segja það mik­ið tabú að gang­ast við því að hafa beitt of­beldi. Skömm­in er enn meiri hjá kon­um sem eru gerend­ur.

Varnarviðbrögð við ofbeldi

Mörkin milli geranda og þolanda sem leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði eru ekki alltaf ljós. Tvær konur, sem töldu sig vera gerendur, leituðu til Heimilisfriðar að eigin frumkvæði. Höfðu makar þeirra sannfært þær um að þær væru ofbeldisfullar og „hræðilegar manneskjur.“ Önnur kvennanna sagði manninn sinn saka sig um að beita hann líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. „Ég náttúrulega kem þangað inn með það hugarfar sko, mitt hugarfar er náttúrulega þannig að ég er ofbeldismanneskja sko, og bara hvernig laga ég það.“

Þær gerðu sér báðar grein fyrir því í meðferð hjá Heimilisfriði að þær væru með varnarviðbrögð við ofbeldi sem var verið að beita þær eða „reactive abuse.“ Er það eitthvað sem gerist þegar einstaklingur hefur verið í langan tíma í óheilbrigðum aðstæðum. 

Í samböndum þar sem báðir einstaklingar beittu ofbeldi leitaði annar aðilinn til Heimilisfriðar, í þeirri von um að maki þeirra myndi fylgja á eftir. „Ég held hann hafi kannski bara ekki verið opinn fyrir þessu,“ sagði þolandi og gerandi. Sagði viðkomandi að honum þætti maki sinn beita sig meira ofbeldi en hún hann. „En ég ákvað bara að byrja á sjálfri mér og vona að hann mundi fylgja mér eftir. En svo var það ekki þannig.“

Ólíkar birtingamyndir ofbeldishegðunar

Ein birtingarmynd ofbeldis er stöðug eftirfylgni í gegnum síma og tölvu. „Ég sá það, ég fór bara inn á settings og sá að það var einhver annar skráður sími inná mína reikninga.“ 

Skjólstæðingar Heimilisfriðar voru í sumum tilvikum ekki jafn líklegir og makarnir til að viðurkenna ofbeldisbrot.

Í skýrslunni stendur að það komi „ekki á óvart þar sem algengt er að svarendur hafa tilhneigingu til að fegra svör sín þegar spurt er um viðkvæm og alvarleg málefni á borð við að beita líkamlegu ofbeldi.“ 47% þolenda sögðu að í hefðbundnum mánuði hefði þeim verið hrint, það hefði verið hrifsað í þá eða snúið upp á handlegg þeirra.

Aðeins 19% gerenda viðurkenndu að þeir hefðu sýnt af sér slíka hegðun. 31% þolenda lentu í því að einhverju var hent á eftir þeim eða þeir barnir með einhverju en 16% gerenda gengust við slíkri hegðun. Í þeim tilvikum sem fórnarlamb segist hafa orðið fyrir hótunum um líkamlegt mein viðurkenna nánast allir gerendur að hafa hótað slíku. 

Eftir að meðferð var hafin hjá Heimilisfriði lækkuðu hlutföllin verulega hjá þeim sem hefðu upplifað ofbeldi. Ofbeldið hvarf ekki að öllu leyti. „Þannig lækkaði hlutfall þeirra sem sagði maka hafa hrint sér eða þrifið í sig um meira en helming (úr 47% í 20%).“ 

Í skýrslunni kemur fram að 20% þolenda hefðu verið þvingaðir eða reynt að þvinga til þá samfara með ofbeldi og hótunum. Enginn gerendanna sagðist hafa beitt slíku ofbeldi. Eftir að meðferð hófst lækkaði hlutfallið um helming eða niður í 10%. „Þetta sýnir að þótt líkamlegt ofbeldi hafi ekki horfið að öllu þá dró verulega úr því, sem gefur til kynna að meðferðarúrræðið hafi jákvæð áhrif,“ segir í skýrslunni.

Talsvert algengara var að skjólstæðingar beittu andlegu ofbeldi en líkamlegu. Fyrir meðferð hjá Heimilisfriði hafði meirihluti gerenda eða 61% niðurlægt eða móðgað maka sinn þannig að hann varð miður sín. Þegar makar þeirra voru spurðir svöruðu 73% þeirra að þeir hefðu upplifað slíka framkomu.

Um 27% skjólstæðinga Heimilisfriðar höfðu skemmt eða eyðilagt persónulegar eigur maka og 18% hótuðu að vinna sér mein ef maki yfirgæfi sig. Hegðunin eftir meðferð hófst minnkaði hjá hópnum og í flestum tilvikum hafði hegðunin ekki átt sér stað í einhvern tíma. 

Bati eftir meðferð hjá Heimilisfrið

80% skjólstæðinganna töldu „að þeir ættu auðveldara með að halda ró sinni við ögrandi aðstæður en fyrir meðferð.“ 92% þeirra sem voru í sambandi eða giftir töldu að eftir meðferðina sýndu þeir maka sínum meiri skilning.

84% þeirra sem áttu börn eða stjúpbörn „töldu sig vera betra foreldri/stjúpforeldri eftir að meðferð hófst.“ Svör maka voru ekki jafn afgerandi en 73% maka sögðu að maki þeirra ætti auðveldara með að halda ró sinni við ögrandi aðstæður. 

„Ég var náttúrulega rosalega einangruð og mátti ekkert tala við neinn“ segir maki einstaklings í meðferð hjá Heimilisfriði. „En eftir [að maki hóf meðferð] hef ég alveg farið út með vinkonum og svona. Sem ég gat ekki áður […]. Ég tala meira í síma við mömmu mína og svona út af því að ég gat það ekki. Ég fékk bara minn tíma sem ég mátti gera það.“

Nefndu makar að mörgum þeirra þætti óþægilegt „að vera í samskiptum við ættingja og vini sem vissu af ofbeldinu, því þau voru dæmd fyrir að vera áfram með geranda ofbeldisins.“

„Þetta er svo ótrúlega snúin staða, þú veist, það er svo auðvelt að dæma utan frá og maður vill ekki að fólk sé að dæma. […] Eins og vinkonur mínar, þær eru ekkert búnar að fyrirgefa allt sem hefur gengið á. Þannig að það er mjög svona stirt þarna á milli og ég reyni að tala ekkert um manninn minn við vinkonur mínar af því það er enginn skilningur. Þær vilja bara losna við hann. Þannig að þá bara segi ég frekar ekki neitt og það er líka ekki gott.“

Í skýrslunni lýsir einn þolandi því að samskiptin við börn hennar hafi orðið verri. „Við skilnað höfðu börnin snúið baki við móður og tekið alfarið afstöðu með föður: „Ég er að missa börnin frá mér, […] Hann er enn þá í skemmdarhugleiðingum […], [eldri dóttir mín] hún varla talar við mig eftir þennan skilnað.“

Viðmælendur sáttir með meðferð Heimilisfriðar

Viðmælendur voru sammála um að meðferð Heimilisfriðar „væri bæði nauðsynleg og gott úrræði fyrir þá sem beita ofbeldi í nánum samböndum.“

„Mér finnst þetta bara frábært úrræði að þetta sé í boði og einhver sé að taka þetta að sér,“ er haft eftir einum þeirra. Hjá öðrum þolanda ofbeldis kom fram að erfitt væri að ræða heimilisofbeldi án þess verða dæmdur, en hjá Heimilisfriði upplifðu hún og maki hennar hið gagnstæða: „En mér fannst eins og þarna hafi hann ekki verið dæmdur og hafi bara svolítið fengið svona […] spark í rassinn en það var samt gert vel.“

Gerendur ofbeldisins vonast til þess að Heimilisfriður fái að vaxa og dafna. „Þau komu mér á rétta braut og hérna hjálpuðu mér rosalega mikið og bara einhverju leyti björguðu minni geðheilsu og ég bara vil að þau viti það.“

„Ég var farinn að geta stigið út úr aðstæðunum áður en að breytingarnar urðu það alvarlegar að ég væri búinn að missa tökin,“ sagði einn gerandinn. „Ég bara leyfi ekki fólki að koma mér í þær aðstæður að ég missi tökin ef að ég finn fyrir því að blóðið er farið að sjóða svolítið þá stend ég bara upp og labba út. […] þessi tól sem að ég fékk hjá þeim til þess að stíga út úr aðstæðunum og horfa á sjálfan mig og aðstæðurnar hlutlaust að það svona hjálpar mér hvað mest.“


Ert þú gerandi? Hægt er að setja sig í samband við Heimilisfrið í síma 555-3020 eða á heimilisfridur.is.
Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár