Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Dæmdir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af tilraun til hryðjuverka

Dóm­ur féll í hryðju­verka­mál­inu í dag í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur þar sem Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son hlutu dóma fyr­ir vopna­laga­brot. Þeir voru hins veg­ar sýkn­að­ir af til­raun til hryðju­verka.

Dæmdir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af tilraun til hryðjuverka

Dómur féll í hryðjuverkamálinu svokallaða klukkan eitt í dag. Hlaut Sindri Snær Birgisson 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson hlaut 18 mánaða fangelsisdóm. „Gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt verður dregið frá refsingunni,“ kemur fram á Vísi. Þeir eru sýknaðir af tilraun til hryðjuverka en sakfeldir fyrir vopnalagabrot. 

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra, sagði að dómurinn verði afplánaður í gegnum Samfélagsþjónustu.

Sindri var ákærður „fyrir tilraun til hryðjuverka, með því að hafa ákveðið að valda, með skot- og/eða sprengjuárás, hér á landi, ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað og tíma, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og veikja eða skaða stjórskipun og þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins. Ásetning sinn til hryðjuverka sýndi ákærði ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022.“ Er það rakið nánar á tíu blaðsíðum hvernig hann hafi gert það. 

Hryðjuverkin hafi hann ætlað að fremja dulbúinn sem lögreglumaður. Í tölvusamskiptum er þeim Sindra og Ísidóri tíðrætt um ýmsa þekkta hryðjuverkamenn og fjöldamorðingja, til að mynda Anders Behring Breivik sem drap 77 manns í hryðjuverkaárásum í Osló og Útey árið 2011. Fjöldamorðin framdi Breivik dulbúinn sem lögreglumaður til að fólk teldi sér ekki standa ógn af honum.

„Ég er búinn að missa allan áhuga á skotvopnum,“ sagði Sindri fyrir dómi í febrúar. Ísidór sagði að það hefði ekki hvarflað að honum á neinum tímapunkti að það yrðu einhver voðaverk framin. 

Sveinn Andri SveinssonLögmaður Sindra.

Málarekstur ákæruvaldsins byggði meðal annars á samskiptum sem Sindri og Ísidór áttu á samskiptaforritinu Signal þar sem rætt var um að drepa ýmist þekkt og háttsett fólk í íslensku samfélagi og ásetning Sindra um að fremja ýmis konar hryðjuverk. 

Við aðalmeðferðina sögðust þeir báðir sjá eftir þeim óviðeigandi skilaboðum sem fóru þeirra á milli. Hvorugur hafi meint það sem þeir skrifuðu og þeir hafi sannarlega ekki ætlað sér að drepa neinn. Þótt skoðanir þeirra væru ólíkar skoðunum þess fólks sem um var rætt þá stafi því fólki engin ógn af þeim. Um fíflaskap hafi verið að ræða, í einhverjum tilvikum eftir að umrætt fólk hafði verið í fréttum, hótanirnar því innantómar.

Sindri játaði sök að hluta og viðurkenndi að hafa framleitt 40 þrívíddarprentaða parta í byssur. 

Ég held að það sé gríðarlegur léttir að þeir hafi verið hreinsaðir af þessum ásökum til hryðjuverka,“ sagði Sveinn Andri við blaðamenn fyrir utan dómssal. Sagði hann þetta vera óvenju alvarleg vopnalagabrot, „náttúrulega framleiðsla á vopnum og fleira, breytingar. En að öllu jöfnu á það ekki að þýða að okkar umbjóðendur þurfa að afplána sína dóma í fangelsi. Þeir eiga að geta tekið sína dóma út í samfélagsþjónustu.

Þetta er áfellisdómur fyrir ákæruvaldið,“ sagði Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, tók undir það. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    3x27=helvíti væri nú gaman að afhjúpa þessa glæpatrúða sem bera ábyrgð á mörgum af þessum sönnu íslensku sakamálum algjörir sérfræðingar í leiksýningum engu öðru viss um að glæpum myndi fækka á íslandi um 70% ef þessir fávitar yrðu dregnir fram í dagsbirtuna. Þetta er hluti af valdakerfinu sem gömlu fíflin byggðu upp að koma reglulega með svona sýningar ógn og skelfing skrítið að engin blaðamaður hafi fattað það ennþá
    0
  • GHG
    Gunnar Hjalti Guðmundssson skrifaði
    Í greininni eru ekki reyfuð dómsorð varðandi ógnvekjandi orðræðu þeirra félaga. Svo virðist að þurft hefði að minnsta kosti tímasetta áætlun með skilgreindu skotmarki. Sakborningar virðast efniviður í hryðjuverkamenn samkvæmt dómsorðunum. Einungis er fjallað um háðslega framkomu verjanda. Saklausu drengirnir ættu að vera undir eftirliti fyrir lífstíð eftir ummælin sem féllu. Þeir eru hryðjuverkaógn.
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Er ekki hægt að marka það sem fólk segir - þangað til það framfylgir því?
    Ég skora á heimildina að fylgja þessu máli eftir með viðtölum við fróða menn á þessu sviði. Það hlaðast upp urmull af spurningum: Er hryðjuverkalöggjöfin ófullkomin? Var málið illa unnið af hálfu ákæruvaldsins? Er íslenska dómskerfið of lint?
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Nei það er ekki alltaf að marka það sem fólk segir. Prófaðu að hlusta á stjórnmálamenn og fylgjast svo með því hvað þeir gera og gera ekki.

      Ef maður segir við mann í tveggja manna tali að hann vilji gera eitthvað á einhverjum stað á einhverjum tíma. Getur það þá verið refisvert ef hann framkvæmir það aldrei? Eru "hugsanaglæpir" refsiverðir samkvæmt íslenskum lögum?
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár