Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Nasistafána flaggað í Árbænum

Lög­regla vitj­aði í gær íbúa í fjöl­býl­is­húsi í Ár­bæn­um vegna ábend­inga um nas­ista­fána sem hékk í glugga við­kom­andi. Að­il­inn var beð­inn um að fjar­lægja fán­ann ella eiga von á því vera kærð­ur fyr­ir brot á lög­um gegn hat­ursorð­ræðu.

Nasistafána flaggað í Árbænum
Lögreglu barst tilkynning um fánann. Hún heimsótti einstaklinginn í gær og bað hann um að fjarlægja hann. Mynd: Aðsent

Heimildinni barst fyrir skemmstu ábending um íbúa í fjölbýlishúsi í Árbæ sem hefur að undanförnu haft nasistafána úti í glugga, gestum og gangandi til sýnis.

Á mynd sem Heimildinni barst, sem var tekin nýlega, má sjá fánann hanga í stofuglugga íbúðar. Málið var tilkynnt til lögreglu sem vitjaði mannsins í gær og bað hann um fjarlægja fánann. 

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af einum nágranna mannsins sem staðfesti að fáninn hefði verið í glugganum um nokkurt skeið þangað til lögregla kom og bað húsráðanda um að fjarlægja hann.   

Í samtali við Heimildina segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð fjögur, að lögreglan hafi heimsótt manninn  og beðið hann um fjarlægja fánann ella eiga í hættu á að vera kærður fyrir brot á grein í hegningarlögum sem lúta að hatursorðræðu. 

Í 233. grein almennra hegningalaga kemur fram að „hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“

Þá telur Valgarður að málinu sé lokið. „Ég held hann hafi bara brugðist ágætlega við þessi aðili, í þessu tilfelli.“ Hann væntir þess ekki að málið muni ná lengra. Segir Valgarður að mál sem þessi rati sjaldan inn á borð lögreglu en þau komi þó af og til upp.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Öfug swastika! Hvað táknar það?
    0
  • Kári Emil Helgason skrifaði
    Þarf að sýna fánann með fréttinni?
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    For Faninn i VALHÖLL i safn um Islenska NASISTA---
    0
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Hvað í upptalningunni á við í þessu tilfelli? Ég er ekki að mæla þessum gjörningi bót, en átta mig ekki á gegn hverjum af þessum hópum þessi fánabirtingin beinist. Ég held að það sé bara ágætt að vita hvaða fávitar eru á þessari línu.
    0
    • Bergur Sigurðsson skrifaði
      Það má með góðum rökum halda því fram að þarna sé ógnandi tjáning t.d. gangvart gyðingum. Trúarbrögð eru jú með í upptalningunni. ;)
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár