Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Nasistafána flaggað í Árbænum

Lög­regla vitj­aði í gær íbúa í fjöl­býl­is­húsi í Ár­bæn­um vegna ábend­inga um nas­ista­fána sem hékk í glugga við­kom­andi. Að­il­inn var beð­inn um að fjar­lægja fán­ann ella eiga von á því vera kærð­ur fyr­ir brot á lög­um gegn hat­ursorð­ræðu.

Nasistafána flaggað í Árbænum
Lögreglu barst tilkynning um fánann. Hún heimsótti einstaklinginn í gær og bað hann um að fjarlægja hann. Mynd: Aðsent

Heimildinni barst fyrir skemmstu ábending um íbúa í fjölbýlishúsi í Árbæ sem hefur að undanförnu haft nasistafána úti í glugga, gestum og gangandi til sýnis.

Á mynd sem Heimildinni barst, sem var tekin nýlega, má sjá fánann hanga í stofuglugga íbúðar. Málið var tilkynnt til lögreglu sem vitjaði mannsins í gær og bað hann um fjarlægja fánann. 

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af einum nágranna mannsins sem staðfesti að fáninn hefði verið í glugganum um nokkurt skeið þangað til lögregla kom og bað húsráðanda um að fjarlægja hann.   

Í samtali við Heimildina segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð fjögur, að lögreglan hafi heimsótt manninn  og beðið hann um fjarlægja fánann ella eiga í hættu á að vera kærður fyrir brot á grein í hegningarlögum sem lúta að hatursorðræðu. 

Í 233. grein almennra hegningalaga kemur fram að „hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernisuppruna eða þjóðlegs uppruna, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, fötlunar, kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“

Þá telur Valgarður að málinu sé lokið. „Ég held hann hafi bara brugðist ágætlega við þessi aðili, í þessu tilfelli.“ Hann væntir þess ekki að málið muni ná lengra. Segir Valgarður að mál sem þessi rati sjaldan inn á borð lögreglu en þau komi þó af og til upp.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KJÁ
    Karl Jóhann Ásmundsson skrifaði
    Öfug swastika! Hvað táknar það?
    0
  • Kári Emil Helgason skrifaði
    Þarf að sýna fánann með fréttinni?
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    For Faninn i VALHÖLL i safn um Islenska NASISTA---
    0
  • HJB
    Henry Júlíus Bæringsson skrifaði
    Hvað í upptalningunni á við í þessu tilfelli? Ég er ekki að mæla þessum gjörningi bót, en átta mig ekki á gegn hverjum af þessum hópum þessi fánabirtingin beinist. Ég held að það sé bara ágætt að vita hvaða fávitar eru á þessari línu.
    0
    • Bergur Sigurðsson skrifaði
      Það má með góðum rökum halda því fram að þarna sé ógnandi tjáning t.d. gangvart gyðingum. Trúarbrögð eru jú með í upptalningunni. ;)
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár