Til að takast á við þann mikla fráflæðisvanda sem er til staðar vegna einstaklinga sem leitað hafa eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi hefur verið ákveðið að fjölga á verndarsviði Útlendingastofnunar um 20-25 stöðugildi, en þar starfa nú 50 starfsmenn. Því er mun aukningin nema allt að 50 prósent, en hún er hugsuð til tveggja ára.
Starfsmönnum hins stjórnsýslustigsins sem kemur að afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, kærunefndar útlendingamála, mun fjölga hlutfallslega enn meira vegna stöðunnar. Í dag vinna þar tólf starfsmenn auk starfsmanna í stoðdeildum. Til stendur að fjölga þeim um sjö stöðugildi í ár og á næsta ári, eða um 58 prósent. Þá á að fjölga í útlendingateymi dómsmálaráðuneytisins, sem í dag telur þrjá starfsmenn, um tvo til viðbótar á árunum 2024 til 2025 þannig að þeir verði fimm talsins. Alls gæti starfsfólki sem …
Athugasemdir