Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hótar að hella sýru yfir verðmæt listaverk ef Julian Assange deyr í fangelsi

Rúss­nesk­ur lista­mað­ur seg­ist munu hella sýru yf­ir lista­verk eft­ir Picasso, Rembrandt og War­hol ef Ju­li­an Assange deyr í fang­elsi. „Þetta er svona gísla­taka list­ar­inn­ar en ábyrgð­ar­að­il­inn er sá sem að held­ur ör­lög­um Ju­li­an Assange um sín­ar hend­ur,“ seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks. Verk­in eru met­in á um 6,2 millj­arða króna.

Hótar að hella sýru yfir verðmæt listaverk ef Julian Assange deyr í fangelsi
Gíslataka listaverka Ef Julian Assange deyr í fangelsi mun sýru vera úðað yfir listaverk sem samtals eru metin á yfir 6,2 milljarða króna. Mynd: afp

Gjörningalistaverkið Sjálfseyðingarrofinn (e. Dead Man's Switch) eftir rússneska listamanninn Andrei Molodkin er verk sem heldur listaverkum eftir Picasso, Rembrandt, Andy Warhol og fleiri þekkta listamenn í gíslingu. Listaverkin eru metin á 45 milljónir bandaríkjadollara eða um 6,2 milljarða íslenskra króna. Þau eru 16 talsins og eru geymd í sérútbúinni hvelfingu sem vegur 32 tonn. 

Í hvelfingunni eru tunnur fullar af sýru sem munu hellast yfir listaverkin ef Julian Assange deyr í fangelsi. Á hverjum einasta sólarhring þarf einhver nákominn Assange að staðfesta við Molodkin að Assange sé á lífi, annars verða verkin eyðilögð. Listaverkin verða í gíslingu þar til Assange verður látinn laus. Þetta kemur fram í grein The New Yorker um listamanninn. 

Í greininni kemur fram að það sé sjaldgæft að listamenn séu tilbúnir að eyða eigin verkum, enn sjaldgæfara að verk eftir aðra séu eydd og mikið sjaldgæfara að þeir sem safni listaverkum séu tilbúnir til þess að bjóða verk í sinni eigu til eyðingar. Það er þó erfitt að staðfesta að verkin sem að Molodkin segir að séu í hvelfingunni séu þar í raun og veru eða hvort að þeim verði eytt ef að Assange deyr.

Verkið heitir Sjálfseyðingarrofinn vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa örlög Julian Assange í hendi sér. Hann situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Bandarísk stjórnvöld reyna að fá Assange framseldan til Bandaríkjanna þar  sem hann á yfir höfði sér allt að 170 ára fangelsi á grundvelli njósnalöggjafar. Þann 11. apríl mun hann hafa verið þar í fimm ár. Kristinn Hrafnsson, rit­stjóri Wiki­Leaks, hefur hitt listamanninn Molodkin og séð verkin eftir hann. „Eins og inntakið í verkinu bendir til er Assange búinn að vera í apríl í fimm ár í þessu öryggisfangelsi í Bretlandi,“ segir hann í samtali við Heimildina. 

Kristinn sagði í viðtali í Pressu í lok febrúar að það sé „alveg absúrd“ að útgefandi og blaðamaður sem ekki hafi unnið nokkrum manni mein sé látinn sitja inni um hryðjuverkamenn og morðingja. Aðbúnaður í varðhaldinu eru að sögn Kristins verri en þeirra sem afplána dóm. „Hans aðstæður eru mun verri en dæmdra brotamanna fyrir alvarlega glæpi.“

Krist­inn heimsækir Julian Assange reglu­lega í fangelsið og seg­ir að­stæð­urnar þar vera mjög slæm­ar. Síðast heimsótti hann Assange á miðvikudaginn og gat því staðfest að hann væri enn þar. „Þetta ógeðslega ástand er það sem kveikir í listamanninum að styðja við bakið á hans slag, því að listamenn skilja það betur en margir að þetta eru slagir í málfrelsi og tjáningarfrelsi,“ segir Kristinn. Hann tekur það fram að hvelfingin sé svipuð á stærð og fangaklefi Assange. 

Kristinn Hrafnssonrit­stjóri Wiki­Leaks, hefur hitt listamanninn Molodkin

Það kom Kristni á óvart hvað listamenn, söfn og eigendur listaverka voru tilbúnir að leggja verk sín undir í þessum gjörningi. Hann segir að þarna sé um að ræða gjörning „sem leggur áherslu á það að sá sem að heldur um gikkinn og sá sem ber ábyrgð á hvað verður af þessum verkum er Bandaríkjastjórn. Þetta er svona gíslataka listarinnar en ábyrgðaraðilinn er sá sem að heldur örlögum Julian Assange um sínar hendur.“

Molodkin framkvæmdi þennan gjörning af eigin frumkvæði en Kristinn kveðst vera mjög ánægður með hann. Hann finnur fyrir vaxandi skilningi hjá listamönnum um hve mikið sé undir í málum Assange. Hann segir að listamenn séu „hópur sem getur gripið til tjáningar sem er sterk og öflug.“

Ef íslenskir listamenn og listaverkaeigendur hafa áhuga á að taka þátt í gjörningi Molodkin segist Kristinn geta komið þeim í samband við listamanninn. 

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Óskandi að hann fengi að losna úr þessu víti og fái að lifa sem frjáls maður, nóg komið.
    0
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er spurning hvor kendin er sterkari, buddan eða frelsið. Rophænsn líðræðis víla ekki fyrir sér eyðingu hvers sem er fyrir aurinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár