Rannsóknarteymi fjölmiðilsins Al Jazeera afhjúpar í nýrri heimildarmynd, October 7, mannréttindabrot palestínsku Hamas-samtakanna, og fleira fólks sem fylgdi þeim út um göt á girðingu við landamæri Palestínu og Ísraels sjöunda október síðastliðinn. Hamas-liðarnir skutu þúsundum eldflauga inn í Ísrael og réðust svo inn. Þeir drápu fleiri en 1.000 Ísraelsmenn, mest almenna borgara – þar af 364 ungmenni sem voru að skemmta sér á tónlistarhátíð, og tóku um 250 gísl.
En rannsóknarteymið komst einnig að því margar af hræðilegustu sögunum, þær sem hafa ítrekað verið notaðar til þess að réttlæta stríð Ísraelshers gegn Palestínu sem hefur dregið 31.000 Palestínumenn til dauða, eru ósannar. Þetta eru sögur af fjöldamorðum á ungbörnum – börnum sem stundum voru sögð afhöfðuð – og víðtækum kerfisbundnum nauðgunum.
Á meðal þeirra gagna sem rannsóknarteymi Al Jazeera skoðaði voru sjö klukkustundir af myndefni úr eftirlitsmyndavélum, símum og höfuðmyndavélum látinna Hamas-liða. Þá setti teymið saman yfirgripsmikinn lista yfir …
Birgir Þórarinsson þingmaður þarf að svara fyrir ýmislegt
Í greininni segir 44% látinna séu börn.
Nú má pæla hvað segir þetta.
Mín túlkun er sú að ísraelsmenn virðast ekki velja sín skotmörk - annars væri hlutfall látinna barna minna, ekki nákvæmt hlutfall þeirra í þjóðfélaginu.