Norska fjárfestingafélagið Fredensborg AS, eigandi leigufélagsins Heimstaden á Íslandi, hefur samþykkt tilboð um kaup á leigufélaginu sem rekið er hér á landi. Kaupandinn er sjóður sem að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Sjóðurinn er í stýringu hjá Stefni.
Með kaupunum eignast lífeyrissjóðirnir um 1.600 íbúðir sem Heimstaden gerir út til langtímaleigu hér á landi. Í fréttatilkynningu, þar sem gert grein fyrir kaupunum, er tekið fram að kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um lagabreytingu á fjárfestingarsjóða á íbúðamarkaði er sagt hafa greitt fyrir kaupunum. Talsmaður kaupandans tekur fram í samtali við Heimildina að kaupin velti ekki á því hvort frumvarpið verði samþykkt á þessu vori.
Spurður út upphæð kaupverðsins segir talsmaður sjóðsins ekki geta upplýst um það. Seljandanum, Fredensborg AS, sé aðeins heimilt gefa upp kaupverðið, vegna þess að það er skráð félag. Enn sem komið er hefur Fredensborg AS ekki birt kaupverðið opinberlega.
Nýtt uppbyggingarafl á íbúðamarkaði
Þá segjast nýir eigendur munu draga til baka fyrirhugaðar uppsagnir á um 250 leigusamningum ásamt því að taka 60 íbúðir úr söluferli og auglýsa þær aftur til leigu.
En óvissa hefur ríkt um rekstur Heimstaden og fyrirtækið að undanförnu verið að draga saman seglin hér á landi. Tekið er fram að engar breytingar verði gerðar gagnvart starfsfólki Heimstaden. Sömuleiðis segir í tilkynningunni að Egill Lúðvíksson muni halda áfram sem forstjóri félagsins.
Í tilkynningunni segjast nýir eigendur Heimstaden stefn að því „að skapa þjónustudrifið leigufélag sem verður nýtt uppbyggingarafl á íbúðamarkaði og þannig styðja við markmið stjórnvalda um aukið aðgengi að húsnæði.“
Þá félagið hyggst fjármagna uppbyggingu á nýjum íbúðum til útleigu og stefnir að því að tvöfalda stærð félagsins á næstu árum.
Athugasemdir