Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskir lífeyrissjóðir festa kaup á 1.600 íbúðum

Sjóð­ur sem er í eigu ís­lensku líf­eyr­is­sjóð­anna, hef­ur geng­ið frá kaup­um á leigu­fé­lag­inu Heimsta­den á Ís­landi. Í frétta­til­kynn­ingu sem birt var fyr­ir stuttu seg­ir að leigu­íbúð­ir sem Heimsta­den rek­ur hér á landi séu um 1.600 tals­ins. Nýju eig­end­urn­ir stefna að því að tvö­falda stærð fé­lags­ins á nokkr­um ár­um.

Íslenskir lífeyrissjóðir festa kaup á 1.600 íbúðum
Heimstaden á og rekur um Mynd: Golli

Norska fjárfestingafélagið Fredensborg AS, eigandi leigufélagsins Heimstaden á Íslandi, hefur samþykkt tilboð um kaup á leigufélaginu sem rekið er hér á landi. Kaupandinn er sjóður sem að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Sjóðurinn er í stýringu hjá Stefni.   

Með kaupunum eignast lífeyrissjóðirnir um 1.600 íbúðir sem Heimstaden gerir út til langtímaleigu hér á landi. Í fréttatilkynningu, þar sem gert grein fyrir kaupunum, er tekið fram að kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um lagabreytingu á fjárfestingarsjóða á íbúðamarkaði er sagt hafa greitt fyrir kaupunum. Talsmaður kaupandans tekur fram í samtali við Heimildina að kaupin velti ekki á því hvort frumvarpið verði samþykkt á þessu vori. 

Spurður út upphæð kaupverðsins segir talsmaður sjóðsins ekki geta upplýst um það. Seljandanum, Fredensborg AS, sé aðeins heimilt gefa upp kaupverðið, vegna þess að það er skráð félag. Enn sem komið er hefur Fredensborg AS ekki birt kaupverðið opinberlega.

Nýtt uppbyggingarafl á íbúðamarkaði

Þá segjast nýir eigendur munu draga til baka fyrirhugaðar uppsagnir á um 250 leigusamningum ásamt því að taka 60 íbúðir úr söluferli og auglýsa þær aftur til leigu.

En óvissa hefur ríkt um rekstur Heimstaden og fyrirtækið að undanförnu verið að draga saman seglin hér á landi. Tekið er fram að engar breytingar verði gerðar gagnvart starfsfólki Heimstaden. Sömuleiðis segir í tilkynningunni að Egill Lúðvíksson muni halda áfram sem forstjóri félagsins.  

Í tilkynningunni segjast nýir eigendur Heimstaden stefn að því „að skapa þjónustudrifið leigufélag sem verður nýtt uppbyggingarafl á íbúðamarkaði og þannig styðja við markmið stjórnvalda um aukið aðgengi að húsnæði.“

Þá félagið hyggst fjármagna uppbyggingu á nýjum íbúðum til útleigu og stefnir að því að tvöfalda stærð félagsins á næstu árum. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár