Fát kom á meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í bæjarráði Hafnarfjarðar þegar fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um að fallast á forsendur kjarasamninga sem verkalýðshreyfingin, aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin hafa lagt upp með. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, í samtali við Heimildina.
Guðmundur Árni segir að tillaga Samfylkingarinnar hafi falið í sér að lækka gjaldskrá sveitarfélagsins og að „taka í þessa útréttu hönd ríkisvaldsins og setja á gjaldfrjálsar máltíðir fyrir grunnskólabörn.“ Hann segir hana hófstillta og í anda þess sem samþykkt var í Reykjavík í morgun.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill ekki gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Fyrr í dag var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem fela m.a. í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði ókeypis.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. …
Athugasemdir