Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu eigendur skráðra fyrirtækja á Íslandi. Alls eru eignir þeirra um 7.400 milljarðar króna og þar af eru 4.615 milljarðar króna innlendar eignir. Af þeim voru innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini metin á 1.094 milljarða króna í lok janúar síðastliðins.
Þeir hafa lengi sætt gagnrýni fyrir að vera áhrifalitlir eða áhrifalausir hluthafar og eftirláta einkafjárfestum með lítinn hlut í stórum félögum það að móta stefnu umræddra félaga, þrátt fyrir að lög um lífeyrissjóði segi að þeir eigi að móta fjárfestingastefnu sína af ýmsu öðru en að ávaxta fé. Þar segir til að mynda að lífeyrissjóðir eigi að hafa hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi í fjárfestingum sínum og að þeir eigi að „setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum“.
„Sagði launin komin „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi.““
Á undanförnum árum hafa þó sést tilburðir sem gefa til kynna að það kunni að breytast. Þannig …
Athugasemdir (1)