Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eru lífeyrissjóðirnir að vakna?

Líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir að vera áhrifa­litl­ir eða áhrifa­laus­ir hlut­haf­ar og eft­ir­láta einka­fjár­fest­um með lít­inn hlut í stór­um fé­lög­um það að móta stefnu um­ræddra fé­laga, með­al ann­ars í launa­mál­um for­stjóra. Það gæti ver­ið að breyt­ast.

Eru lífeyrissjóðirnir að vakna?
Kauphöll Íslands Lífeyrissjóðir, í eigu almennings, eru samanlagt langstærstu eigendur skráðra hlutabréfa á Íslandi. Mynd: MBL / Þórður Arnar Þórðarson

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu eigendur skráðra fyrirtækja á Íslandi. Alls eru eignir þeirra um 7.400 milljarðar króna og þar af eru 4.615 milljarðar króna innlendar eignir. Af þeim voru innlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini metin á 1.094 milljarða króna í lok janúar síðastliðins. 

Þeir hafa lengi sætt gagnrýni fyrir að vera áhrifalitlir eða áhrifalausir hluthafar og eftirláta einkafjárfestum með lítinn hlut í stórum félögum það að móta stefnu umræddra félaga, þrátt fyrir að lög um lífeyrissjóði segi að þeir eigi að móta fjárfestingastefnu sína af ýmsu öðru en að ávaxta fé. Þar segir til að mynda að lífeyrissjóðir eigi að hafa hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi í fjárfestingum sínum og að þeir eigi að „setja sér siðferðileg viðmið í fjárfestingum“.

„Sagði launin komin „úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi.““

Á undanförnum árum hafa þó sést tilburðir sem gefa til kynna að það kunni að breytast. Þannig …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Kominn tími til. Eru þetta ekki vel menntaðir hálaunaðir starfsmenn? Þeir eiga líka að bera ábyrgð í samræmi við laun.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár