Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla“

Lilja Al­freðs­dótt­ir tel­ur gríð­ar­lega mik­il­vægt fyr­ir Ís­lenskt sam­fé­lag að halda í gagn­rýn­ina og að­hald­ið sem fjöl­miðl­ar veita. Í gær lagði Lilja fram nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu um fjöl­miðla­stefnu og að­gerðaráætl­un í mál­efn­um fjöl­miðla til árs­ins 2030.

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla“
Lilja Alfreðsdóttir segir að það skipti „ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Umræðuhöfn á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið að mínu mati frekar á dýptina og Íslendingar hafa mjög mikinn áhuga á málefnum til dæmis þjóðmálum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Í gær lagði hún fram nýja þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu og aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla til ársins 2030.

Áhrifin sem þessi tillaga mun hafa fyrir almenning segir Lilja að verði sterkara fjölmiðlaumhverfi á Íslandi „Ábatinn af því fyrir almenning er vandaðri fjölmiðlaumfjöllun um helstu dægur mál samtímans.“

„Þær framfarir sem hafa átt sér stað í samfélaginu á síðustu áratugum og síðustu öld vil ég meina að komi vegna þess að við erum gagnrýnið samfélag. Ég vil halda í þessa gagnrýni af því hún býr til framfarir og aðhald. Við megum ekki tapa þessu aðhaldi sem að fjölmiðlar veita.“

Einkareknir fjölmiðlar

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla,“ segir Lilja. Samkvæmt tillögunni verður áhersla lögð á „að efla menntun blaðamanna, tryggja aðgang að vandaðri fjölmiðlun í almannaþjónustu, styðja við nýsköpun og þróun á fjölmiðlum.“

Í tillögunni koma fram ýmsar aðgerðir eins og að minka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, að einkareknir fjölmiðlar fái tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingargjalds af launum fjölmiðlafólks og fleiri aðgerðir. 

„Við eigum eftir að sjá hvað það þýðir. Við erum að taka á nokkrum þáttum, án þess þó að einhvern veginn umbylta algjörlega auglýsingaumhverfinu. Ég hef sjálf efasemdir um að það muni skila sér aftur til einkarekinna íslenskra fjölmiðla. Ef ég væri sannfærð um að það væri lausnin þá hefði ég tekið það skref fyrir löngu.“

Sjóður fyrir blaðamenn

Í tillögunni var kynntur nýr rannsóknar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla. Á hann að styðja við rannsóknarvinnu og þróunarstarf á fjölmiðlum.

Sér Lilja hann fyrir sér líkt og listamenn geta sótt um að komast á listamannalaun. „Þetta er fyrsta skref í því að þú getir verið sjálfstætt starfandi blaðamaður, seljir það sem þú ert að gera og hafir rými til þess að vinna við þetta.“ Sjóðurinn er enn í mótun segir Lilja.

Viðbótarstyrkur til fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins

Fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins munu geta sótt sér viðbótarstyrk. Verður sá kostnaður í heildina 10 milljónir króna sem mun dreifast til þeirra fjölmiðla sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Segir Lilja að það verði fjármunir sem munu koma út úr byggðaáætlun til að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    wefarinn talar fyrir ritskoðun og endalokum tjáningarfrelsis . . . nú hef ég sent henni og stofnunum valdstjórnarmafíunnar ákæru/kvörtun vegna ritskoðunar sem ég sit undir: https://www.screencast.com/t/FwKFehxBN . . . enginn hefur svarað eða látið sig málið varða . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár