Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla“

Lilja Al­freðs­dótt­ir tel­ur gríð­ar­lega mik­il­vægt fyr­ir Ís­lenskt sam­fé­lag að halda í gagn­rýn­ina og að­hald­ið sem fjöl­miðl­ar veita. Í gær lagði Lilja fram nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu um fjöl­miðla­stefnu og að­gerðaráætl­un í mál­efn­um fjöl­miðla til árs­ins 2030.

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla“
Lilja Alfreðsdóttir segir að það skipti „ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Umræðuhöfn á Íslandi hefur í gegnum áratugina verið að mínu mati frekar á dýptina og Íslendingar hafa mjög mikinn áhuga á málefnum til dæmis þjóðmálum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Í gær lagði hún fram nýja þingsályktunartillögu um fjölmiðlastefnu og aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla til ársins 2030.

Áhrifin sem þessi tillaga mun hafa fyrir almenning segir Lilja að verði sterkara fjölmiðlaumhverfi á Íslandi „Ábatinn af því fyrir almenning er vandaðri fjölmiðlaumfjöllun um helstu dægur mál samtímans.“

„Þær framfarir sem hafa átt sér stað í samfélaginu á síðustu áratugum og síðustu öld vil ég meina að komi vegna þess að við erum gagnrýnið samfélag. Ég vil halda í þessa gagnrýni af því hún býr til framfarir og aðhald. Við megum ekki tapa þessu aðhaldi sem að fjölmiðlar veita.“

Einkareknir fjölmiðlar

„Það skiptir ofboðslega miklu máli að við séum með ritstýrða fjölmiðla,“ segir Lilja. Samkvæmt tillögunni verður áhersla lögð á „að efla menntun blaðamanna, tryggja aðgang að vandaðri fjölmiðlun í almannaþjónustu, styðja við nýsköpun og þróun á fjölmiðlum.“

Í tillögunni koma fram ýmsar aðgerðir eins og að minka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, að einkareknir fjölmiðlar fái tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingargjalds af launum fjölmiðlafólks og fleiri aðgerðir. 

„Við eigum eftir að sjá hvað það þýðir. Við erum að taka á nokkrum þáttum, án þess þó að einhvern veginn umbylta algjörlega auglýsingaumhverfinu. Ég hef sjálf efasemdir um að það muni skila sér aftur til einkarekinna íslenskra fjölmiðla. Ef ég væri sannfærð um að það væri lausnin þá hefði ég tekið það skref fyrir löngu.“

Sjóður fyrir blaðamenn

Í tillögunni var kynntur nýr rannsóknar- og þróunarsjóður fyrir fjölmiðla. Á hann að styðja við rannsóknarvinnu og þróunarstarf á fjölmiðlum.

Sér Lilja hann fyrir sér líkt og listamenn geta sótt um að komast á listamannalaun. „Þetta er fyrsta skref í því að þú getir verið sjálfstætt starfandi blaðamaður, seljir það sem þú ert að gera og hafir rými til þess að vinna við þetta.“ Sjóðurinn er enn í mótun segir Lilja.

Viðbótarstyrkur til fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins

Fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins munu geta sótt sér viðbótarstyrk. Verður sá kostnaður í heildina 10 milljónir króna sem mun dreifast til þeirra fjölmiðla sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Segir Lilja að það verði fjármunir sem munu koma út úr byggðaáætlun til að styðja við fjölmiðla á landsbyggðinni.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    wefarinn talar fyrir ritskoðun og endalokum tjáningarfrelsis . . . nú hef ég sent henni og stofnunum valdstjórnarmafíunnar ákæru/kvörtun vegna ritskoðunar sem ég sit undir: https://www.screencast.com/t/FwKFehxBN . . . enginn hefur svarað eða látið sig málið varða . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár