Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þórður Már hættir við stjórnarkjör

Þórð­ur Már Jó­hann­es­son hef­ur ákveð­ið að draga til baka fram­boð sitt til stjórn­ar Fest­is. Sam­kvæmt heim­ild­um Við­skipta­blaðs­ins hélt Þórð­ur Már ræðu á að­al­fundi fé­lags­ins í morg­un þar sem hann til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eft­ir sæti í stjórn fé­lags­ins. Í ræð­unni gagn­rýndi hann stjórn Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins og Brú líf­eyr­is­sjóð sem lögð­ust gegn til­nefn­ingu hans.

Þórður Már hættir við stjórnarkjör
Þórður Már Jóhannesson dregur framboð sitt í stjórn Festis til baka

Þórður Már Jóhannesson hefur ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Festis til baka. Samkvæmt frétt sem birtist á vef Viðskiptablaðsins tilkynnti Þórður Már um ákvörðun sína í ræðu á aðalfundi félagsins sem hófst klukkan 10 í morgun.

Þá herma heimildir Viðskiptablaðsins að Þórður hafi gagnrýnt vinnubrögð Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brúar lífeyrissjóðs harðlega í ræðu sinni. 

Sjö buðu sig fram í stjórn félagsins, meðal þeirra voru fjórir sitjandi stjórnarmenn. Hinir þrír frambjóðendurnir eru Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri fasteignafélagsins Reita, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og loks Þórður Már, sem tilnefndur var af tilnefningarnefnd Festis. 

Í frétt Viðskiptablaðsins frá því í lok febrúar segir að vegna lagaákvæða um kynjakvóta sé ljóst að tveir sitjandi stjórnarmenn félagsins sem buðu sig fram, þær Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlín Ingvarsdóttir, séu sjálfkjörnir. 

Valið mun því vera á milli Guðjóns Auðunssonar, Gylfa Ólafssonar,  Hjörleifs Pálssonar og Guðjóns Reynissonar, um hverjir af …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár