Þórður Már Jóhannesson hefur ákveðið að draga framboð sitt til stjórnar Festis til baka. Samkvæmt frétt sem birtist á vef Viðskiptablaðsins tilkynnti Þórður Már um ákvörðun sína í ræðu á aðalfundi félagsins sem hófst klukkan 10 í morgun.
Þá herma heimildir Viðskiptablaðsins að Þórður hafi gagnrýnt vinnubrögð Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brúar lífeyrissjóðs harðlega í ræðu sinni.
Sjö buðu sig fram í stjórn félagsins, meðal þeirra voru fjórir sitjandi stjórnarmenn. Hinir þrír frambjóðendurnir eru Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri fasteignafélagsins Reita, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og loks Þórður Már, sem tilnefndur var af tilnefningarnefnd Festis.
Í frétt Viðskiptablaðsins frá því í lok febrúar segir að vegna lagaákvæða um kynjakvóta sé ljóst að tveir sitjandi stjórnarmenn félagsins sem buðu sig fram, þær Margrét Guðmundsdóttir og Sigurlín Ingvarsdóttir, séu sjálfkjörnir.
Valið mun því vera á milli Guðjóns Auðunssonar, Gylfa Ólafssonar, Hjörleifs Pálssonar og Guðjóns Reynissonar, um hverjir af …
Athugasemdir