Samninganefnd VR hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu um verkföll með félagsmanna sem starfa í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Atkvæðagreiðslan mun fer fram næstkomandi mánudag. Í fréttatilkynningu VR segir að verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist 22. mars.
Um er að ræða 150 manna hóp sem sinnir meðal annars töskumóttöku, innritun og brottförum. Starfsfólkið starfar eftir sérkjarasamningi Icelandair. Í tilkynningu VR segir að félagið hafi um lengi barist fyrir kjarabótum fyrir starfsfólkið.
Þá segir einnig að rík óánægja sé meðal margra starfsmanna sem sinna farþegaafgreiðslu Icelandair með vaktafyrirkomulagið og skert réttindi til samfellds vinnutíma.
Mörgum starfsmönnum hefur um langa hríð verið gert að lækka starfshlutfall sitt yfir vetrarmánuðina, úr 100 prósent niður í 76 prósent hlutfall. Yfir þessa mánuði mæta starfsfólkið til vinnu frá fimm til níu að morgni og er svo síðan sent heim og gert að mæta aftur til vinnu eftir hádegi og vinna til fimm.
Í tilkynningunni segir að sérkjarasamningur við Icelandair sé eitt af þeim atriðum sem standa út af í kjaraviðræðum VR og Samtaka atvinnulífsins.
En gangur viðræðna um þetta atriði hefur verið hægur sem hefur leitt til þess að samninganefnd VR telur nauðsynlegt að efna til atkvæðagreiðslunnar. Þá enn eftir að semja nokkur atriði sem lúta að launaliðnum, forsenduákvæðum og ýmsum öðrum kjara- og réttindamálum.
Athugasemdir (1)