Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Facebook lá niðri

Sam­fé­lags­mið­ill­inn Face­book lá niðri í dag tæpa klukku­stund. Not­end­ur víða um heim hafa vak­ið at­hygli á því að hafa skyndi­lega ver­ið læst­ir út af að­gangi sín­um. Svo virð­ist sem að það sama eigi við um aðr­ar sam­fé­lags­miðla­þjón­ust­ur sem móð­ur­fyr­ir­tæki Face­book, Meta, rek­ur. In­sta­gram, Threads og Face­book Messenger liggja líka niðri

Facebook lá niðri
Samfélagsmiðlar fyrirtækisins Meta liggja allir niðri. Mörg hundruð þúsunda notenda hafa verið skráðir út af aðgöngum sínum Mynd: EPA

Fjölmargir notendur samfélagsmiðilsins Facebook voru í dag skyndilega skráðir út af aðgöngum sínum og eiga erfitt með að skrá sig inn á nýjan leik. Hið sama er segja um aðra samfélagsmiðla sem fyrirtækið Meta rekur. Instagram, Threads og Messenger lágu allir niðri. 

Svo virðist sem vandinn hafi þó verið leystur og notendur geta nú skráð sig aftur inn á þjónustur Meta. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvað olli vandanum. Samkvæmt villumeldingarþjónustunni Downdetector liggur vefsíðan Facebook niðri víða um veröld.

Samtals hafa hrannast inn meira en 250.000 villumeldingar þar sem notendur lýstu erfiðleikum með að skrá sig inn á samskiptamiðilinn. Haft er eftir talsmanni Meta á fréttamiðlinum Reuters að fyrirtækið geri sér grein fyrir vandanum og vinna sé hafin við að ráða bót á villunni sem kemur í veg fyrir að notendur geti skráð sig inn á miðlanna. 

Netverjar víða um heim hafa sótt samfélagsmiðilinn X og velt vöngum yfir því hvað valdi biluninni hjá Meta. Þá hafa aðrir nýtt tækifærið í gamni og bent á að áreiðanleika eldri upplýsingveitna. 

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, að allt bendi til þess að bilunin sé í innskráningarkerfi Meta sem hafi áhrif á reikninga fólks á heimsvísu.

Hann segir að ekki þurfi að hafa frekari áhyggjur af biluninni, litlar líkur séu að brotist hafi verið inn á samfélagsmiðlareikninga einstaklinga.

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    sýnist þetta vera innleiðing á ejú öryggi . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár