Seint í gærkvöldi fóru 72 einstaklingar yfir landamærin frá Gaza yfir til Egyptalands, fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda. Þetta fólk hefur þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fólkið muni ferðast til Íslands.
Ísraelsk stjórnvöld samþykktu um helgina þann nafnalista sem íslensk stjórnvöld höfðu lagt fram um þá einstaklinga sem ættu rétt á búsetu á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni.
Íslensk stjórnvöld hafa sætt töluverðri gagnrýni undanfarið vegna þess langa tíma sem það hefur tekið að fá dvalarleyfishafana út af Gaza-ströndinni. Ísraelski herinn hefur látið sprengjum rigna um alla ströndina undanfarna mánuði, eða allt frá árás Hamas inn í Ísrael 7. október.
Íslenskir sjálfboðaliðar hafa síðustu vikur komið nokkrum fjölda fólks út af svæðinu án aðstoðar íslenskra stjórnvalda. Fyrst náðu þær Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir móður og þremur sonum …
Athugasemdir