Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

72 dvalarleyfishafar komnir frá Gaza og á leið til Íslands

Ís­lensk stjórn­völd náðu í gær 72 ein­stak­ling­um sem hafa ís­lenskt dval­ar­leyfi út af Gaza. Fólk­ið er kom­ið til Kaíró í Egyptalandi en er á leið til Ís­lands. Ís­lensk stjórn­völd hafa sætt mik­illi gagn­rýni fyr­ir þann langa tíma sem tók að koma fólk­inu út af stríðs­hrjáðri Gaza-strönd­inni.

72 dvalarleyfishafar komnir frá Gaza og á leið til Íslands

Seint í gærkvöldi fóru 72 einstaklingar yfir landamærin frá Gaza yfir til Egyptalands, fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda. Þetta fólk hefur þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fólkið muni ferðast til Íslands. 

Ísraelsk stjórnvöld samþykktu um helgina þann nafnalista sem íslensk stjórnvöld höfðu lagt fram um þá einstaklinga sem ættu rétt á búsetu á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. 

Íslensk stjórnvöld hafa sætt töluverðri gagnrýni undanfarið vegna þess langa tíma sem það hefur tekið að fá dvalarleyfishafana út af Gaza-ströndinni. Ísraelski herinn hefur látið sprengjum rigna um alla ströndina undanfarna mánuði, eða allt frá árás Hamas inn í Ísrael 7. október. 

Íslenskir sjálfboðaliðar hafa síðustu vikur komið nokkrum fjölda fólks út af svæðinu án aðstoðar íslenskra stjórnvalda. Fyrst náðu þær Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir móður og þremur sonum …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár