Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

72 dvalarleyfishafar komnir frá Gaza og á leið til Íslands

Ís­lensk stjórn­völd náðu í gær 72 ein­stak­ling­um sem hafa ís­lenskt dval­ar­leyfi út af Gaza. Fólk­ið er kom­ið til Kaíró í Egyptalandi en er á leið til Ís­lands. Ís­lensk stjórn­völd hafa sætt mik­illi gagn­rýni fyr­ir þann langa tíma sem tók að koma fólk­inu út af stríðs­hrjáðri Gaza-strönd­inni.

72 dvalarleyfishafar komnir frá Gaza og á leið til Íslands

Seint í gærkvöldi fóru 72 einstaklingar yfir landamærin frá Gaza yfir til Egyptalands, fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda. Þetta fólk hefur þegar fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fólkið muni ferðast til Íslands. 

Ísraelsk stjórnvöld samþykktu um helgina þann nafnalista sem íslensk stjórnvöld höfðu lagt fram um þá einstaklinga sem ættu rétt á búsetu á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. 

Íslensk stjórnvöld hafa sætt töluverðri gagnrýni undanfarið vegna þess langa tíma sem það hefur tekið að fá dvalarleyfishafana út af Gaza-ströndinni. Ísraelski herinn hefur látið sprengjum rigna um alla ströndina undanfarna mánuði, eða allt frá árás Hamas inn í Ísrael 7. október. 

Íslenskir sjálfboðaliðar hafa síðustu vikur komið nokkrum fjölda fólks út af svæðinu án aðstoðar íslenskra stjórnvalda. Fyrst náðu þær Kristín Eiríksdóttir, María Lilja Þrastardóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir móður og þremur sonum …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár