Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum

Efl­ing seg­ir að það séu góð­ar lík­ur á því að hægt verði að skrifa und­ir nýja kjara­samn­inga í dag eða á morg­un. Þrjú at­riði standa eft­ir sem samn­inga­nefnd Efl­ing­ar og Sam­tök At­vinnu­lífs­ins eiga eft­ir koma sér sam­an um. Enn á eft­ir að semja um út­færslu á upp­sagn­ar­vernd starfs­fólks á al­menn­um vinnu­mark­aði, orða­lag samn­inga sem snúa að trún­að­ar­mönn­um og að lok­um á eft­ir semja um kjör ræst­inga­fólks.

Efling birtir yfirlýsingu um hvað stendur út af í kjarasamningum
Samninganefnd Eflingar segir að hægt verði að ganga frá samningum í dag eða morgun. Boltinn sé hjá Samtökum Atvinnulífsins. Mynd: Bára Huld Beck

Samninganefnd Eflingar segir að mögulega verði hægt að undirrita nýja kjarasamninga á næstu sólarhringum – jafnvel í dag. Í fréttatilkynningu sem birt var á vefsíðu Eflingar segir að aðeins þrjú atriði séu eftir útistandandi sem eigi eftir að semja um.

Þá segir í tilkynningunni að það sé í hendi Samtaka atvinnulífsins að ganga frá þessum lausu endum hratt og þar með binda enda á flóknar kjaraviðræður, sem hafa á undanförnum vikum harðnað töluvert. 

Atriðin sem samninganefnd Eflingar telur upp í færslunni snúa að útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks, ýmsum atriðum og orðalagi í samningum um trúnaðarmenn og ýmis atriði sem varða bætt kjör ræstingafólks.

Vilja vernda uppljóstrara og fjölga trúnaðarmönnum á stærri vinnustöðum  

Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið hafi lagt fram ýmsar tillögur við útfærslu á styrkingu uppsagnarverndar starfsfólks á almennum vinnumarkaði.

Tillögurnar snúa að vernd uppljóstrara á vinnustaðnum þar sem ekki eru starfandi trúnaðarmenn og „þar sem fyrirtæki hafa ekki sjálf sett sér verklagsreglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana starfsfólks.“ Í tilkynningunni segir að tillögunnar taki mið af gildandi lögum um vernd uppljóstrara.

Þá hefur samninganefnd Eflingar einnig farið fram á trúnaðarmönnum verði fjölgað á stærri vinnustöðum svo að þeir verði í „eðlilegu hlutfalli við fjölda starfsfólks á hverjum vinnustað.“

Athugasemd er gerð við það að núverandi samningar geri ráð fyrir einum trúnaðarmanni fyrir vinnustað þar sem vinna allt frá fimm til 50 starfsmenn. Trúnaðarmönnum er fjölgað í tvo ef fjöldi starfsmanna er umfram 50 en ekki þó gert ráð fyrir að trúnaðarmenn verði fleiri en tveir heilt yfir. 

Betri kjör fyrir ræstingafólk

Í tilkynningu Eflingar segir að enn eigi eftir að klára ýmis atriði sem snúa að kjörum ræstingafólks. Efling fer fram á að skerpt verði á skilgreiningum á því hvenær ræstingafólk er í tímamældri ákvæðisvinnu.

Er því haldið fram að „[b]rögð eru að því að atvinnurekendur reyni að skjóta sér framhjá því að greiða umsamið álag sem með réttu á að greiða þegar um tímamælda ákvæðisvinnu er að ræða.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár