Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
Mótun „Útlit kvenna hefur alltaf verið ákvarðað af samfélaginu á einhvern hátt,“ segir Ragna Benedikta, prófessor í félagssálfræði. Mynd: Davíð Þór

Þegar Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í félagssálfræði við Háskóla Íslands, var að vaxa úr grasi voru tággrannir kvenlíkamar, oft hættulega grannir, í tísku. Hún var ung kona þegar meðalþyngd fyrirsæta var 20 prósent undir kjörþyngd – en anorexía getur mælst þegar kjörþyngd fer undir 15 prósent – Bridget Jones var talin feit, og Marilyn Monroe líka. Nú eru breyttir tímar þar sem heilbrigðara holdafar er í tísku en samt eru kröfurnar til útlits kvenna enn óraunhæfar, segir Ragna. 

„Það er alltaf eitthvað svo óraunhæft að það eru fimm konur sem eru þannig náttúrulega á jarðkringlunni en hinir fjórir milljarðarnir eru ekki þannig. [...] Ef Kardashian-systur eru enn í tísku þá eru mittis- og mjaðmahlutföll orðin mjög sambærileg því sem gerðist á korselettatímabilinu.“

Það var einmitt í kringum 1920 sem konur reyndu að berjast út úr korselettunum og fylgdi það uppgangi kvenréttinda. „Þær voru að benda á að bæði væri verið …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BB
    Björn Birnir skrifaði
    Fólk með dökkt hörund hefur verið smánað og kúgað í margar aldir vegna útlits síns, svo útlits smánun er ekki ný á nálinni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stríðið um líkamann

,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
ViðtalStríðið um líkamann

Of­uráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngj­umst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.
Send í megrunarklúbb 12 ára gömul
ÚttektStríðið um líkamann

Send í megr­un­ar­klúbb 12 ára göm­ul

Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­taka fólks með offitu, seg­ir að fólk með offitu verði fyr­ir stöð­ugu áreiti og for­dóm­um. Sjálf hafi hún þurft að þola for­dóma frá barns­aldri og í kjöl­far­ið þró­að með sér átrösk­un. Hún var send í megr­un­ar­klúbb þar sem hún var vigt­uð einu sinni í viku. Klapp­að var ef hún hafði lést, pú­að ef hún hafði þyngst.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár