Þegar Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í félagssálfræði við Háskóla Íslands, var að vaxa úr grasi voru tággrannir kvenlíkamar, oft hættulega grannir, í tísku. Hún var ung kona þegar meðalþyngd fyrirsæta var 20 prósent undir kjörþyngd – en anorexía getur mælst þegar kjörþyngd fer undir 15 prósent – Bridget Jones var talin feit, og Marilyn Monroe líka. Nú eru breyttir tímar þar sem heilbrigðara holdafar er í tísku en samt eru kröfurnar til útlits kvenna enn óraunhæfar, segir Ragna.
„Það er alltaf eitthvað svo óraunhæft að það eru fimm konur sem eru þannig náttúrulega á jarðkringlunni en hinir fjórir milljarðarnir eru ekki þannig. [...] Ef Kardashian-systur eru enn í tísku þá eru mittis- og mjaðmahlutföll orðin mjög sambærileg því sem gerðist á korselettatímabilinu.“
Það var einmitt í kringum 1920 sem konur reyndu að berjast út úr korselettunum og fylgdi það uppgangi kvenréttinda. „Þær voru að benda á að bæði væri verið …
Athugasemdir (1)