Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að læra ensku breytti lífi mínu

Tony er há­skóla­kenn­ari frá Kína. Að­spurð­ur að því hvaða reynsla mót­aði hann mest svar­ar hann að það hafi ver­ið að læra ensku, því með henni get­ur hann ferð­ast um heim­inn og átt í sam­töl­um við fólk nán­ast hvar sem er.

Að læra ensku breytti lífi mínu
Tony Enskukunnáttan kemur að góðum notum á ferðalagi um heiminn. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Tony og við erum stödd inni í byggingu Háskóla Íslands. Ég er ferðamaður á Íslandi og kom hingað til að skoða háskólastarfið og háskólasvæðið. Sjálfur er ég kennari heima í Kína. Mig langaði að sjá hvernig háskóli á Íslandi virkar, til þess er ég kominn. 

Mér finnst Háskóli Íslands frekar kúl. Nemendurnir hafa tekið vel á móti mér og eru vingjarnlegir. Einn kenndi mér að bera fram setninguna: Þetta reddast. Það er mjög erfitt fyrir mig að bera það fram. Ég bað hann um þann greiða og hann sagði já, sem gerir mig mjög hamingjusaman. 

Hvað er ég gamall? Hversu gamall heldur þú að ég sé? Nei, ég er 38 ára. Langaði mig að verða kennari þegar ég var barn? Til að vera alveg hreinskilinn þá man ég það ekki. Þetta er frábær spurning því ég er að átta mig á því núna að ég raunverulega get ekki munað hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór sem barn.

Það sem mótaði mig mest og breytti lífi mínu var að læra ensku. Enska er alþjóðlegt tungumál og ég get notað það til að eiga í samskiptum við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Í Kína talar almenningur ekki sérlega góða ensku. Enska tungumálið opnaði margar dyr fyrir mér. Við erum að tala saman einmitt núna fyrir tilstilli tungumálsins.  Ég nota ensku til að ferðast um heiminn. 

Uppáhaldsstaður? Það býr fegurð í hverjum stað fyrir sig. Þú þarft bara að sjá það með eigin augum. Ekkert land er fullkomið en við þurfum að geta séð fegurðina út frá mismunandi sjónarhornum og samhengi. Í Kína gerist allt mjög hratt en á Íslandi er meiri hægagangur til dæmis. En þið nefnduð landið vitlaust. Það er allt á kafi í snjó en ég hef ekki séð neinn ís. Það ætti að heita Snjóland en ekki Ísland.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár