Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að læra ensku breytti lífi mínu

Tony er há­skóla­kenn­ari frá Kína. Að­spurð­ur að því hvaða reynsla mót­aði hann mest svar­ar hann að það hafi ver­ið að læra ensku, því með henni get­ur hann ferð­ast um heim­inn og átt í sam­töl­um við fólk nán­ast hvar sem er.

Að læra ensku breytti lífi mínu
Tony Enskukunnáttan kemur að góðum notum á ferðalagi um heiminn. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Tony og við erum stödd inni í byggingu Háskóla Íslands. Ég er ferðamaður á Íslandi og kom hingað til að skoða háskólastarfið og háskólasvæðið. Sjálfur er ég kennari heima í Kína. Mig langaði að sjá hvernig háskóli á Íslandi virkar, til þess er ég kominn. 

Mér finnst Háskóli Íslands frekar kúl. Nemendurnir hafa tekið vel á móti mér og eru vingjarnlegir. Einn kenndi mér að bera fram setninguna: Þetta reddast. Það er mjög erfitt fyrir mig að bera það fram. Ég bað hann um þann greiða og hann sagði já, sem gerir mig mjög hamingjusaman. 

Hvað er ég gamall? Hversu gamall heldur þú að ég sé? Nei, ég er 38 ára. Langaði mig að verða kennari þegar ég var barn? Til að vera alveg hreinskilinn þá man ég það ekki. Þetta er frábær spurning því ég er að átta mig á því núna að ég raunverulega get ekki munað hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór sem barn.

Það sem mótaði mig mest og breytti lífi mínu var að læra ensku. Enska er alþjóðlegt tungumál og ég get notað það til að eiga í samskiptum við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Í Kína talar almenningur ekki sérlega góða ensku. Enska tungumálið opnaði margar dyr fyrir mér. Við erum að tala saman einmitt núna fyrir tilstilli tungumálsins.  Ég nota ensku til að ferðast um heiminn. 

Uppáhaldsstaður? Það býr fegurð í hverjum stað fyrir sig. Þú þarft bara að sjá það með eigin augum. Ekkert land er fullkomið en við þurfum að geta séð fegurðina út frá mismunandi sjónarhornum og samhengi. Í Kína gerist allt mjög hratt en á Íslandi er meiri hægagangur til dæmis. En þið nefnduð landið vitlaust. Það er allt á kafi í snjó en ég hef ekki séð neinn ís. Það ætti að heita Snjóland en ekki Ísland.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár