Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir harðlega mannfall almennra borgara á Gaza. Hún segir því þurfa að linna. Virða þurfi alþjóðalög. Þetta gerði ráðherrann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Þar segir hún enn fremur myndefni af atburðum gærdagsins vera „hryllilegt.“
Þá ítrekar Katrín hávært kall Íslands eftir því að vopnahlé verði á svæðinu, að mannúðaraðstoð verði hleypt að og gíslum sleppt.
Í gær skutu ísraelskir hermenn niður fjölda Palestínumanna sem þustu að vöruflutningabílum með neyðaraðstoð á Gaza. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á svæðinu voru 104 almennir borgarar drepnir. Ísraelar hafa hins vegar sagt tugi hafa fallið – sögðu þeir suma hafa orðið fyrir skotum hermanna …
Athugasemdir