Rýming Grindavíkurbæjar 10. nóvember 2023 verður vafalaust lengi í manna minnum markaður sem sögulegur atburður, ekki ólíkt gosinu í Heimaey árið 1973. Náttúruöflin sem hrundu rýmingunni af stað eru gjarnan óútreiknanleg og ægileg, en þrátt fyrir það er margt enn óljóst varðandi atburðarásina þann 10. nóvember. Til að mynda hvenær upplýsingar Veðurstofunnar lágu fyrir og hvenær þeim var miðlað til Almannavarna og hvers vegna rýmingin var framkvæmd klukkan ellefu um kvöldið en ekki fyrr, en valdið yfir þeirri ákvörðun var þó í mannahöndum. Sérfræðingar voru ekki sammála um hættur og sviðsmyndir og yfirlýsingar og viðvaranir þeirra stönguðust gjarnan á í fjölmiðlum.
Þá sýnir ný rannsókn fræðafólks, meðal annars frá Veðurstofu Íslands, sem birt var í vísindaritinu Science, að áhyggjur af kvikugangi undir Grindavíkurbæ virðast hafa legið fyrir nokkrum klukkustundum áður en rýmingin var tilkynnt. Heimildin kafar ofan í atburðarásina og kortleggur hvað gerðist.
Dagur mikilla hræringa
Það var um ellefu …
Athugasemdir