Aukin öryggisgæsla lögreglu í hringferð Sjálfstæðisflokksins í vikunni var vegna viðveru ráðherra í ríkisstjórninni. Auknar ráðstafanir eru ekki bundnar við ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur fram í skriflegu svari embættis ríkislögreglustjóra við spurningum Heimildarinnar. „Undanfarna mánuði hafa ráðherrar þurft að sæta auknum öryggisráðstöfunum lögreglu. Sjaldgæft er að ráðherrum hér á landi sé fylgt af lögreglumönnum,“ segir þar.
Fengu ekki fylgd allan hringinn
Í gær greindi mbl.is frá því að lögreglan fylgdi Sjálfstæðisflokknum á ferðalag hans til að tryggja öryggi ráðherra og þingmanna. Hefur þetta ekki tíðkast áður. Miðillinn hafði þetta eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.
Embætti ríkislögreglustjóra segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki verið fylgt allan hringinn í kringum landið. „Á nokkrum viðkomustöðum ferðarinnar voru almennir lögreglumenn með aukna öryggisgæslu á fundastað og í einhverjum tilvikum voru sérsveitarmenn við öryggisgæslu.“
Samkvæmt lögreglulögum beri lögreglu að tryggja öryggi æðstu ráðamanna. Undanfarin ár hafi það verkefni vaxið í umfangi.
Heimildin spurði hve margir …
Athugasemdir (3)