Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Af mínum fyrri samskiptum við Egypta kemur þetta mér ekkert á óvart“

Birg­ir Þór­ar­ins­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, starf­aði um tíma fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs. Hann seg­ir Egypta standa í vegi fyr­ir því að dval­ar­leyf­is­haf­ar kom­ist frá Gaza með því að heimta greiðsl­ur. „Því mið­ur hafa Egypt­ar ver­ið þekkt­ir fyr­ir svona,“ seg­ir hann.

„Af mínum fyrri samskiptum við Egypta kemur þetta mér ekkert á óvart“
Birgir Þórarinsson segir íslensk stjórnvöld ekki bera ábyrgð á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Mynd: Bára Huld Beck

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur heyrt það að Egyptar krefjist greiðslna upp á 750 þúsund krónur fyrir fullorðna og 350 þúsund fyrir börn gegn því að hleypa fólki yfir landamærin frá Gaza. „Ég fékk þessar upplýsingar frá fólki sem starfar þarna niður frá. Ég get ekki gefið upp hverjir það eru. Ég hef heyrt hærri tölur líka,“ segir hann í samtali við Heimildina.

Birgir segir Egypta vera þekkta fyrir slíkt verklag. „Ég vann á þessu svæði á sínum tíma. Svona eru samskipti við Egypta. Það er alveg ljóst að þetta er í gangi núna. Ég hef fengið upplýsingar um það,“ segir hann. Svipaðar aðstæður hafi verið uppi áður en stríðið braust úr í október.

„Þegar ég starfaði þarna voru mörg dæmi um það að þeir vildu fá greiðslur fyrir að hleypa fólki í gegnum landamærastöðvar,“ segir hann. Birgir segir …

Kjósa
-16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Birgir segir Egypta vera þekkta fyrir slíkt verklag."
    Og Birgir er auðvitað þekktur fyrir að sannreyna allar upplýsingar áður en hann deilir þeim ...
    3
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er hægt að búast við því að eittvað gerist fyrir samfélag manna er erindrekar Íslands sóla sig í Dauðahafinu?
    0
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Ég trúi því að egypsk stjórnvöld hagi sér með þessum hætti og ég þykist vita að það sé það sem Birgir eigi við. Spilling meðal embættismanna er sjálfsagt landlæg. Egyptar aftur á móti eru auðvitað nákvæmlega eins og annað fólk.
    0
  • SJ
    Sveinbjörg Jónsdóttir skrifaði
    Mér finnst greinin vönduð og upplýsandi og set glöð “ like “ við hana
    Hins vegar finnst mér orð þess manns sem greinin fjallar um umhugsunarefni og myndi ekki setja “ like “ við þau
    Við lesturcá greinum Heimildarinnar horfi ég til spurningarinnar srm spurt er; hvernig finnst þér þessi grein
    5
  • HÞÞ
    Hjalti Þór Þórsson skrifaði
    Úr æviágripi á vef Alþingis:
    "Starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum við yfirstjórn UNRWA, Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna, í Miðausturlöndum 2014–2016."
    Kom hvergi fram í fréttinni.
    2
  • Páll Guðfinur Gústafsson skrifaði
    Birgir er sá þingmaðurinn sem sveik kjósendur sína strax eftir kosningar og gekk til liðs við annan stjórnmálaflokk.Mjög svo kristilegt hugarfar. Hann er og verður alltaf ómarktækur í öllu því sem lætur frá sér fara. Eina sem er á hreinu er að Birgir er ílllkvittinn hálfviti og hefur alltaf verið. Viðbjóðslegur einstaklingur, þingsætisþjófur og engu hans orði trúandi.
    9
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Það er spurningin - að mála sjálfan sig á helgimynd með Kristi - hvað segir það?
    6
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Frásagnir Birgis af video upptökum vegna árásar Hamas 7. Okt hafa verið hraktar t.d. að fóstur hafi verið skorin úr móðurkviði draga stórlega úr trúverðugleika hans.
    Íslenskir blaðamenn ættu að kynna sér málið og fjalla meira um það.
    Tilvalið fyrir Heimildina.
    9
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Afhverju er yfirleitt verið að tala við þennan mann. Hann er haldinn ranghugmyndum á mörgum sviðum.
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
Þórunn sakar utanríkisráðuneytið um sýndarviðbragð
FréttirFöst á Gaza

Þór­unn sak­ar ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið um sýnd­ar­við­bragð

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að ein­hvers kon­ar sýnd­ar­við­bragð væri um að ræða í mál­efn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á Gaza í störf­um þings­ins í dag. Jakob Frí­mann Magnús­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að beð­ið sé svara frá Ísra­el­um um hvað megi og megi ekki gera.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár