Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyrir skömmu mann fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum Mynd: Páll Stefánsson

Maður var í síðustu viku sakfelldur fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn var ákærður af íbúum húsnæðisins fyrir að hafa reynt að brjótast inn í húsið og slegið til annars íbúanna í tilraun sinni til að ryðjast inn um baðherbergisglugga á húsinu. 

Í skýrslu sem hjón, sem búa í húsinu, lögðu fyrir dóm er atvikum lýst þannig að aðfaranótt 17. júlí 2022 hafi heimilisfólk orðið vart við bifreið sem ók hratt að hlaði hússins og stöðvaði þar.

Heimilisfólkið hafi ekki kannast við bílstjórann sem var samkvæmt lýsingu í annarlegu ástandi. Þegar einn heimilismanna hafi farið að bílnum til að gá að líðan mannsins hafi hann rankað við sér og orðið æstur og sýnt af sér ógnandi hegðun.

Hjónin hafi því næst læst sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig staddir. Skömmu eftir það hafi ákærði reynt að komast inn í húsið, tekið í hurðir og barið í glugga. 

Mundaði heimagert sverð 

Í skýrslu brotaþola er því lýst að á einum tímapunkti hafi ákærði dregið fram „heimagert sverð og sveiflað því í kringum sig.“ Þá hafi maðurinn einnig kastað af sér þvagi á útihurð hússins. Síðan hafi maðurinn opnað glugga á húsinu og reynt að skríða inn um hann.

Þegar einn heimilismannanna reyndi að ýta ákærða frá glugganum hafi ákærði slegið til hans með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut áverka á andliti. Heimilisfólkið brá því næst á það ráð að sleppa hundi sínum út sem fældi ákærða frá húsinu og út á tún.

Maðurinn hafi síðan ráfað um svæðið en verið kominn aftur að hlaði hússins þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt lýsingu lögreglu var maðurinn „sjáanlega ölvaður, illa áttaður og nokkuð æstur.“ Þegar lögregla reyndi að handsama manninn hafi átök brotist út sem leiddi til þess að tveir lögreglumenn slösuðust lítillega og lýstu því að hafa fundið til eymsla eftir á.

Bar fyrir sig minnisleysi 

Í skýrslu sem ákærði gaf fyrir dómi sagðist hann hafa verið á ættarmóti umrætt kvöld, þar sem hann hafi neytt áfengis og skemmt sér. Næsta sem maðurinn sagðist hafa munað eftir var að hafa vaknað í fangaklefa.

Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist ákærði hvorki muna eftir húsbrotinu né handtökunni. Á þeim grundvelli hafnaði ákærði ásökunum eins þeim var lýst í ákæruskjali málsins. 

Málsvörn verjanda byggði einnig á því að hann taldi taldi ásakanir hjónanna vera ótrúverðugar og að málið hafi verið illa rannsakað af lögreglu, en í vitnaskýrslu lögreglu kom fram að myndefni frá búkmyndavélum lögreglu hafi ekki verið vistað.

Í dóminum var einnig velt vöngum yfir því hvort ákærði hafi raun verið ökumaður bifreiðarinnar. Þegar lögreglu bar að garði umrætt kvöld hafi ákærði sagt lögreglu að vinkona sín hafi ekið sér í bifreiðinni. En hún var hvergi sjáanleg á vettvangi og fram kemur í dómnum að hvorki ákærði né neinn annar hafi getað staðfest þá frásögn.  

Í skýrslutöku gat ákærði ekki sagt til um hversu mikið hann hafi drukkið umrætt kvöld, „þetta hafi gengið sinn eðlilega gang miðað við aðstæður.“ Þá taldi ákærði líklegt að hann hafi farið í óminni vegna þess að hann hafi verið á þunglyndislyfjum á þeim tíma sem hafi ýtt undir minnisleysið. Fyrir dómnum kvaðst ákærði hafa í kjölfarið hætt að drekka. 

Málsvörnin metin ótrúverðug

Dómurinn féllst ekki á varnir ákærða að neinu leyti og taldi ekkert benda til þess annars að ákærði bæri ábyrgð á ölvunarástandi sínu og háttsemi sinni. Þá taldi dómurinn frásögn ákærða um að vinkona hans, sem enginn veit nein deili um, hafi ekið bifreiðinni ótrúverðuga.

Við ákvörðun refsingarinnar ver litið til þess að með tilraunum sínum til þess að ryðja sér leið inn á heimili brotaþola hafi maðurinn brotið 71. grein stjórnarskrárinnar sem lýtur að friðhelgi heimilisins.

Ásamt þriggja ára skilorðsbundinnar refsingar var maðurinn sviptur ökuleyfi sínu gert að greiða bæði sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda síns sem samanlagt nemur um 870.000 krónum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dómsmál

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár