Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyrir skömmu mann fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum Mynd: Páll Stefánsson

Maður var í síðustu viku sakfelldur fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn var ákærður af íbúum húsnæðisins fyrir að hafa reynt að brjótast inn í húsið og slegið til annars íbúanna í tilraun sinni til að ryðjast inn um baðherbergisglugga á húsinu. 

Í skýrslu sem hjón, sem búa í húsinu, lögðu fyrir dóm er atvikum lýst þannig að aðfaranótt 17. júlí 2022 hafi heimilisfólk orðið vart við bifreið sem ók hratt að hlaði hússins og stöðvaði þar.

Heimilisfólkið hafi ekki kannast við bílstjórann sem var samkvæmt lýsingu í annarlegu ástandi. Þegar einn heimilismanna hafi farið að bílnum til að gá að líðan mannsins hafi hann rankað við sér og orðið æstur og sýnt af sér ógnandi hegðun.

Hjónin hafi því næst læst sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig staddir. Skömmu eftir það hafi ákærði reynt að komast inn í húsið, tekið í hurðir og barið í glugga. 

Mundaði heimagert sverð 

Í skýrslu brotaþola er því lýst að á einum tímapunkti hafi ákærði dregið fram „heimagert sverð og sveiflað því í kringum sig.“ Þá hafi maðurinn einnig kastað af sér þvagi á útihurð hússins. Síðan hafi maðurinn opnað glugga á húsinu og reynt að skríða inn um hann.

Þegar einn heimilismannanna reyndi að ýta ákærða frá glugganum hafi ákærði slegið til hans með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut áverka á andliti. Heimilisfólkið brá því næst á það ráð að sleppa hundi sínum út sem fældi ákærða frá húsinu og út á tún.

Maðurinn hafi síðan ráfað um svæðið en verið kominn aftur að hlaði hússins þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt lýsingu lögreglu var maðurinn „sjáanlega ölvaður, illa áttaður og nokkuð æstur.“ Þegar lögregla reyndi að handsama manninn hafi átök brotist út sem leiddi til þess að tveir lögreglumenn slösuðust lítillega og lýstu því að hafa fundið til eymsla eftir á.

Bar fyrir sig minnisleysi 

Í skýrslu sem ákærði gaf fyrir dómi sagðist hann hafa verið á ættarmóti umrætt kvöld, þar sem hann hafi neytt áfengis og skemmt sér. Næsta sem maðurinn sagðist hafa munað eftir var að hafa vaknað í fangaklefa.

Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist ákærði hvorki muna eftir húsbrotinu né handtökunni. Á þeim grundvelli hafnaði ákærði ásökunum eins þeim var lýst í ákæruskjali málsins. 

Málsvörn verjanda byggði einnig á því að hann taldi taldi ásakanir hjónanna vera ótrúverðugar og að málið hafi verið illa rannsakað af lögreglu, en í vitnaskýrslu lögreglu kom fram að myndefni frá búkmyndavélum lögreglu hafi ekki verið vistað.

Í dóminum var einnig velt vöngum yfir því hvort ákærði hafi raun verið ökumaður bifreiðarinnar. Þegar lögreglu bar að garði umrætt kvöld hafi ákærði sagt lögreglu að vinkona sín hafi ekið sér í bifreiðinni. En hún var hvergi sjáanleg á vettvangi og fram kemur í dómnum að hvorki ákærði né neinn annar hafi getað staðfest þá frásögn.  

Í skýrslutöku gat ákærði ekki sagt til um hversu mikið hann hafi drukkið umrætt kvöld, „þetta hafi gengið sinn eðlilega gang miðað við aðstæður.“ Þá taldi ákærði líklegt að hann hafi farið í óminni vegna þess að hann hafi verið á þunglyndislyfjum á þeim tíma sem hafi ýtt undir minnisleysið. Fyrir dómnum kvaðst ákærði hafa í kjölfarið hætt að drekka. 

Málsvörnin metin ótrúverðug

Dómurinn féllst ekki á varnir ákærða að neinu leyti og taldi ekkert benda til þess annars að ákærði bæri ábyrgð á ölvunarástandi sínu og háttsemi sinni. Þá taldi dómurinn frásögn ákærða um að vinkona hans, sem enginn veit nein deili um, hafi ekið bifreiðinni ótrúverðuga.

Við ákvörðun refsingarinnar ver litið til þess að með tilraunum sínum til þess að ryðja sér leið inn á heimili brotaþola hafi maðurinn brotið 71. grein stjórnarskrárinnar sem lýtur að friðhelgi heimilisins.

Ásamt þriggja ára skilorðsbundinnar refsingar var maðurinn sviptur ökuleyfi sínu gert að greiða bæði sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda síns sem samanlagt nemur um 870.000 krónum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dómsmál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár