Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi fyrir skömmu mann fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum Mynd: Páll Stefánsson

Maður var í síðustu viku sakfelldur fyrir húsbrot, líkamsárás og akstur undir áhrifum áfengis í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn var ákærður af íbúum húsnæðisins fyrir að hafa reynt að brjótast inn í húsið og slegið til annars íbúanna í tilraun sinni til að ryðjast inn um baðherbergisglugga á húsinu. 

Í skýrslu sem hjón, sem búa í húsinu, lögðu fyrir dóm er atvikum lýst þannig að aðfaranótt 17. júlí 2022 hafi heimilisfólk orðið vart við bifreið sem ók hratt að hlaði hússins og stöðvaði þar.

Heimilisfólkið hafi ekki kannast við bílstjórann sem var samkvæmt lýsingu í annarlegu ástandi. Þegar einn heimilismanna hafi farið að bílnum til að gá að líðan mannsins hafi hann rankað við sér og orðið æstur og sýnt af sér ógnandi hegðun.

Hjónin hafi því næst læst sig inni í húsinu þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig staddir. Skömmu eftir það hafi ákærði reynt að komast inn í húsið, tekið í hurðir og barið í glugga. 

Mundaði heimagert sverð 

Í skýrslu brotaþola er því lýst að á einum tímapunkti hafi ákærði dregið fram „heimagert sverð og sveiflað því í kringum sig.“ Þá hafi maðurinn einnig kastað af sér þvagi á útihurð hússins. Síðan hafi maðurinn opnað glugga á húsinu og reynt að skríða inn um hann.

Þegar einn heimilismannanna reyndi að ýta ákærða frá glugganum hafi ákærði slegið til hans með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut áverka á andliti. Heimilisfólkið brá því næst á það ráð að sleppa hundi sínum út sem fældi ákærða frá húsinu og út á tún.

Maðurinn hafi síðan ráfað um svæðið en verið kominn aftur að hlaði hússins þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt lýsingu lögreglu var maðurinn „sjáanlega ölvaður, illa áttaður og nokkuð æstur.“ Þegar lögregla reyndi að handsama manninn hafi átök brotist út sem leiddi til þess að tveir lögreglumenn slösuðust lítillega og lýstu því að hafa fundið til eymsla eftir á.

Bar fyrir sig minnisleysi 

Í skýrslu sem ákærði gaf fyrir dómi sagðist hann hafa verið á ættarmóti umrætt kvöld, þar sem hann hafi neytt áfengis og skemmt sér. Næsta sem maðurinn sagðist hafa munað eftir var að hafa vaknað í fangaklefa.

Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist ákærði hvorki muna eftir húsbrotinu né handtökunni. Á þeim grundvelli hafnaði ákærði ásökunum eins þeim var lýst í ákæruskjali málsins. 

Málsvörn verjanda byggði einnig á því að hann taldi taldi ásakanir hjónanna vera ótrúverðugar og að málið hafi verið illa rannsakað af lögreglu, en í vitnaskýrslu lögreglu kom fram að myndefni frá búkmyndavélum lögreglu hafi ekki verið vistað.

Í dóminum var einnig velt vöngum yfir því hvort ákærði hafi raun verið ökumaður bifreiðarinnar. Þegar lögreglu bar að garði umrætt kvöld hafi ákærði sagt lögreglu að vinkona sín hafi ekið sér í bifreiðinni. En hún var hvergi sjáanleg á vettvangi og fram kemur í dómnum að hvorki ákærði né neinn annar hafi getað staðfest þá frásögn.  

Í skýrslutöku gat ákærði ekki sagt til um hversu mikið hann hafi drukkið umrætt kvöld, „þetta hafi gengið sinn eðlilega gang miðað við aðstæður.“ Þá taldi ákærði líklegt að hann hafi farið í óminni vegna þess að hann hafi verið á þunglyndislyfjum á þeim tíma sem hafi ýtt undir minnisleysið. Fyrir dómnum kvaðst ákærði hafa í kjölfarið hætt að drekka. 

Málsvörnin metin ótrúverðug

Dómurinn féllst ekki á varnir ákærða að neinu leyti og taldi ekkert benda til þess annars að ákærði bæri ábyrgð á ölvunarástandi sínu og háttsemi sinni. Þá taldi dómurinn frásögn ákærða um að vinkona hans, sem enginn veit nein deili um, hafi ekið bifreiðinni ótrúverðuga.

Við ákvörðun refsingarinnar ver litið til þess að með tilraunum sínum til þess að ryðja sér leið inn á heimili brotaþola hafi maðurinn brotið 71. grein stjórnarskrárinnar sem lýtur að friðhelgi heimilisins.

Ásamt þriggja ára skilorðsbundinnar refsingar var maðurinn sviptur ökuleyfi sínu gert að greiða bæði sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda síns sem samanlagt nemur um 870.000 krónum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dómsmál

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár