Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 23 milljarða króna

Al­votech hef­ur sam­þykkt kaup fag­fjár­festa á hluta­bréf­um fyr­ir tæpa 23 millj­arða króna. Um helg­ina fékk fé­lag­ið lang­þráð mark­aðs­leyfi banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins fyr­ir lyf­inu Simlandi, líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við lyf­ið Humira.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 23 milljarða króna
Róbert Wessman er forstjóri og stjórnarformaður Alvotech. Mynd: Mynd: Alvotech

Líftæknifyrirtækið Alvotech gekk í morgun að tilboði fagfjárfesta um sölu á hlutabréfum að andvirði 23 milljarða króna. Þetta segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Seld verða 10,1 milljón hlutabréf í fyrirtækinu á 2.250 krónur á hlut. Viðskiptin verða í gegnum Kauphöllina, Nasdaq Iceland.

Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði um meira en 13% í fyrstu viðskiptum í morgun. Nú, þegar þessi frétt er skrifuð, er gengi hlutabréfa félagsins 2.450 krónur á hlut. 

Langþráð leyfisveiting FDA

Þessar sviptingar í hlutabréfaverði Alvotech eiga sér stað í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við lyfið Humira, í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir markaðssetningu þess fljótlega. 

Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims. Sala þess í Bandaríkjunum nam um 1.680 milljörðum króna. Lyf Alvotech, Simlandi, er fyrsta líftæknilyfjahliðstæða við Humira sem ekki inniheldur sítrat.

Alvotech hefur beðið þess að fá leyfið lengi en fengið ítrekaðar synjanir. Í apríl 2023 tilkynnti bandaríska lyfjaeftirlitið að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir Simlandi. Daginn eftir féll markaðsvirði félagsins gríðarlega. Það náði sér þó á strik og er nú verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár