Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Alvotech fékk loksins markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Humira í Bandaríkjunum

Næst­um ári eft­ir að Al­votech ætl­aði að vera bú­ið að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu við eitt mest selda lyf Banda­ríkj­anna er leyf­ið í höfn. Mark­aðsvirði Al­votech hef­ur rok­ið upp síð­ustu miss­eri þrátt fyr­ir að áform um hagn­að á síð­ari hluta síð­asta árs hafi ekki geng­ið eft­ir. Þess í stað varð gríð­ar­legt tap.

Alvotech fékk loksins markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Humira í Bandaríkjunum
Forstjórinn Róbert Wessman hringir bjöllunni frægu þegar Alvotech færði sig af First North og yfir á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í desember 2023 með miklum lúðrablæstri. Mynd: Nasdaq Iceland

Alvotech tilkynnti í nótt að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefði veitt félaginu leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á Simlandi, sem líftæknilyfjahliðstæðu við Humira. Teva Pharmaceutical Industries Ltd., samstarfsaðili Alvotech í Bandaríkjunum, mun sjá um sölu og markaðssetningu á Simlandi. Um er að ræða fyrsta lyfið sem þróað er í samstarfinu sem hlýtur markaðsleyfi. Félögin gera ráð fyrir því að hefja markaðsetningu fljótlega. 
Í tilkynningu frá Alvotech segir að á síðasta ári hafi Humira verið eitt mest selda lyf heims, og nam sala þess í Bandaríkjunum um 1.680 milljörðum króna, samkvæmt ársskýrslu framleiðanda lyfsins fyrir 2023. 

Simlandi, áður þekkt sem AVT02, er fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira án sítrats og í háum styrk sem FDA hefur veitt markaðsleyfi með útskiptanleika, og leiðir það jafnframt til einkaréttar til markaðssetningar á lyfinu með útskiptanleika við háan styrkleikann.

Líftæknilyfjahliðstæður við Humira í lágum styrk og hliðstæður í háum styrk eru þegar komnar á markað í Bandaríkjunum, en samkvæmt Alvotech eru um 88 prósent af ávísunum á lyfið í háum styrk samkvæmt gögnum sem safnað var af gagnaveitunni Symphony.

Átti að verða hagnaður á seinni hluta 2023

Alvotech hefur beðið eftir leyfinu lengi en ítrekað verið synjað um það.

Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech, boðaði seint á árinu 2022, við Frétta­vakt­ina á Hring­braut, að áætl­­­anir gerði ráð fyrir að hagn­aður yrði af rekstr­i Alvotech eftir mitt ár 2023.

Þau áform hvíldu á því að leyfi fengist til að markaðssetja AVT02, hliðstæðu Humira frá miðju síðasta ári. Róbert sagði í viðtali í janúar 2023 að það væri „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið myndi setja fram frekari athugasemdir sem myndu valda því að ekki væri hægt að hefja markaðssetningu AVT02 í júlí.

Í apríl tilkynnti bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) hins vegar að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir AVT02.

Daginn sem niðurstaða lyfjaeftirlitsins átti að liggja fyrir, þann 13. apríl, var markaðsvirði Alvotech 528 milljarðar króna. það féll gríðarlega i kjölfar synjuninnar en félagið hefur svo náð sér aftur a strik í Kauphöllinni og er nú metið á 637 milljarða króna, sem gerir það að verðmætasta félaginu i íslensku Kauphöllinni.

Gríðarlegt tap en væntingar um mikinn hagnað

Alvotech tapaði 275,2 milljónum Bandaríkjadala, eða um 38 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Inni í þeirri tölu er þó skattalegt tap upp á 9,3 milljarða króna sem félagið færir sem tekjur í ársreikningi sínum. Rekstrartap Alvotech frá byrjun árs 2023 og út septembermánuð sama ár var 342,3 milljón Bandaríkjadala, eða 47,2 milljarðar króna. Rekstrartapið á þriðja ársfjórðungi var gríðarlegt, eða 153,2 milljónir Bandaríkjadala. Það þýðir að Alvotech tapaði 21,1 milljarði króna á þremur mánuðum, eða um 230 milljónum króna á dag frá byrjun júlímánaðar og út september. 

Þessi staða hefur eðlilega haft mikil áhrif á lausafjárstöðu Alvotech. Félagið átti 115,8 milljónir Bandaríkjadala, um 16 milljarða króna á núvirði, í handbært fé í lok mars síðastliðinn auk þess sem það hélt á 25,2 milljónum Bandaríkjadala í bundnu fé. Í lok júní hafði lausafjárstaðan nánast helmingast og stóð í 60,5 milljónum Bandaríkjadala, eða 8,3 milljörðum króna. 

Alvotech þurfti að því að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn í júlí síðastliðnum. Það var gert með útboði á breytanlegum skuldabréfum, en Alvotech seldi slík fyrir um 19,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Kaupendur voru meðal annars svokallaðir hæfir fjárfestar á Íslandi, þar á meðal lífeyrissjóðir. Ísraelska lyfjafyrirtækið TevaPharmaceuticals keypti líka bréf fyrir alls um 5,5 milljarða króna á núvirði.

Þessi fjármögnun kemur til viðbótar við það að íslenskir fjárfestar lögðu félaginu til um 8,5 milljarða króna í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf skömmu fyrir síðustu jól og hópur innlendra fjárfesta keypti svo ný hlutabréf í Alvotech fyrir 19,5 milljarða króna í janúar. Íslenskir lífeyrissjóðir keyptu um þriðjung þeirra bréfa sem seld voru í janúar.

Þrátt fyrir þessa innspýtingu var staðan þannig að í lok september átti Alvotech 68,3 milljónir Bandaríkjadali, um 19,4 milljarða króna í lausu fé, að undanskildum áðurnefndum 25,2 milljónum dala í bundnu fé. 

Langtímaskuldir Alvotech í lok september voru tæplega 913 milljónir Bandaríkjadala, um 126 milljarðar króna. 

Hluthafalisti félagsins hefur ekki verið uppfærður á heimasíðu þess frá lokum árs 2022. Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok þess árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls áttu aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár