Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Vill leyfi til hvalveiða næsta áratuginn

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., vill að tryggð­ur verði „eðli­leg­ur fyr­ir­sjá­an­leiki“ í rekstri og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Það verði m.a. gert með því að veita fyr­ir­tæk­inu leyfi til veiða á lang­reyð­um til næstu 5–10 ára.

Vill leyfi til hvalveiða næsta áratuginn
Aðgerð Hvalveiðar fara þannig fram að sprengiskutli er skotið á dýrin. Töluvert var um það á verktíðinni 2022 að skutlarnir sprungu ekki og þurfti þá að skjóta dýrin aftur. Og jafnvel aftur. Og aftur. Mynd: Hard to port

Hvalur hf. „óskar hér með eftir endurnýjun leyfis til heimildar til veiða á langreyðum“, segir í bréfi sem Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar á Íslandi, sendi matvælaráðuneytinu í lok janúar. Telur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Kristján Loftsson, sem skrifar undir umsóknina, „rétt og eðlilegt“ að leyfið verði til 5 ára en framlengist sjálfkrafa um eitt ár við lok hvers starfsárs, „eða þá hitt að leyfið sé a.m.k. til 10 ára“. Með því yrði tryggður „eðlilegur fyrirsjáanleiki“ í rekstri og starfsemi Hvals. 

Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir umsóknina til meðferðar og að hún verði afgreidd svo fljótt sem unnt er. Ekki sé hins vegar hægt að segja til um hvenær ákvörðun liggi fyrir.

Í leyfisumsókninni vísar fyrirtækið til laga um hvalveiðar frá árinu 1949 og að markmið þessara 75 ára gömlu laga sé „að tryggja verndun, þróun og hámarksnýtingu hvalaauðlindarinnar“. Beri m.a. að taka tillit til hagsmuna „neytenda hvalaafurða“ og hvalveiða sem atvinnugreinar. 

Hvalur fékk fyrst leyfi til veiða árið 1947 og hefur stundað þær með hléum síðan. Vertíð síðasta sumars var þó með þeim hætti að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar áður en hún hófst í kjölfar niðurstöðu fagráðs um að þær samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Engin langreyður var því veidd fyrr en í september. Þá hafði matvælaráðherra kynnt til sögunnar nýja reglugerð sem hafði það markmið að bæta umgjörð veiðanna. Byggði reglugerðin m.a. á niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar, sem sýnt hafði fram á langdregin dauðdaga margra dýra við veiðar sumarið áður. Í hinni nýju reglugerð voru gerðar ítarlegar og hertari kröfur til veiðibúnaðar, veiðiaðferða og eftirlit með veiðunum aukið.

Ekki gætt að meðalhófi

Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis, sem gefið var út í upphafi árs, gætti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ekki að meðalhófi eða hafði til þess nægilega skýra lagastoð þegar hún frestaði upphaf vertíðarinnar síðasta sumar.

„Undirbúningur að komandi vertíð er í fullum gangi og miðar með ágætum“
Kristján Loftsson,
framkvæmdastjóri Hvals hf.

Um þetta er fjallað í umsókn Hvals hf. um endurnýjun leyfis til veiða á langreyðum í ár. Segist fyrirtækið vilja minna á, í ljósi stjórnsýslu matvælaráðherra þegar hagsmunir og réttindi Hvals og starfsfólk þess eru annars vegar, sem og vegna ummæla sem ráðherra hefur látið falla á opinberum vettvangi í kjölfar álits umboðsmanns, að samkvæmt fyrstu málsgrein stjórnarskrárinnar sé öllum frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. „Verður þessu frelsi aðeins settar skorður með lögum“, segir í umsókninni. „Leiðir af þessu að skerðingar á atvinnufrelsi þurfa að styðjast við sett lög Alþingis“.

Svandís sagði í janúar síðastliðnum að hún hygðist fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða. Framkvæmdastjóri Hvals hf. telur að vel geti farið á því að færa regluverk um hvalveiðar til nútímalegs horfs. „Um afgreiðslu erindis Hvals fer þó að sjálfsögðu eftir gildandi lögum.“ Sé þess vænst að afgreiðslu leyfisins verði hraðað enda undirbúningur að komandi vertíð „í fullum gangi og miðar með ágætum“.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kolbrún Karldsdóttir skrifaði
    Í fyrsta lagi, ef það er svona mikið atvinnufrelsi á landinu að fólk geti bara valið sér hvað það gerir, hvers vegna eru strandveiðar þá skertar svona hressilega? Í öðru lagi þá er KL eini maðurinn í öllum heiminum sem hefur haft ríkisstjórnina sína í vasanum og út á frekjugang og fjármagn fengið að veiða stórhveli. KL er eini maðurinn í heiminum sem hefur verið að veiða stórhveli síðustu árin! Japan og Noregur veiða smáhveli (ekki að það sé eitthvað réttlætanlegt) sem er mun einfaldara að skjóta markvisst og kjötið af þeim er ætt. Það góða við þetta stríð hans er að fólk er farið að kynna sér málin betur og skilja um hvað þessi mál snúast.
    3
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Menn eiga að leyfa veiðar á dýrum á meðan það er áhugi og gæta skynsemi.
    -3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Ef nauðsýnlegt er að veiða hvaði þá á að bjóða veiðarnar út. Enginn á að geta tryggt sér einkarétt árum saman þótt við höfum því miður slæmt fordæmi. Skip Hvals eru komin til ára sinna, ættu að vera á safni eða í brotajárni.
    2
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Þá ætti að bjóða allar veiðar út! Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af skipunum.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár