Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ásdís Halla sagði sig frá eineltismáli vegna tengsla við Landsrétt

Ráðu­neyt­is­stjór­inn í há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu ákvað að taka ekki fyr­ir einelt­is­mál sem ver­ið hef­ur til skoð­un­ar vegna þess að eig­in­mað­ur henn­ar starfar með syst­ur fram­kvæmda­stjóra Mennta­sjóðs náms­manna sem mál­ið snýst um. Mál­ið hef­ur ver­ið til skoð­un­ar í ráðu­neyt­inu í meira en ár og snýst um meint einelti gegn starfs­manni Mennta­sjóðs sem lát­ið hef­ur af störf­um.

Ásdís Halla sagði sig frá eineltismáli vegna tengsla við Landsrétt
Sagði sig frá málinu vegna dómaratengsla Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sagði sig frá málinu vegna þess að eiginmaður hennar, Aðalsteinn Jónasson , er dómari í Landsrétti rétt eins og Hervör Þorvaldsdóttir, systir Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ráðherra. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sagði sig frá því að taka fyrir eineltismál í Menntasjóði vegna þess að eiginmaður hennar er dómari við Landsrétt þar sem systir framkvæmdastjóra sjóðsins starfar einnig. Settur ráðuneytisstjóri í eineltismálinu í stað Ásdísar Höllu er Stefán Guðmundsson, sem er ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Þetta kemur fram í svörum frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Karlmaður á fimmtudagsaldri tilkynnti einelti

Líkt og heimildin greindi frá fyrr í febrúar þá er rannsókn háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins á meintu einelti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna, Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur, í garð starfsmanns lokið. Málið er nú komið inn á borð áðurnefnds Stefáns Guðmundssonar  sem mun taka ákvörðun um framhaldið. 

Blaðið greindi frá málinu fyrir tæpu ári og stóð rannsókn ráðuneytisins þá yfir en var stutt á veg komin.  Maðurinn sem um ræðir hefur aldrei stigið fram opinberlega eða verið nafngreindur í fjölmiðlum.

Auk þessa tiltekna máls greindi blaðið frá öðru tilfelli þar sem starfslokasamningur var gerður við starfsmann sem hafði kvartað undan meintu einelti Hrafnhildar Ástu. Þetta mál var hins vegar ekki hluti af rannsókn ráðuneytisins.  

Steig til hliðarÁsdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri steig til hliðar í eineltismálinu í Menntasjóði námsmanna.

 Eignmaðurinn dómari og systirin forseti

Í svari ráðuneytisins kemur fram að Ásdís hafi talið að unnt væri að draga óhlutdrægni hennar í málinu í vafa vegna þess að Aðalsteinn Jónasson eiginmaður hennar er samstarfsmaður Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og systur Hrafnhildar Ástu. Í svarinu kemur fram að í málinu liggi ekki fyrir ótvírætt vanhæfi en að Ásdís Halla hafi samt valið að segja sig frá málinu. 

Orðrétt segir í svarinu: „Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, lýsti sig vanhæfa í málinu sökum þess að eiginmaður hennar er dómari við Landsrétt og forseti réttarins er systir framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna. Vegna þessa taldi Ásdís Halla rétt að lýsa yfir vanhæfi sínu til áskvarðana í máli er varðar kvörtun yfir meintu einelti og áreitni framkvæmdastjórans. Þessi afstaða byggist á tengslum og aðstæðum sem eru til þess fallnar að unnt væri að draga óhlutdrægni í efa. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir ótvírætt vanhæfi í lagalegum skilningi var ákveðið að hæfi í þessu máli skyldi yfir allan vafa hafið.

Heimildin hefur ekki fengið nánari svör um stöðu málsins í ráðuneytinu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á einelti í Menntasjóði

Ráðuneytið hefur lokið rannsókn á eineltismáli í Menntasjóði námsmanna
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Ráðu­neyt­ið hef­ur lok­ið rann­sókn á einelt­is­máli í Mennta­sjóði náms­manna

Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur síð­ast­lið­ið ár haft til rann­sókn­ar meint einelti hjá rík­is­stofn­un­inni Mennta­sjóði náms­manna. Ráðu­neyt­is­stjór­inn hef­ur feng­ið mál­ið inn á sitt borð og mun taka ákvörð­un um næstu skref. Rann­sókn­in bein­ist að fram­kvæmda­stjóra sjóðs­ins, Hrafn­hildi Ástu Þor­valds­dótt­ur, og sam­skipt­um henn­ar við starfs­mann á fimm­tugs­aldri sem svo lét af störf­um.
Mannlegu afleiðingarnar af einni stöðuveitingu ráðherra
SkýringRannsókn á einelti í Menntasjóði

Mann­legu af­leið­ing­arn­ar af einni stöðu­veit­ingu ráð­herra

Mál Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur hjá Mennta­sjóði náms­manna hef­ur haft fjöl­þætt­ar af­leið­ing­ar á síð­ustu 10 ár­um. Áminn­ing sem hún var með vegna sam­skipta­vanda­mála í ráðu­neyti var aft­ur­köll­uð og Ill­ugi Gunn­ars­son skip­aði hana þvert á mat stjórn­ar LÍN. Síð­an þá hafa kom­ið upp tvö einelt­is­mál í Mennta­sjóði náms­manna og ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú stofn­un­ina vegna þessa.
Rannsókn á einelti: Framkvæmdastjórinn var skipuð í tvö auka ár
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sókn á einelti: Fram­kvæmda­stjór­inn var skip­uð í tvö auka ár

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, mun að minnsta kosti sitja 12 ár í starf­inu. Hún var end­ur­skip­uð ár­ið 2018 og svo aft­ur ár­ið 2020 þeg­ar ný lög um Mennta­sjóð náms­manna tóku gildi. Há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið rann­sak­ar nú ásak­an­ir um einelti henn­ar í garð starfs­manns.
Hrafnhildur hafnar niðurstöðu sálfræðinga um einelti
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Hrafn­hild­ur hafn­ar nið­ur­stöðu sál­fræð­inga um einelti

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, hafn­ar því að hún hafi beitt starfs­mann einelti. Sál­fræðifyr­ir­tæki sem rann­sak­aði mál­ið komst að þess­ari nið­ur­stöðu og rann­sak­ar ráðu­neyti há­skóla­mála það nú áfram. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að hún muni ekki tjá sig frek­ar um efn­is­at­riði máls­ins með­an það er í ferli.
Rannsakar stjórnunarhætti Hrafnhildar í Menntasjóði
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sak­ar stjórn­un­ar­hætti Hrafn­hild­ar í Mennta­sjóði

Ásak­an­ir um meint einelti í Mennta­sjóði náms­manna eru nú til rann­sókn­ar. Rann­sókn­in bein­ist að stjórn­ar­hátt­um Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, og hef­ur ráðu­neyt­ið leit­að til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa. Sam­bæri­legt mál kom upp þeg­ar Hrafn­hild­ur Ásta var skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 2013 og hlaut hún fyr­ir áminn­ingu sem var aft­ur­köll­uð skömmu áð­ur en hún var ráð­in fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
4
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
5
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu