Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Forstjóri Rapyd segir stjórnarformann sinn ekki ráðandi hluthafa

For­stjóri Rapyd Europe hf., sem einu sinni hét Valitor, seg­ir fé­lag­ið ekki tengj­ast átök­um á Gaza með nokkr­um hætti. Í svör­um for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi og í aug­lýs­inga­her­ferð Rapyd er tal­að um að fyr­ir­tæk­ið sé í raun ís­lenskt í eðli sínu og lít­ið gert úr tengsl­um þess við Ísra­el. Aug­lýs­ing­ar þess efn­is eru greidd­ar af ísra­elska móð­ur­fé­lag­inu.

Forstjóri Rapyd segir stjórnarformann sinn ekki ráðandi hluthafa
Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi segir að fyrirtækið sé í raun íslenskt í eðli sínu og að of mikið sé gert úr skráðu eignarhaldi ísraelskra stjórnarmanna fyrirtækisins Mynd: Rapyd

Forstjóri Rapyd Europe hf., íslensks dótturfélags hins ísraelska Rapyd, segir misskilningur að móðurfélagið fari með ráðandi hlut í íslenska félaginu. Það gerir forstjórinn í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann segir misskilnings gæta varðandi skráningu raunverulegra eigenda í íslenskri fyrirtækjaskrá.

Þar er Ariel Shtilman skráður eigandi án þess að eignarhlutar hans sé getið en hann er stjórnarformaður íslenska félagsins. Ariel er alla jafna kallaður Arik, og skrifar sem slíkur undir skjöl er tengjast Rapyd Europe hf. Hann er forstjóri Rapyd á heimsvísu og stofnandi fyrirtækisins.

Styr hefur staðið í kringum fjártæknifyrirtækið Rapyd og starfsemi þess hér á landi eftir að Sthilman lýsti yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraela á Gaza.

Tilefni greinaraðar Garðars Stefánssonar, forstjóra Rapyd Europe hf., er kröftug umræða um þessi ummæli Shtilman á samfélagsmiðlum og þrýstingur á að fyrirtæki og neytendur sniðgangi Rapyd og beini viðskiptum sínum til annara færsluhirða. Þessi þrýstingur hefur skilað nokkrum árangri; til að mynda sagði Rauði krossinn á Íslandi upp samningi sínum við Rapyd í síðasta mánuði vegna umræðunnar og stéttarfélagið Efling gerði slíkt hið sama. 

Önnur fyrirtæki hafa þó haldið tryggð við Rapyd. Nú liggur til að mynda nú fyrir að Ríkiskaup hafa endurnýjað þjónustusamning sinn við Rapyd. Í samtali við Heimildina segir Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa að ákveðið hafi verið að nýta heimild til framlengingar. „Tíminn verður nú nýttur á næstu mánuðum til þess að undirbúa nýtt útboð,“ sem mun fara fram í vor.

Þá nefnir Sara að ein af ástæðunum að baki ákvörðuninni hafi verið tæknilegs eðlis. „Það voru tæknilegar ástæður í samstarfi okkar við Fjársýsluna og Advania sem á kerfið,“ segir Sara.

Samningurinn felur í sér að fyrirtækið mun sinna færsluþjónustu fyrir allar A-hluta stofnanir ríkisins. Það eru um 160 stofnanir alls. 

Tekist á um þjóðerni Rapyd á Íslandi

Garðar færir í greinum sínum rök fyrir því að fyrirtækið sé raun ekki ísraelskt, heldur gamalgróið íslenskt fyrirtæki. Hann hafnar gagnrýninni sem fyrirtækið hefur setið undir og segir þær ekki eiga við rök að styðjast.  Bendir hann á að fyrirtækið sé rekið á íslenskri kennitölu sem stofnuð var árið 1983. Þá sé starfsfólk Rapyd, sem er um 180 talsins, allt búsett hér landi.

Sömuleiðis bendir hann á þjónustan sem fyrirtækið býður upp sé afrakstur áratugalangrar þekkingarsköpunar og vöruþróunnar sem hefur átt sér stað hér á landi. Þar á Garðar að öllum líkindum við arfleifð fyrirtækjanna Korta og Valitor sem sameinuðust undir merki alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á árunum 2020 til 2022.

Gagnrýnendur Rapyd hafa bent á að samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru skráðir raunverulegir eigendur Rapyd á Íslandi margumræddur Shtilman,

ásamt öðrum ísraelskum ríkisborgara og einum breskum manni. Móðurfélag Rapyd Europe hf. er líka í ársreikningi sagt ísraelska fyrirtækið Rapyd Financial Network (2016) Ltd.

Þessu hefur Garðar svarað í pistli á Vísi og sagt að eignarhald félagsins sé dreift og alþjóðlegt og að móðurfyrirtækið fari ekki með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi. Þá telur hann gagnrýnendur fyrirtækisins oftúlka eigendaskráninguna sökum vanþekkingar. 

Hins vegar er vert að benda á það að þegar Rapyd Financial Network keypti Valitor, sem síðar var endurnefnt Rapyd, árið 2022 þurfti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að samþykkja að félagið væri hæft til fara með yfir 50 prósent eignarhlut Valitor.

Í fréttatilkynningu sem birtist á vef Seðlabankans segir að fjármálaeftirlitið hafi komist að „þeirri niðurstöðu að Ariel Shtilman, framkvæmdastjóri Rapyd væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan virkan eignarhlut í Valitor hf.“

Auglýsingar kostaðar af móðurfélaginu

Undanfarið hefur Rapyd staðið að auglýsingaherferð sem margir hafa eflaust séð á skiltum við strætóstoppistöðvar og á samfélagsmiðlinum Youtube. Auglýsingarnar bera yfirskriftina „þróað á Íslandi,“ þar sem lögð er rík áhersla á arfleifð fyrirtækjanna sem Rapyd eignaðist milli áranna 2020 og 2022.

Farið er yfir sögu fyrirtækisins sem sögð er teygja sig aftur til ársins 1983. Fyrirtækið byggi því á gömlum íslenskum merg og sé í raun íslenskt í eðli sínu. Glöggir netverjar hafa þó bent á að auglýsingaherferðin sem birt er á Youtube er kostuð af Rapyd Financial Network sem er skráð í Ísrael.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Áhrif heimsmála fást með peningum, það vita ísraelar manna best enda litnir hornauga víða fyrir fjárhagsleg ítök á bak við tjöldin. Í krafti auðs er hægt að útrýma miklu án þess að svara til ábyrgðar fyrir verknaðinn, hversu ógeðfeldur sem hann er.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár