Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Forstjóri Rapyd segir stjórnarformann sinn ekki ráðandi hluthafa

For­stjóri Rapyd Europe hf., sem einu sinni hét Valitor, seg­ir fé­lag­ið ekki tengj­ast átök­um á Gaza með nokkr­um hætti. Í svör­um for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi og í aug­lýs­inga­her­ferð Rapyd er tal­að um að fyr­ir­tæk­ið sé í raun ís­lenskt í eðli sínu og lít­ið gert úr tengsl­um þess við Ísra­el. Aug­lýs­ing­ar þess efn­is eru greidd­ar af ísra­elska móð­ur­fé­lag­inu.

Forstjóri Rapyd segir stjórnarformann sinn ekki ráðandi hluthafa
Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi segir að fyrirtækið sé í raun íslenskt í eðli sínu og að of mikið sé gert úr skráðu eignarhaldi ísraelskra stjórnarmanna fyrirtækisins Mynd: Rapyd

Forstjóri Rapyd Europe hf., íslensks dótturfélags hins ísraelska Rapyd, segir misskilningur að móðurfélagið fari með ráðandi hlut í íslenska félaginu. Það gerir forstjórinn í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann segir misskilnings gæta varðandi skráningu raunverulegra eigenda í íslenskri fyrirtækjaskrá.

Þar er Ariel Shtilman skráður eigandi án þess að eignarhlutar hans sé getið en hann er stjórnarformaður íslenska félagsins. Ariel er alla jafna kallaður Arik, og skrifar sem slíkur undir skjöl er tengjast Rapyd Europe hf. Hann er forstjóri Rapyd á heimsvísu og stofnandi fyrirtækisins.

Styr hefur staðið í kringum fjártæknifyrirtækið Rapyd og starfsemi þess hér á landi eftir að Sthilman lýsti yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraela á Gaza.

Tilefni greinaraðar Garðars Stefánssonar, forstjóra Rapyd Europe hf., er kröftug umræða um þessi ummæli Shtilman á samfélagsmiðlum og þrýstingur á að fyrirtæki og neytendur sniðgangi Rapyd og beini viðskiptum sínum til annara færsluhirða. Þessi þrýstingur hefur skilað nokkrum árangri; til að mynda sagði Rauði krossinn á Íslandi upp samningi sínum við Rapyd í síðasta mánuði vegna umræðunnar og stéttarfélagið Efling gerði slíkt hið sama. 

Önnur fyrirtæki hafa þó haldið tryggð við Rapyd. Nú liggur til að mynda nú fyrir að Ríkiskaup hafa endurnýjað þjónustusamning sinn við Rapyd. Í samtali við Heimildina segir Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa að ákveðið hafi verið að nýta heimild til framlengingar. „Tíminn verður nú nýttur á næstu mánuðum til þess að undirbúa nýtt útboð,“ sem mun fara fram í vor.

Þá nefnir Sara að ein af ástæðunum að baki ákvörðuninni hafi verið tæknilegs eðlis. „Það voru tæknilegar ástæður í samstarfi okkar við Fjársýsluna og Advania sem á kerfið,“ segir Sara.

Samningurinn felur í sér að fyrirtækið mun sinna færsluþjónustu fyrir allar A-hluta stofnanir ríkisins. Það eru um 160 stofnanir alls. 

Tekist á um þjóðerni Rapyd á Íslandi

Garðar færir í greinum sínum rök fyrir því að fyrirtækið sé raun ekki ísraelskt, heldur gamalgróið íslenskt fyrirtæki. Hann hafnar gagnrýninni sem fyrirtækið hefur setið undir og segir þær ekki eiga við rök að styðjast.  Bendir hann á að fyrirtækið sé rekið á íslenskri kennitölu sem stofnuð var árið 1983. Þá sé starfsfólk Rapyd, sem er um 180 talsins, allt búsett hér landi.

Sömuleiðis bendir hann á þjónustan sem fyrirtækið býður upp sé afrakstur áratugalangrar þekkingarsköpunar og vöruþróunnar sem hefur átt sér stað hér á landi. Þar á Garðar að öllum líkindum við arfleifð fyrirtækjanna Korta og Valitor sem sameinuðust undir merki alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á árunum 2020 til 2022.

Gagnrýnendur Rapyd hafa bent á að samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins eru skráðir raunverulegir eigendur Rapyd á Íslandi margumræddur Shtilman,

ásamt öðrum ísraelskum ríkisborgara og einum breskum manni. Móðurfélag Rapyd Europe hf. er líka í ársreikningi sagt ísraelska fyrirtækið Rapyd Financial Network (2016) Ltd.

Þessu hefur Garðar svarað í pistli á Vísi og sagt að eignarhald félagsins sé dreift og alþjóðlegt og að móðurfyrirtækið fari ekki með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi. Þá telur hann gagnrýnendur fyrirtækisins oftúlka eigendaskráninguna sökum vanþekkingar. 

Hins vegar er vert að benda á það að þegar Rapyd Financial Network keypti Valitor, sem síðar var endurnefnt Rapyd, árið 2022 þurfti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að samþykkja að félagið væri hæft til fara með yfir 50 prósent eignarhlut Valitor.

Í fréttatilkynningu sem birtist á vef Seðlabankans segir að fjármálaeftirlitið hafi komist að „þeirri niðurstöðu að Ariel Shtilman, framkvæmdastjóri Rapyd væri hæfur til að fara með yfir 50% óbeinan virkan eignarhlut í Valitor hf.“

Auglýsingar kostaðar af móðurfélaginu

Undanfarið hefur Rapyd staðið að auglýsingaherferð sem margir hafa eflaust séð á skiltum við strætóstoppistöðvar og á samfélagsmiðlinum Youtube. Auglýsingarnar bera yfirskriftina „þróað á Íslandi,“ þar sem lögð er rík áhersla á arfleifð fyrirtækjanna sem Rapyd eignaðist milli áranna 2020 og 2022.

Farið er yfir sögu fyrirtækisins sem sögð er teygja sig aftur til ársins 1983. Fyrirtækið byggi því á gömlum íslenskum merg og sé í raun íslenskt í eðli sínu. Glöggir netverjar hafa þó bent á að auglýsingaherferðin sem birt er á Youtube er kostuð af Rapyd Financial Network sem er skráð í Ísrael.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Áhrif heimsmála fást með peningum, það vita ísraelar manna best enda litnir hornauga víða fyrir fjárhagsleg ítök á bak við tjöldin. Í krafti auðs er hægt að útrýma miklu án þess að svara til ábyrgðar fyrir verknaðinn, hversu ógeðfeldur sem hann er.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Indriði Þorláksson
6
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár