Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín

Mót­mæli gegn inn­flytj­enda­h­atri og stríðs­rekstri skyggðu á glamúr og stjörnufans á Berl­inale-há­tíð­inni. Kvik­mynd­irn­ar sjálf­ar stóðu þó fyr­ir sínu.

Pólitík á hvítum tjöldum og rauðum dreglum í Berlín
Mótmæli á rauða dreglinum Stjörnurnar létu í sér heyra um uppgang öfgaflokksins AfD og kynþáttahatur í kvikmyndabransanum. Mynd: Berlinale

Berlinale-hátíðin var ekki einu sinni byrjuð þegar allt fór í háaloft.

Greint var frá því nokkru áður en fyrstu stjörnurnar gengu rauða dregilinn að fimm stjórnmálamenn úr flokknum Alternativ für Deutschland (AfD) hefðu fengið boð á opnunarhátíðina. Flokkurinn telst til hægri öfgaflokka og byggir stefnu sína á andúð við innflytjendur, múslima og samkynja hjónabönd, auk afneitun á því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Hann mælist nú næststærsti flokkur landins á eftir Kristilegum demókrötum og segist fimmtungur aðspurðra vilja kjósa hann.

Í janúar var opinberað að meðlimir flokksins hefðu í nóvember sótt fund þar sem þekktir hægriöfgamenn komu saman til að skipuleggja brottflutning hælisleitenda, innflytjenda og þeirra þýsku ríkisborgara sem ekki þóttu hafa „aðlagast“. Mótmæli brutust út um allt Þýskaland sem tugir þúsunda sóttu og hafa margir kallað eftir því að flokkurinn verði bannaður. Það kom því illa við fólk að stjórnmálamenn, sem margir hafa líkt við nasista, skyldu sækja Berlinale. …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár