Hin ellefu ára gamla Ameera, sex ára gamla Adeal og fjögurra ára gamla Howayda snertu í fyrsta sinn íslenska grundu á þriðja tímanum í dag. Þær eru komnar hingað með móður sinni Abeer Al Zainy og losnaðar úr umhverfi þar sem hver dagur hefði getað orðið þeirra síðasti. Þær bjuggu á Gazasvæðinu þangað til fyrir nokkrum dögum þegar þær komust þaðan og yfir til Egyptalands. Þaðan ferðuðust þær til Íslands.
Faðir þeirra, Hani Al Zainy, tók á móti dætrum sínum og eiginkonu á Keflavíkurflugvelli. Var hann með einn blómvönd fyrir hverja dóttur og einn fyrir eiginkonu sína.
„Ég er hamingjusamur,“ sagði Hani við Heimildina. „Ég hef ekki hitt fjölskylduna mína í tvö ár.“
Biðin eftir þeim var löng, en Hani er með stöðu flóttamanns hér á landi og fékk samþykkta fjölskyldusameiningu fyrir nokkru síðan.
Stelpurnar voru mjög hamingjusamar að vera komanr til Íslands. Voru þær að sjá snjó í fyrsta skipti og eru spenntar fyrir lífinu á Íslandi.
Athugasemdir