Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Starfsmönnum Matvælastofnunar hótað lífláti

Eft­ir­lits­mönn­um Mat­væla­stofn­un­ar var ógn­að munn­lega og hót­að líf­láti í reglu­bundnu eft­ir­liti hjá mat­væla­fyr­ir­tæki. Mál­ið hef­ur ver­ið kært til lög­regl­unn­ar en al­var­leg at­vik líkt og þessi eru sem bet­ur fer fá­tíð hjá eft­ir­lits­mönn­un­um.

Starfsmönnum Matvælastofnunar hótað lífláti
Atvikið kært til lögreglunnar Í mars 2022 óskaði MAST eftir lögreglu rannsókn á öðru atviki þar sem starfsmaður stofnunarinnar var að sinna eftirliti var hótað. Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta var munnleg lýsing á því að það þyrfti mögulega að aflífa okkar starfsmenn. Þeim var hótað í raun og veru bara lífláti,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í samtali við Heimildina. „Þetta kemur það skyndilega upp að viðkomandi var ekki viðbúinn.“

Hrönn Ólína JörundsdóttirFramkvæmdastjóri Matvælastofnunar

Tveir eftirlitsmenn Matvælastofnunar (MAST) voru saman að taka út matvælafyrirtæki. Var þeim ógnað af starfsmanni fyrirtækisins með þannig orðræðu að MAST taldi mikilvægt að kæra aðilann.

„Þetta líðst ekki. Það er skýrt samkvæmt lögum að allar hótanir gagnvart opinberum starfsmönnum, hvort sem það er með orði eða gerðum, er lögbrot.“ Segir Hrönn markmiðið ekki vera að ásaka ákveðin fyrirtæki heldur sé þetta forvörn fyrir starfsfólk MAST. „Við lítum á þetta sem okkar leið til að verja okkar fólk þegar það er úti á örkinni, oftast eitt, að ef upp koma einhverjar aðstæður þar sem fólkinu okkar er ógnað munnlega, hótun um líkamlegt ofbeldi eða mögulega ráðist á fólkið okkar, þá er það umsvifalaust kært og birt frétt á síðunni okkar. Þetta vonandi gefur þau skilaboð út í samfélagið að við lítum þetta mjög alvarlegum augum. Öryggi okkar fólks er fyrir öllu.“

Hrönn segir þetta sem betur fer ekki gerast mjög oft. „En þetta engu að síður kemur fyrir.“ Verklag MAST er með þeim hætti að ef starfsmaður upplifir að aðstæður séu ótraustar eða ógnandi, þá á hann umsvifalaust að tilkynna eftirlitsþega um slíkt og að eftirliti verði haldið áfram síðar og þá mögulega við annan mann. 

Atvik hafa áður verið tilkynnt til lögreglunnar

Í mars 2022 óskaði MAST eftir lögreglu rannsókn á öðru atviki þar sem starfsmaður stofnunarinnar var að sinna eftirliti var hótað. Kemur fram í frétt sem MAST birti þá að þetta hafi verið þriðja tilkynningin á þremur árum þar sem máli er vísað til lögreglunnar vegna þess að veist var að eftirlitsmanni stofnunarinnar við störf. 

„Við erum að sjá það að þetta er algengara með kvenkyns starfsfólk okkar heldur en karlkyns.“ MAST heldur ekki utan um kynjaskiptan fjölda atvika heldur eingöngu heildarfjölda tilkynntra atvika. Segir Hrönn að einhverra hluta vegna virðist starfsfólki fyrirtækja sem starfsmenn MAST eru að taka út, þykja meira í lagi að leyfa sér meira gagnvart konum en körlum. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár