Laxeldisfyrirtækið Arnarlax tapaði tæplega 800 milljónum króna á síðasta ársfjórðungi 2023, eða 5,2 milljónum evra, vegna laxalúsar sem upp kom í sjókvíum fyrirtækisins á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Salmar As, stærsta hluthafa Arnarlax, fyrir fjórða ársfjórðung 2023. Uppgjörið var kynnt fimmtudaginn 15. febrúar.
Laxalúsafaraldurinn hjá Arnarlaxi og Arctic Fish á Vestfjörðum vakti mikla athygli á seinni hluta síðasta árs eftir að kajakaræðarinn Veiga Grétarsdóttir náði myndum af sárugum og dauðum eldislöxum í sjókvíum síðarnefnda fyrirtækisins í Tálknafirði. Um var að ræða fyrsta slíka faraldurinn hér á landi.
Laxalúsin leiddi til þess að rúmlega 2 milljónir eldislaxa drápust eða var fargað hér á landi í október og nóvember í fyrra samkvæmt Mælaborði fiskeldis hjá MAST. Þetta var um helmingurinn af öllum afföllum hjá íslenskum sjókvíaeldisfyrirtækjum í fyrra en þau námu 4,5 milljón fiskum yfir …
Athugasemdir