Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

HMS segir að það hafi ekki verið hagkvæmara að leigja í þrettán ár

Þeir sem taka óverð­tryggð lán til að kaupa sér íbúð í dag geta vænst þess að greiða meira en 100 þús­und krón­um meira í af­borg­un á mán­uði en ef þeir myndu leigja sam­bæri­lega íbúð. Enn er greiðslu­byrði á verð­tryggð­um lán­um lægri en á leigu­mark­aði en hún hef­ur þó ekki ver­ið hærra hlut­fall af leigu síð­an 2011.

HMS segir að það hafi ekki verið hagkvæmara að leigja í þrettán ár
Leigumarkaður Láglaunafólk er mun líklegra en þau sem eru með hærri tekjur til að vera á leigumarkaði. Mynd: Shutterstock

Það er hagkvæmara að leigja íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu nú um stundir en að kaupa, að minnsta kosti ef viðkomandi ætlar sér að fjármagna kaupin með óverðtryggðu láni. Mánaðarlegar greiðslur af slíkum lánum í dag eru allt að 40 prósent umfram leiguverð á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Ástæðan liggur í mikilli hækkun stýrivaxta sem hefur leitt af sér mikla hækkun vaxta á íbúðalánum. Fyrir tæpum þremur árum voru stýrivextir 0,75 prósent en í dag eru þeir 9,25 prósent. Fyrir vikið hafa vextir á óverðtryggðum lánum, sem voru 3,3 til 4,3 prósent í apríl 2021, hækkað gríðarlega og í dag eru nú um og yfir ellefu prósent hjá stærstu viðskiptabönkunum. Fyrir vikið hefur vaxtakostnaður heimila hækkað gríðarlega. Á fyrstu níu mánuðum síðasta ár greiddu þau samtals 91,5 milljarða króna í vexti af lánum sínum. Árið áður voru vaxtagjöldin 59,6 milljarðar króna á sama tímabili. Þau hækkuðu því um 53,5 prósent á milli ára, eða um 31,9 milljarða króna. Búast má við því að þegar árið 2023 verði gert upp í heild muni sú tala verða um 40 milljörðum krónum hærri en á árinu 2022. 

Borga rúmlega 100 þúsund meira á mánuði

Í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að sá sem tekur 30 ára óverðtryggt lán fyrir 70 prósent af kaupverði gæti þurft að borga 40 prósentum meira í fyrstu mánaðarlegu afborgun af henni en hann þyrfti að borga í leigu af sambærilegri íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar segir að mánaðarleg leiga af 80 fermetra íbúð sé nú um 275 þúsund krónur á mánuði. Greiðslubyrði óverðtryggðs láns fyrir slíka íbúð á svæðinu, að ofangreindum forsendum gefnum, sé hins vegar komin upp í 360 til 390 þúsund krónur á mánuði. „Því er greiðslubyrði óverðtryggðs láns þessa stundina rúmlega 100 þúsund krónum meiri en leiga sambærilegrar íbúðar í hverjum mánuði.“ Það þýðir að greiðslubyrði óverðtryggðra lána á síðustu sex mánuðum hafi verið  130 til 140 prósent af meðalleiguverði á höfuðborgarsvæðinu.

Verðtryggð lán enn með lægri greiðslubyrði

Mikill flótti hefur verið yfir í verðtryggð lán síðustu mánuði og er nú svo komið að meirihluti íbúðareigenda á Íslandi er með slík lán, en hlutfall þeirra hríðféll árin á undan þegar peningar voru afar ódýrir vegna stýrivaxtalækkanna Seðlabanka Íslands, sem ætlaðar voru til að örva hagkerfið á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og í kjölfar hans. Þótt meðalgreiðslubyrði verðtryggðra lána hafi hækkað umtalsvert á síðustu árum þá er hún samt sem áður lægri en meðalleiguverð, eða 70 til 80 prósent af því. Á móti gefa þeir sem taka verðtryggð lán eftir eignamyndun sem á sér stað hjá óverðtryggðum lántökum enda leggjast verðbætur ofan á höfuðstól lána í takti við verðbólgu, sem mælist nú 6,7 prósent. 

Í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir hlutfall greiðslubyrði bæði verðtryggðra og óverðtryggðra lána af meðalleiguverði hafi ekki verið svona hátt í þrettán ár, eða frá upphafi árs 2011. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Tölur HMS um leiguverð eru stjarnfræðilega langt frá því að geta líst gangverðum á almennum markaði. Í fyrisögn segir að afborganir séu allt að 40% hærri en leiguverð. Þarn er ein tegund láns, hjá einum greiðanda, reiknað í gegnum lánareikni bankanna á verstu kjörum og það sett fram sem einhversskonar skýring á hversu lág húsaleiga nú er. Með þessu dæmi er ætlað að setja ný viðmið fyrir leigumarkaðinn og styrkja okrið á leigumarkaði.

    Í frétt frá 7. febrúar síðastliðnum sem fyrrverandi starfsmaður ykkar skrifar segir:
    "Líkt og sjá má á mynd hér að neðan má sjá marktækan mun á verði á fermetra eftir stærð íbúða og er það t.d. yfir 3.500 kr. fyrir tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu en undir 2.500 kr. fyrir fjögurra herbergja íbúð á sama svæði."

    Samkvæmt verðlagseftirliti Leigjendasamtakanna er fermetraverð á 4ja herb. (70-110fm íbúð) á höfuðborgarsvæðinu í kringum 3.800 kr. eða 52% hærri. Skráðar voru rúmlega 300 auglýsingar um húsaleigu í janúar, þær flokkaðar eftir póstnúmeruim og stærðum. Niðurstöður þess sína að leiguverð er að jafnaði 20-30% hærra en þær tölur sem HMS birtir.

    Ásetningur HMS er skýr. "Leigusalar.!..við stöndum með ykkur, þið getið hækkað leigu um 40%... en við munum samt sýna lækkun á vísitölunni því að nú eru engin gögn lengur opinber og við getum framreitt hvað sem er til að styðja okkar framsókn í húsnæðismálum"

    HMS er að nota tölur sem eru í engu samræmi við veruleikann gagngert til að viðhalda því narratívi að fullt tilefni sé fyrir hækkunum á húsaleigu. Fjölmiðlar verða að setja filter á svona skaðlegann og einhliða fréttaflutining frá stofnun sem ítrekað gerist sek um að halda frammi sama sjónarhorninu þó að opinberar tölur vitni til um allt annan og skaðlegan veruleika.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Verðbólgan er fyrst og fremst sök lánastofnana sem dæla peningum út í þjóðfélagið. Það er ósanngjarnt að lántaki beri allan verðbótakostnaðinn, lánveitandinn ætti a.m.k. að taka helming hans á sig.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hvers vegna ættu tjónvaldarnir að fá helming bótanna fyrir tjónið? Ef rétt væri gefið ættu bankar að greiða almenningi verðbætur en ekki innheimta þær.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár