Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

HMS segir að það hafi ekki verið hagkvæmara að leigja í þrettán ár

Þeir sem taka óverð­tryggð lán til að kaupa sér íbúð í dag geta vænst þess að greiða meira en 100 þús­und krón­um meira í af­borg­un á mán­uði en ef þeir myndu leigja sam­bæri­lega íbúð. Enn er greiðslu­byrði á verð­tryggð­um lán­um lægri en á leigu­mark­aði en hún hef­ur þó ekki ver­ið hærra hlut­fall af leigu síð­an 2011.

HMS segir að það hafi ekki verið hagkvæmara að leigja í þrettán ár
Leigumarkaður Láglaunafólk er mun líklegra en þau sem eru með hærri tekjur til að vera á leigumarkaði. Mynd: Shutterstock

Það er hagkvæmara að leigja íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu nú um stundir en að kaupa, að minnsta kosti ef viðkomandi ætlar sér að fjármagna kaupin með óverðtryggðu láni. Mánaðarlegar greiðslur af slíkum lánum í dag eru allt að 40 prósent umfram leiguverð á svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Ástæðan liggur í mikilli hækkun stýrivaxta sem hefur leitt af sér mikla hækkun vaxta á íbúðalánum. Fyrir tæpum þremur árum voru stýrivextir 0,75 prósent en í dag eru þeir 9,25 prósent. Fyrir vikið hafa vextir á óverðtryggðum lánum, sem voru 3,3 til 4,3 prósent í apríl 2021, hækkað gríðarlega og í dag eru nú um og yfir ellefu prósent hjá stærstu viðskiptabönkunum. Fyrir vikið hefur vaxtakostnaður heimila hækkað gríðarlega. Á fyrstu níu mánuðum síðasta ár greiddu þau samtals 91,5 milljarða króna í vexti af lánum sínum. Árið áður voru vaxtagjöldin 59,6 milljarðar króna á sama tímabili. Þau hækkuðu því um 53,5 prósent á milli ára, eða um 31,9 milljarða króna. Búast má við því að þegar árið 2023 verði gert upp í heild muni sú tala verða um 40 milljörðum krónum hærri en á árinu 2022. 

Borga rúmlega 100 þúsund meira á mánuði

Í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að sá sem tekur 30 ára óverðtryggt lán fyrir 70 prósent af kaupverði gæti þurft að borga 40 prósentum meira í fyrstu mánaðarlegu afborgun af henni en hann þyrfti að borga í leigu af sambærilegri íbúð á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar segir að mánaðarleg leiga af 80 fermetra íbúð sé nú um 275 þúsund krónur á mánuði. Greiðslubyrði óverðtryggðs láns fyrir slíka íbúð á svæðinu, að ofangreindum forsendum gefnum, sé hins vegar komin upp í 360 til 390 þúsund krónur á mánuði. „Því er greiðslubyrði óverðtryggðs láns þessa stundina rúmlega 100 þúsund krónum meiri en leiga sambærilegrar íbúðar í hverjum mánuði.“ Það þýðir að greiðslubyrði óverðtryggðra lána á síðustu sex mánuðum hafi verið  130 til 140 prósent af meðalleiguverði á höfuðborgarsvæðinu.

Verðtryggð lán enn með lægri greiðslubyrði

Mikill flótti hefur verið yfir í verðtryggð lán síðustu mánuði og er nú svo komið að meirihluti íbúðareigenda á Íslandi er með slík lán, en hlutfall þeirra hríðféll árin á undan þegar peningar voru afar ódýrir vegna stýrivaxtalækkanna Seðlabanka Íslands, sem ætlaðar voru til að örva hagkerfið á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og í kjölfar hans. Þótt meðalgreiðslubyrði verðtryggðra lána hafi hækkað umtalsvert á síðustu árum þá er hún samt sem áður lægri en meðalleiguverð, eða 70 til 80 prósent af því. Á móti gefa þeir sem taka verðtryggð lán eftir eignamyndun sem á sér stað hjá óverðtryggðum lántökum enda leggjast verðbætur ofan á höfuðstól lána í takti við verðbólgu, sem mælist nú 6,7 prósent. 

Í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir hlutfall greiðslubyrði bæði verðtryggðra og óverðtryggðra lána af meðalleiguverði hafi ekki verið svona hátt í þrettán ár, eða frá upphafi árs 2011. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GHA
    Guðmundur H Arngrímsson skrifaði
    Tölur HMS um leiguverð eru stjarnfræðilega langt frá því að geta líst gangverðum á almennum markaði. Í fyrisögn segir að afborganir séu allt að 40% hærri en leiguverð. Þarn er ein tegund láns, hjá einum greiðanda, reiknað í gegnum lánareikni bankanna á verstu kjörum og það sett fram sem einhversskonar skýring á hversu lág húsaleiga nú er. Með þessu dæmi er ætlað að setja ný viðmið fyrir leigumarkaðinn og styrkja okrið á leigumarkaði.

    Í frétt frá 7. febrúar síðastliðnum sem fyrrverandi starfsmaður ykkar skrifar segir:
    "Líkt og sjá má á mynd hér að neðan má sjá marktækan mun á verði á fermetra eftir stærð íbúða og er það t.d. yfir 3.500 kr. fyrir tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu en undir 2.500 kr. fyrir fjögurra herbergja íbúð á sama svæði."

    Samkvæmt verðlagseftirliti Leigjendasamtakanna er fermetraverð á 4ja herb. (70-110fm íbúð) á höfuðborgarsvæðinu í kringum 3.800 kr. eða 52% hærri. Skráðar voru rúmlega 300 auglýsingar um húsaleigu í janúar, þær flokkaðar eftir póstnúmeruim og stærðum. Niðurstöður þess sína að leiguverð er að jafnaði 20-30% hærra en þær tölur sem HMS birtir.

    Ásetningur HMS er skýr. "Leigusalar.!..við stöndum með ykkur, þið getið hækkað leigu um 40%... en við munum samt sýna lækkun á vísitölunni því að nú eru engin gögn lengur opinber og við getum framreitt hvað sem er til að styðja okkar framsókn í húsnæðismálum"

    HMS er að nota tölur sem eru í engu samræmi við veruleikann gagngert til að viðhalda því narratívi að fullt tilefni sé fyrir hækkunum á húsaleigu. Fjölmiðlar verða að setja filter á svona skaðlegann og einhliða fréttaflutining frá stofnun sem ítrekað gerist sek um að halda frammi sama sjónarhorninu þó að opinberar tölur vitni til um allt annan og skaðlegan veruleika.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Verðbólgan er fyrst og fremst sök lánastofnana sem dæla peningum út í þjóðfélagið. Það er ósanngjarnt að lántaki beri allan verðbótakostnaðinn, lánveitandinn ætti a.m.k. að taka helming hans á sig.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hvers vegna ættu tjónvaldarnir að fá helming bótanna fyrir tjónið? Ef rétt væri gefið ættu bankar að greiða almenningi verðbætur en ekki innheimta þær.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár