Lúðvík Örn Steinarsson, nýráðinn sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Garðabæjar, var ráðinn í starfið á grundvelli „heildstæðs mats“ formanns bæjarráðs, Bjargar Fenger, á því að hann væri hæfasti umsækjandinn af þeim þremur sem eftir stóðu í ráðningarferlinu. Ráðning Lúðvíks Arnar hefur vakið hörð viðbrögð hjá minnihlutanum í Garðabæ vegna djúpra tengsla hans við Sjálfstæðisflokkinn sem hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir í gegnum tíðina. Hann situr meðal annars í skipulagsnefnd í sveitarfélaginu fyrir hönd flokksins.
„Meirihlutinn hefði átt að segja: Hann er alveg ógeðslega tengdur okkur.“
Greint var frá ráðningunni í byrjun mánaðarins. 25 einstaklingar sóttu um starfið og voru þrír umsækjendur sem valið stóð á milli í lokin. Rökstuðningurinn fyrir ráðningu kemur fram í bréfi frá Garðabæ og Björgu Fenger sem dagsett er 8. febrúar.
Ástæðan fyrir því að Björg Fenger …
Athugasemdir