Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Alabama og Reykjavík

April Dobb­ins, rit­höf­und­ur og kvik­mynd­ar­gerð­ar­kona, flutti til Ís­lands ár­ið 2022 til að stunda nám við Há­skóla Ís­lands eft­ir að hafa dreymt um það lengi að flytja hing­að. Hún ólst upp á bónda­býli í am­er­íska suðr­inu, í Ala­bama nán­ar til­tek­ið. Henni finnst Ala­bama og Reykja­vík ekk­ert svo ólík­ir stað­ir ef út í það er far­ið, en þeir eiga það sam­eig­in­legt, að henni finnst, að all­ir þekki alla og því erfitt að upp­lifa ein­hvers kon­ar nafn­leysi, svo fátt eitt sé nefnt.

Alabama og Reykjavík
Apríl Dobbins Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Ég heiti April Dobbins og við erum stödd háskólasvæðinu við Háskóla Íslands þar sem ég er nemandi. Ég er rithöfundur og skrifa mest skáldskap en ég skrifa líka listrýni um kvikmyndir því ég er líka kvikmyndargerðarkona. Ég geri mest af heimildarmyndum en hef líka gert stuttmyndir og myndir í fullri lengd. 

Heimildamyndin sem ég er að vinna að núna er um bóndabýli svartra í Ameríska suðrinu. Ég kem af bændum og ólst upp á bóndabýli. Hluti af aðdráttaraflinu við Ísland var að geta borið saman bændasamfélagið hér og þar. 

Hvernig endaði ég á Íslandi af öllum stöðum? Já ég er sífellt spurð að þessu. Ég kom hérna fyrst árið 2004, bara í heimsókn. Ég hafði lesið mér til um Ísland og langaði að koma og kynnast því sjálf. En það var allt annað landslag hérna 2004. 

Hvernig þá? Fólk elti mig á röndum, fannst það sérstakt að sjá mig, sjá mína líka hér. Mér leið eins og menningarlegu viðundri. Ég kom í mars og það voru fáir túristar á ferli, veturinn var á undanhaldi og ég hitti mikið af fólki, spjallaði við mikið af fólki. Ég skemmti mér svo vel og ákvað að einn daginn myndi ég flytja hingað. Mig langaði alltaf að flytja hingað og læra tungumálið, allavega í eitt ár eða svo, bara til að gera það, en það var á lífs listanum mínum. Á þeim tíma var dóttir mín eins árs svo ég gat ekki flutt en um leið og hún varð átján ára lét ég til skarar skríða. Nú hef ég búið hér síðan í ágúst 2022, svo rúmt ár. 

Ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég verði hérna fyrir fullt og allt. Ég spila þetta bara eftir eyranu. Mér finnst gott að vera hérna, mér líkar fólkið sem ég hef hitt hér. Ég elska að læra íslensku, ég meina, ég er hræðileg í íslensku en þetta er ný áskorun býst ég við. Þetta er áhugavert tungumál, því meira sem ég læri um það því meira skil ég fólkið hér og menninguna. 

Hvað skrifa ég um? Ég skrifa, hvað get ég sagt, myrkt drama, það væri kannski besta lýsingin. Ég skrifa mikið um Ameríska suðrið, ég skrifa sögulegan skáldskap, allskonar í raun. Ég skrifa mikið um konur sem eru á flakki, konur á ferðalagi. Konur sem eru eru ekki hefðbundnar, eða konur sem eru að reyna brjótast út úr skapalóninu sem samfélagið hefur sett á þær. 

Mér finnst alls ekki erfitt að flakka á milli þess að skrifa skáldskap annarsvegar og gera heimildarmyndir hins vegar. Ég flokka þetta bæði undir frásagnarlist. Þegar fólk spyr mig hvað ég geri, hvað ég vinn við, segi ég oftast að ég sé sögumaður. Þannig eru heimildarmyndir og skáldskapur ekki ólík form, ég finn þar að auki frændsemi með tónlistarmönnum og myndlistarmönnum, þetta er allt frásagnarlist. 

Ég var að koma úr Hafnarfirði, ég á íslenskan kærasta sem býr þar, og ég kom þaðan í strætó. Þegar ég steig út úr honum fór ég að hugsa um það að það að alast upp í Alabama væri í raun, hvað get ég sagt, ég sé mikinn skyldleika á Alabama og Reykjavík. Ég ólst upp í litlum bæ þar sem allir þekktu alla, þar sem var ekkert sem hét nafnleysi. Ef þú fórst út úr húsi varstu sífellt undir ásjónu annarra sem klöguðu í foreldra mína um ferðir mína. Það var í raun ekkert einkalíf. Þar eru allir hálf skyldir, ég þurfti alltaf að athuga þegar ég var að deita einhvern, hvort við værum skyld. Hvað er fjölskyldunafnið þitt? Hvað heitir amma þín? Ekki svo óalgengar spurningar úr tilhugalífi mínu. Bara til þess að ganga úr skugga um að við værum ekki skyld! Það kom oftar en einu sinni fyrir að niðurstaðan var skyldleiki. 

En þegar ég steig úr strætisvagninum hér við háskólann hugsaði ég með mér að það að hafa alist upp í Alabama undibjó mig fyrir lífið mitt hér. Ég vissi það auðvitað ekki þá, þegar ég var að alast upp en ég myndi segja að það að alast upp í slíku dreifbýli, stað sem er um margt seinþroska, stað sem er með svona mikla innilokunarkennd, gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það að hafa alist upp á slíkum stað er ein af ástæðunum fyrir því að ég sæki í ævintýri, eins og það að flytja bara til Íslands. Ég barðist lengi gegn því að verða eins og ég var að lýsa Alabama en núna, sem fullorðin manneskja skil ég betur og tek Alabama í sátt en Alabama gerði mig að þessari manneskju í stríði við kerfið. Manneskju sem þorir að dreyma og ganga á eftir því að þeir rætist því mikið af fólkinu sem ég ólst upp með eru föst á sama stað.“ 

 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár