Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna

Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir reynt að gera tals­menn nátt­úr­unn­ar í sveit­ar­stjórn­um tor­tryggi­lega. Hún þekki til margra dæma um hót­an­ir og þögg­un­ar­til­burði í þessu sam­hengi.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna
Náttúruvernd Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar: „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“ Mynd: Golli

„Náttúran á mjög veika rödd í stjórnmálum í dag, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum,” segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Í sveitarstjórnum eru talsmenn náttúrunnar gerðir tortryggilegir. Það eru fengin heilu lögfræðiálitin til að kanna hæfi fólks sem er í stjórn náttúruverndarsamtaka.“

Þar vísar Björg Eva sérstaklega sérstaklega til máls í Múlaþingi þar sem sveitarstjórinn, Björn Ingimarsson, fékk lögfræðing til að vinna álit um framtíðarhæfi sveitarstjórnarfulltrúans Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttir. Ásrún er fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórninni. Sveitarstjóranum þótti hins vegar þörf á álitinu vegna formennsku hennar í Náttúruverndarsamtökum Austurlands. „Þarna er verið að rugla með hvað eru hagsmunir,” segir Björg Eva. „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“

 Að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Múlaþings frá því í desember síðastliðnum var Ásrún ekki upplýst um að verið væri að vinna álit um hæfni hennar. Í bókun Péturs Heimissonar, sem einnig er fulltrúi VG í sveitarstjórninni, kemur ekki fram í lögfræðiálitinu að Ásrún Mjöll sé mögulega vanhæf vegna fjárhagslegs ábata. „Við teljum ámælisvert frá persónuverndarlögum og lýðræðissjónarmiðum að fulltrúar minnihluta lendi ítrekað til skoðunar vegna mögulegs vanhæfis án þeirra vitneskju.“

Í ítarlegu viðtali við Björgu Evu í Heimildinni segir hún svipaða sögu blasa við víðar. Hún þekki til margra dæma um hótanir og þöggunartilburði í þessu samhengi. Sveitarstjórnarmenn sem eiga sæti í stjórnum náttúruverndarsamtaka séu jafnvel sagðir talsmenn öfgahreyfinga. „Þetta er eitt af því sem náttúruverndarhreyfingin þarf að passa upp á. Við þurfum að passa upp á hvert annað. Þegar það er reynt að ráðast gegn fólki sem er að verja náttúruna sem getur ekki varið sig sjálf þá þurfum við passa upp á það fólk. Þessa framkomu verður að stöðva.“ 

Hér getur þú lesið viðtalið við Björgu Evu í heild. Í því fer hún yfir pólitíkina og stöðu náttúruverndar á Íslandi. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Eg hef um all langan tíma haft það á tilfinningunni að fyrirbærið sem kallar sig Orku- og umhverfisráðherra vinni hörðum höndum að því veikja svo Umhverfisráðuneytið að það verði nánast áhrifalaust og bundið á klafa orkuiðnaðarins.

    Þetta virðist ætla að gera með því að sameina Umhverfisráðuneytið öðrum stofnunum sem starfa á öðrum vettvangi er stangast iðulega á við hagsmuni náttúru og umhverfi.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er svakalegt. Þetta er hægri öfgastefnan sem ræður hér ríkjum Björn sveitarstjóri er úr xD mafíunni!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Náttúruvernd

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár