Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna

Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir reynt að gera tals­menn nátt­úr­unn­ar í sveit­ar­stjórn­um tor­tryggi­lega. Hún þekki til margra dæma um hót­an­ir og þögg­un­ar­til­burði í þessu sam­hengi.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna
Náttúruvernd Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar: „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“ Mynd: Golli

„Náttúran á mjög veika rödd í stjórnmálum í dag, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum,” segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Í sveitarstjórnum eru talsmenn náttúrunnar gerðir tortryggilegir. Það eru fengin heilu lögfræðiálitin til að kanna hæfi fólks sem er í stjórn náttúruverndarsamtaka.“

Þar vísar Björg Eva sérstaklega sérstaklega til máls í Múlaþingi þar sem sveitarstjórinn, Björn Ingimarsson, fékk lögfræðing til að vinna álit um framtíðarhæfi sveitarstjórnarfulltrúans Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttir. Ásrún er fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórninni. Sveitarstjóranum þótti hins vegar þörf á álitinu vegna formennsku hennar í Náttúruverndarsamtökum Austurlands. „Þarna er verið að rugla með hvað eru hagsmunir,” segir Björg Eva. „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“

 Að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Múlaþings frá því í desember síðastliðnum var Ásrún ekki upplýst um að verið væri að vinna álit um hæfni hennar. Í bókun Péturs Heimissonar, sem einnig er fulltrúi VG í sveitarstjórninni, kemur ekki fram í lögfræðiálitinu að Ásrún Mjöll sé mögulega vanhæf vegna fjárhagslegs ábata. „Við teljum ámælisvert frá persónuverndarlögum og lýðræðissjónarmiðum að fulltrúar minnihluta lendi ítrekað til skoðunar vegna mögulegs vanhæfis án þeirra vitneskju.“

Í ítarlegu viðtali við Björgu Evu í Heimildinni segir hún svipaða sögu blasa við víðar. Hún þekki til margra dæma um hótanir og þöggunartilburði í þessu samhengi. Sveitarstjórnarmenn sem eiga sæti í stjórnum náttúruverndarsamtaka séu jafnvel sagðir talsmenn öfgahreyfinga. „Þetta er eitt af því sem náttúruverndarhreyfingin þarf að passa upp á. Við þurfum að passa upp á hvert annað. Þegar það er reynt að ráðast gegn fólki sem er að verja náttúruna sem getur ekki varið sig sjálf þá þurfum við passa upp á það fólk. Þessa framkomu verður að stöðva.“ 

Hér getur þú lesið viðtalið við Björgu Evu í heild. Í því fer hún yfir pólitíkina og stöðu náttúruverndar á Íslandi. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Eg hef um all langan tíma haft það á tilfinningunni að fyrirbærið sem kallar sig Orku- og umhverfisráðherra vinni hörðum höndum að því veikja svo Umhverfisráðuneytið að það verði nánast áhrifalaust og bundið á klafa orkuiðnaðarins.

    Þetta virðist ætla að gera með því að sameina Umhverfisráðuneytið öðrum stofnunum sem starfa á öðrum vettvangi er stangast iðulega á við hagsmuni náttúru og umhverfi.
    1
  • Ég hef séð þetta að gerast. Einelti í litlum samfélögum getur komið fram í mörgum myndum og er veruleg hótun.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er svakalegt. Þetta er hægri öfgastefnan sem ræður hér ríkjum Björn sveitarstjóri er úr xD mafíunni!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Náttúruvernd

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár