Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna

Björg Eva Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir reynt að gera tals­menn nátt­úr­unn­ar í sveit­ar­stjórn­um tor­tryggi­lega. Hún þekki til margra dæma um hót­an­ir og þögg­un­ar­til­burði í þessu sam­hengi.

Þekkir til margra dæma um hótanir í garð fulltrúa sem verja náttúruna
Náttúruvernd Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar: „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“ Mynd: Golli

„Náttúran á mjög veika rödd í stjórnmálum í dag, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum,” segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Í sveitarstjórnum eru talsmenn náttúrunnar gerðir tortryggilegir. Það eru fengin heilu lögfræðiálitin til að kanna hæfi fólks sem er í stjórn náttúruverndarsamtaka.“

Þar vísar Björg Eva sérstaklega sérstaklega til máls í Múlaþingi þar sem sveitarstjórinn, Björn Ingimarsson, fékk lögfræðing til að vinna álit um framtíðarhæfi sveitarstjórnarfulltrúans Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttir. Ásrún er fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórninni. Sveitarstjóranum þótti hins vegar þörf á álitinu vegna formennsku hennar í Náttúruverndarsamtökum Austurlands. „Þarna er verið að rugla með hvað eru hagsmunir,” segir Björg Eva. „Náttúruverndarsamtök eru ekki hagsmunasamtök. Þau eru verndarsamtök fyrir náttúruna.“

 Að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Múlaþings frá því í desember síðastliðnum var Ásrún ekki upplýst um að verið væri að vinna álit um hæfni hennar. Í bókun Péturs Heimissonar, sem einnig er fulltrúi VG í sveitarstjórninni, kemur ekki fram í lögfræðiálitinu að Ásrún Mjöll sé mögulega vanhæf vegna fjárhagslegs ábata. „Við teljum ámælisvert frá persónuverndarlögum og lýðræðissjónarmiðum að fulltrúar minnihluta lendi ítrekað til skoðunar vegna mögulegs vanhæfis án þeirra vitneskju.“

Í ítarlegu viðtali við Björgu Evu í Heimildinni segir hún svipaða sögu blasa við víðar. Hún þekki til margra dæma um hótanir og þöggunartilburði í þessu samhengi. Sveitarstjórnarmenn sem eiga sæti í stjórnum náttúruverndarsamtaka séu jafnvel sagðir talsmenn öfgahreyfinga. „Þetta er eitt af því sem náttúruverndarhreyfingin þarf að passa upp á. Við þurfum að passa upp á hvert annað. Þegar það er reynt að ráðast gegn fólki sem er að verja náttúruna sem getur ekki varið sig sjálf þá þurfum við passa upp á það fólk. Þessa framkomu verður að stöðva.“ 

Hér getur þú lesið viðtalið við Björgu Evu í heild. Í því fer hún yfir pólitíkina og stöðu náttúruverndar á Íslandi. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Eg hef um all langan tíma haft það á tilfinningunni að fyrirbærið sem kallar sig Orku- og umhverfisráðherra vinni hörðum höndum að því veikja svo Umhverfisráðuneytið að það verði nánast áhrifalaust og bundið á klafa orkuiðnaðarins.

    Þetta virðist ætla að gera með því að sameina Umhverfisráðuneytið öðrum stofnunum sem starfa á öðrum vettvangi er stangast iðulega á við hagsmuni náttúru og umhverfi.
    1
  • Ég hef séð þetta að gerast. Einelti í litlum samfélögum getur komið fram í mörgum myndum og er veruleg hótun.
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er svakalegt. Þetta er hægri öfgastefnan sem ræður hér ríkjum Björn sveitarstjóri er úr xD mafíunni!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Náttúruvernd

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu