Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Telur ríkisstjórnarsamstarfið skaðlegt náttúruverndinni

Hags­mun­ir stór­fyr­ir­tækja eru ráð­andi í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu að mati Bjarg­ar Evu Er­lends­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra VG og nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Land­vernd­ar. Fyr­ir­tæki hafi ver­ið gerð ábyrg fyr­ir nátt­úru­vernd sem sé „hrein­lega stór­hættu­legt“.

Telur ríkisstjórnarsamstarfið skaðlegt náttúruverndinni
Samstarfið „Ríkisstjórnin hin fyrri var ekki skaðleg fyrir náttúruverndina þótt að hálendisþjóðgarðurinn, sem þá var á dagskrá, yrði ekki að veruleika,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Mynd: Golli

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og áður framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG) segir núverandi ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa verið skaðlegt fyrir náttúruvernd í landinu. Um þetta og fleira sem tengist stjórnmálum og náttúruvernd ræddi hún í ítarlegu viðtali við Heimildina sem birt var fyrir helgi.

„Ríkisstjórnin hin fyrri var ekki skaðleg fyrir náttúruverndina þótt að hálendisþjóðgarðurinn, sem þá var á dagskrá, yrði ekki að veruleika,“ sagði hún í viðtalinu. „En í tíð hennar sást að verið var að vinna í umhverfismálum, það var verið að reyna að efla umhverfisvernd á ýmsan hátt. Þannig að það tímabil var ekki afleitt, þótt ekki gengi nú nærri allt upp. En þannig er það nú.“

En seinna kjörtímatímabilið, það sem nú stendur yfir, sé allt öðruvísi. „Eftir að auðlinda-, orku- og umhverfisráðuneyti var slegið saman, þykir mörgum að umhverfisráðuneytið hafi beinlínis horfið. En líka vegna þess að nú snýst þetta miklu meira um að þeir sem gerðir hafa verið ábyrgir fyrir allri sjálfbærninni og náttúruverndinni eru fyrirtæki.“

Hún segist ekki trúa á það fyrirkomulag. Fyrirtækjum þurfi að veita aðhald „frekar en að færa þeim einhverja sjóði svo að þau geti sjálf skilgreint sig sjálfbær með grænar lausnir“. 

Þetta sé „hreinlega stórhættulegt og komið á vondan stað,“ sagði hún og bætti við: „Og það er ekki aðeins gagnrýni á Guðlaug Þór [Þórðarson]. Það er gagnrýni á allt heila batteríið. Alla ríkisstjórnina. Í rauninni allt alþingi líka. Því þótt að það heyrist í einum og einum þingmanni þá er það ekki nóg.“

Vilja umhverfisráðherra

Á annað hundrað fulltrúar náttúruverndarhreyfingarinnar komu saman til fundar í Reykjavík á laugardag. Á þeim fundi var samþykkt ályktun um að náttúruverndarsamtök sem starfa á Íslandi, vilja að náttúran fái sterkara umboð í samfélaginu. „Nauðsynlegt er að stofna embætti umboðsmanns náttúrunnar. Samtökin telja að sami ráðherra eigi ekki að fara með umhverfis og orkumál heldur eigi að hafa öflugan ráðherra sem hafi umhverfisvernd að leiðarljósi í öllu sínu starfi,“ segir í ályktuninni.

Upplýsingaóreiða í boði stjórnvalda

Björg Eva segir að stjórnvöld tali eins og hægt sé að bæta úr slæmri stöðu í loftslagsmálum með mjög miklum framkvæmdum. Ótal dæmi um slíkar framkvæmdir séu uppi og varla nokkur með yfirsýn yfir þær allar. Þetta sjái náttúruverndarfólk og vilji að úr því verði bætt. 

„Þingmenn eru náttúrlega sjálfir að drepa hlutum á dreif,“ svaraði hún spurð hvort að kjörnir fulltrúar væru ef til vill fórnarlömb hinnar margumtöluðu upplýsingaóreiðu í þessum efnum, rétt eins og þorri  almennings. „Það er ekki aðeins það að þeir sjái ekki í gegnum upplýsingaóreiðuna, þeir búa hana til.“

Þú talar um að þessi upplýsingaóreiða sé í boði stjórnvalda, er hún vilja verk eða ómeðvituð?

 „Ég held að það sé blanda af báðu. Þegar ásóknin í náttúruauðlindir er orðin eins og hún er núna þá held ég að það sé ekki auðvelt fyrir þessa 63 einstaklinga á alþingi að fá almennilega yfirsýn. En svo held ég líka að stundum spili stjórnvöld með og séu í liði með þessum fyrirtækjum. Það er pínulítið ískyggilegt hversu margir stjórnmálamenn fara beint í hagsmunabaráttu fyrir fyrirtæki þegar þeir hætta á þingi.“ 

Finnst þér það vísbending um að tengsl stjórnmálanna og fyrirtækjanna séu mikil?

„Já, það finnst mér. Við vitum um hagsmuni tiltekinna stjórnmálaflokka og manna inn í stórfyrirtæki í landinu, fyrirtæki sem velta miklu.“

Hvað ertu að tala um þar?

„Við getum nefnt fyrirtæki nátengt stjórnmálamönnum, kvótaeigendur, sem haslar sér völl í atvinnugreinum óskyldum sjávarútvegi, eins og ferðaþjónustu. Við getum nefnt Kynnisferðir. Svo veit ég ekki betur en fyrrverandi stjórnmálamenn séu komnir í það hlutverk að tala fyrir laxeldið og vindorkuna. Við höfum líka séð þetta í virkjanamálum. Dæmi um sveitarstjóra sem fóru beint í vinnu hjá álfyrirtækjum þegar þeir voru búnir að greiða götu þeirra.“

Rétta leiðin

Þú hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Vinstri grænna og verið meðal innstu koppa í búri á þeim bæ. Hvernig hefur þetta ferðalag inn í Landvernd verið, samtaka sem hafa m.a. það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald? Var ekki flókið að fara þarna á milli? 

„Mér fannst það fínt. Og ég vissi að þetta væri rétta leiðin fyrir mig. Á sínum tíma fór ég inn í VG, ekki síst af því að hann var grænn flokkur. Svo finnst mér að græn pólitík þurfi að vera pólitík jöfnuðar. Þannig að persónulega sé ég ekki að hægri stefna sem trúir á markaðinn geti verið raunhæfur möguleiki.“

Hvernig hugnaðist þér þá þetta ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar það var ákveðið?

„Ég sá alveg hætturnar í því. En svo var þetta svo sérstakur tími. Með covid og öllu því. Þannig að samstarfið gekk nú betur en ég hafði búist við. Þá er ég að tala um fyrra kjörtímabilið. En svo hefur nú leiðin ekki legið upp á við eins og allir sjá.“

Hefur þetta samstarf og það sem út úr því hefur komið verið vonbrigði fyrir þig sem hefur lengi tengst náttúruvernd, málefni sem VG hefur allt frá stofnun sett á oddinn?

„Mig hefur alltaf langað til að vera á þeim stað að geta unnið í þessum grænu málum. Að vera framkvæmdastjóri flokks snýst að mörgu leyti um að reka skrifstofu og tala við fólk. Það er margt gott grænt fólk í VG en það hefur mismikil áhrif á ríkisstjórnina. Ég hef aldrei, á öllum þessum árum, litið á mig sem hluta af ríkisstjórnarliðinu. Ég horfði til grasrótar flokksins. Á stefnu flokksins og framtíðarsýn. En öll aðlögun að ríkisstjórnarstefnunni - ég lét hana nú bara framhjá mér fara.“

Skrifaði reiðilega umsögn

Björg Eva hefur persónulega verið á móti byggingu Hvammsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár og rekur í viðtalinu við Heimildina ástæður þess. Spurð hvernig tilfinning það hafi þá verið er margir þingmenn Vinstri grænna samþykktu þann virkjunarkost í nýtingarflokk rammaáætlunar vorið 2022 segir hún hana ekki hafa verið skemmtilega. „Og ég sagði mínum félögum það. Ég skrifaði  umsögn, mjög reiðilega, sem var vitnað til úr ræðustól Alþingis. Og mér var bent á að ég hefði getað sofið á.“

„Landvernd er blessunarlega ekki í ríkisstjórnarsamstarfi, þar sem hagsmunir stórfyrirtækja eru ráðandi.“

Hún hvetur sína gömlu félaga í VG og aðra stjórnmálamenn til að taka virkari þátt í náttúruverndarhreyfingunni. Píratar hafi verið einna mest áberandi í Landvernd upp á síðkastið, nokkrir úr Samfylkingunni og fáeinir úr VG. „En að mínu viti ættu miklu fleiri úr stjórnmálunum að taka virkan þátt í Landvernd. Og tala máli náttúruverndar. Að taka undir með náttúruverndinni. Það eiga allir grænir flokkar að gera og grænt stjórnmálafólk. Það þarf að standa við hliðina á okkur.“ 

Finnst þér þau ekki hafa gert það?

„Nei, mér finnst það ekki. Mér finnst græn pólitík ekki vera áberandi inni á Alþingi. Það er einn og einn stjórnmálamaður sem talar fyrir vernd náttúrunnar. Matvælaráðherra hefur stigið þó fram með nýjar umhverfisáherslur en mætt mikilli andstöðu samstarfsflokka. 

Þingmenn Vinstri grænna telja sig væntanlega í þeirri aðstöðu að þurfa að fara varlega áður en þeir tjá sig um eitthvað sem þeirra ríkisstjórn er að hrinda í framkvæmd.“

Spurð um ástæður þess að hún ákvað að söðla um í haust og setjast í stól framkvæmdastjóra Landverndar segist hún vona að hún geti gert náttúrunni meira gagn hjá Landvernd. „Ég var ekki þátttakandi í ríkisstjórnar pólitíkinni sem framkvæmdastjóri flokksins en nú get ég auðveldar látið í mér heyra. Gert það sem Landvernd og önnur náttúruverndarsamtök vilja. Landvernd er blessunarlega ekki í ríkisstjórnarsamstarfi, þar sem hagsmunir stórfyrirtækja eru ráðandi.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Náttúruverndin á enga rödd í stjórnmálum lengur“
Viðtal

„Nátt­úru­vernd­in á enga rödd í stjórn­mál­um leng­ur“

Græn póli­tík er ekki áber­andi á Al­þingi, að mati Bjarg­ar Evu Er­lends­dótt­ur, sem flutti sig úr stóli fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna til Land­vernd­ar í haust. Í nýja starf­inu tel­ur hún sig geta gert nátt­úru­vernd meira gagn. „Land­vernd er bless­un­ar­lega ekki í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þar sem hags­mun­ir stór­fyr­ir­tækja eru ráð­andi.“

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Náttúruvernd

Alltof mikið rask „fyrir hagsmuni mjög fárra“
FréttirNáttúruvernd

Alltof mik­ið rask „fyr­ir hags­muni mjög fárra“

Stuðn­ings­menn virkj­un­ar­áforma í Skjálf­andafljóti lyftu brún­um er vinnslu­til­laga að­al­skipu­lags Þing­eyj­ar­sveit­ar var aug­lýst ný­ver­ið. Þar var ekki að finna stakt orð um Ein­búa­virkj­un, smá­virkj­un svo­kall­aða sem land­eig­end­ur í Bárð­ar­dal áforma. Aðr­ir íbú­ar fagna hins veg­ar og segja fljót­ið mikla, sem fæð­ir bæði Ald­eyj­ar­foss og Goða­foss, dýr­mæt­ara í frjálsu falli.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu