Varaþingmaður VG segir að mál dvalarleyfishafanna strandi á Bjarna

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, sitj­andi vara­þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir þing­flokk sinn sam­stíga í að vilja sækja dval­ar­leyf­is­haf­ana sem fast­ir eru á Gaza. Það sé þó ekki hlut­verk for­sæt­is­ráð­herra að stíga inn á valdsvið annarra ráð­herra. Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir að mál­ið snú­ist um sið­ferð­is­lega skyldu – ekki bara laga­lega ábyrgð.

Brynhildur Björnsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir að klár vilji sé hjá VG að sækja dvalarleyfishafana sem fastir eru á Gaza. Spurð hvort að aðgerðirnar strandi á Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra sagðist Brynhildur ekki sjá betur en að svo væri.

Auk hennar voru Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, viðmælendur Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu. 

 „Hverjum dettur í hug að vinstrisnnaður félagshyggjuflokkur vilji ekki bjarga mannslífum?“

Brynhildur segir að Vinstri græn séu samstíga í afstöðu sinni að vilja sækja dvalarleyfishafana á Gaza. „Hverjum dettur í hug að vinstrisnnaður félagshyggjuflokkur vilji ekki bjarga mannslífum?“ spurði hún.

Það væri þó ekki hlutverk forsætisráðherra að fara inn á valdsvið annarra ráðuneyta. „Ég held að við viljum ekki hafa forsætisráðherra sem getur af geðþótta, eða það sem hann metur vera mikilvæga hluti, gengið inn og farið yfir valdsvið ráðherra.“ Enn fremur væri það ekki gott fyrir dvalarleyfishafana …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KH
    Kristinn Halldórsson skrifaði
    Forsætisráðherra, hum, gildishlaðið orð, virðingarmikið embætti, hæðstu launin af ráðherrum.
    Veruleikafyrring VG liða er orðin meira og meira áberandi.
    "Það sé þó ekki hlut­verk for­sæt­is­ráð­herra að stíga inn á valdsvið annarra ráð­herra."
    Hvert er hlutverk forsætisráðherra í augum VG liða, kannski bara upplýsingafulltrúi annara ráðherra. Núna er greinilega mjög rólegt hjá forsætisráðherranum því ráðherrann gat sippohojað ráðuneiti Svandísar inn á sig.
    Kannski þingflokksformaður VG gæti skrifað greiningu, hér inni á Heimildinni, um með hvaða gleraugum hann sér valdsvið forsætisráðherra fyrir sér.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár