Brynhildur Björnsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir að klár vilji sé hjá VG að sækja dvalarleyfishafana sem fastir eru á Gaza. Spurð hvort að aðgerðirnar strandi á Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra sagðist Brynhildur ekki sjá betur en að svo væri.
Auk hennar voru Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, viðmælendur Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.
„Hverjum dettur í hug að vinstrisnnaður félagshyggjuflokkur vilji ekki bjarga mannslífum?“
Brynhildur segir að Vinstri græn séu samstíga í afstöðu sinni að vilja sækja dvalarleyfishafana á Gaza. „Hverjum dettur í hug að vinstrisnnaður félagshyggjuflokkur vilji ekki bjarga mannslífum?“ spurði hún.
Það væri þó ekki hlutverk forsætisráðherra að fara inn á valdsvið annarra ráðuneyta. „Ég held að við viljum ekki hafa forsætisráðherra sem getur af geðþótta, eða það sem hann metur vera mikilvæga hluti, gengið inn og farið yfir valdsvið ráðherra.“ Enn fremur væri það ekki gott fyrir dvalarleyfishafana …
Veruleikafyrring VG liða er orðin meira og meira áberandi.
"Það sé þó ekki hlutverk forsætisráðherra að stíga inn á valdsvið annarra ráðherra."
Hvert er hlutverk forsætisráðherra í augum VG liða, kannski bara upplýsingafulltrúi annara ráðherra. Núna er greinilega mjög rólegt hjá forsætisráðherranum því ráðherrann gat sippohojað ráðuneiti Svandísar inn á sig.
Kannski þingflokksformaður VG gæti skrifað greiningu, hér inni á Heimildinni, um með hvaða gleraugum hann sér valdsvið forsætisráðherra fyrir sér.