Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Stjórnvöld voru vöruð við

Minn­is­blöð sem Heim­ild­in hef­ur feng­ið af­hent sýna að mögu­legt hita­vatns­leysi á Suð­ur­nesj­um hef­ur ver­ið mik­ið áhyggju­efni mán­uð­um sam­an og að stjórn­völd voru hvött til að hefja und­ir­bún­ings­vinnu til að tak­ast á við verstu sviðs­mynd­ir. Við­brögð­in hafa ver­ið af skorn­um skammti og í gær hit­uðu tug þús­und­ir íbúa á Suð­ur­nesj­um upp hús sín með stök­um raf­magn­sofn­um eða hita­blás­ur­um.

Svartsengi er lífæð Suðurnesja þegar kemur að heitavatnsframleiðslu. Þaðan hafa 30 þúsund íbúar á Reykjanesi, að íbúum Grindavíkur meðtöldum, heita vatnið sitt.

Í marga mánuði, allt frá því að Grindavík var rýmd 10. nóvember í fyrra, hefur verið varað við því af Orkustofnun, HS Orku og HS Veitum að sú staða gæti raungerst að þessir íbúar gætu orðið heitavatnslausir. Það gerðist í gær, þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Þegar það gerðist blasti við að ekkert heitt vatn yrði til staðar í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum eftir nokkra klukkutíma, þegar vatnsbirgðir í miðlunartönkum myndu klárast.

Klukkan 12.44 í gær sendu Almannavarnir út smáskilaboð á íbúa á þessu svæði þar sem þær biðluðu til íbúa að spara bæði heitt vatn og rafmagn. „Mikilvægt er að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa …

Kjósa
69
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Eg var að hlusta a siðdegis Utvarp Ruv 8 jan um kl 1700, þar kom i heimsokn maður ur Grindavik hann sat i Bæjarstjorn Grindavikur fra 2018 til 2022, Hann sagði að þetta hefði legið fyrir þa og menn vissu að það Versta gat gertst. Nu hefur það gerst. Engin Varalögn hefur verið Plönuð og ekki neitt spað i slikt. Þessi maður talaði Skyrt og let sina meiningu i ljos. Einkavæðingin er Skaðvaldurinn Hluthöfum HS Orku og Veitum hefur verið Greiddur ut Arður trekk i trekk, Ekki pælt i Neytendum eða Forvörnum
    Einkavæðingin er MEINSEMDIN, Bæjarfelög sem seldu sinn hlut Pissuðu i Skoinn sinn
    Rikið atti að koma inn og stoppa Einkavæðingu og Halda meirihluta RIKISINS.
    Nu hefur það versta skeð. Suðurnesja Buar sitja með kaldan Rass. Hlusta ma a Viðtal við þennan Skyra fyrrum Bæjarstjornarmann i Grindavik 2018 til 2022. ÞAÐ Ma heyra a Spilara RUV. Þar kom skyrt fram að EINKAVÆÐING a INNVIÐUM Þjoðarinar er GLAPRÆPUR sama er með BANKA.
    Svara
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár