Skömmu eftir að gos hófst í morgun fóru viðbragðsaðilar að undirbúa vinnu við að loka skörðum í varnargörðunum við Svartsengi ef ske kynni að hraunið myndi flæða í átt að þeim. Stefnt var að því að geta lokað fyrir götin hratt og miklum jarðvegi var komið fyrir skammt frá opunum þar sem Grindarvíkurvegur og Norðurljósavegur liggja að orkuverinu í Svartsengi og Bláa lóninu.
Skömmu eftir hádegi hóf hraunið að flæða yfir Grindavíkurveg og virtist stefna í átt að varnargarðsopinu við Norðurljósavega. Þá lá enn meira á að loka skarðinu þar.
Ljósmyndari Heimildarinnar sem var á vettvangi náði áhugaverðu myndefni af vinnuvélunum að störfum við að byggja við varnargarðinn. Í myndbandinu má sjá verktakana á mikilli hraðferð við að færa jarðveg yfir Norðurljósaveginn á meðan hraunið flæðir nokkrum tugum metra frá þeim.
Athugasemdir