Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, ræddi um áhrifin af útvistun liðskiptaaðgerða á starfsemi spítalans á fundi stjórnar hans nú í nóvember. Í fyrstu skipti voru liðskiptaaðgerðir boðnar út til einkafyrirtækja í mars í fyrra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Runólfur sagði að erfitt gæti verið fyrir bæklunarlækna sem starfa á spítalanum að horfa upp á það að fyrirtæki eins og Klíníkin, sem var annað af fyrirtækjunum sem fékk útvistað til sín liðskiptaaðgerðum, taki einfaldari læknisfræðileg tilfelli til sín en að erfiðari tilfellin séu áfram framkvæmd á sjúkrahúsinu.
Um þetta sagði Runólfur samkvæmt fundargerð stjórnar Landspítalans: „Erfitt sé fyrir lækna sem starfa á spítalanum að sætta sig við þá stöðu sem uppi er þar sem sjálfstætt starfandi rekstraraðilar velji inn einfaldari tilvik en á spítalanum séu flóknu aðgerðirnar framkvæmdar en einnig tekið við öllum þeim vanköntum sem upp koma vegna aðgerða utan spítalans vegna …
Athugasemdir (1)