Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Erfitt sé fyrir lækna sem starfa á spítalanum að sætta sig við þá stöðu sem uppi er“

Run­ólf­ur Páls­son, for­stjóri Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húss, ræddi þá stöðu sem kom­in er upp á spít­al­an­um vegna auk­inn­ar einka­væð­ing­ar í heil­brigðis­kerf­inu á fundi stjórn­ar hans. Auk­in einka­væð­ing get­ur bú­ið til hvata fyr­ir lækna að vera í hluta­starfi á Land­spít­al­an­um en stjórn­end­ur hans hafa um ára­bil reynt að snúa þeirri þró­un við.

„Erfitt sé fyrir lækna sem starfa á spítalanum að sætta sig við þá stöðu sem uppi er“
Klofin staða Runólfur Pálsson teiknaði upp stöðuna sme komin er upp í kjölfar útvistunar liðskiptaaðgera til einkaaðila í fyrra.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, ræddi um áhrifin af útvistun liðskiptaaðgerða á starfsemi spítalans á fundi stjórnar hans nú í nóvember. Í fyrstu skipti voru liðskiptaaðgerðir boðnar út til einkafyrirtækja í mars í fyrra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Runólfur sagði að erfitt gæti verið fyrir bæklunarlækna sem starfa á spítalanum að horfa upp á það að fyrirtæki eins og Klíníkin, sem var annað af fyrirtækjunum sem fékk útvistað til sín liðskiptaaðgerðum, taki einfaldari læknisfræðileg tilfelli til sín en að erfiðari tilfellin séu áfram framkvæmd á sjúkrahúsinu. 

Um þetta sagði Runólfur samkvæmt fundargerð stjórnar Landspítalans: „Erfitt sé fyrir lækna sem starfa á spítalanum að sætta sig við þá stöðu sem uppi er þar sem sjálfstætt starfandi rekstraraðilar velji inn einfaldari tilvik en á spítalanum séu flóknu aðgerðirnar framkvæmdar en einnig tekið við öllum þeim vanköntum sem upp koma vegna aðgerða utan spítalans vegna …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Ef ég hefði ekki áhyggjur af því að vera kærð myndi ég segja að Klíníkin væri glæpafyrirtæki. Það sem er þó enn siðspilltara og afdrifaríkara athæfi er grænt ljós stjórnvalda á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Það er glæpur gegn þjóðinni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár