„Eigum við ekki að segja að þetta hafi komið fallega á óvart,“ segir Árni Árnason, húsasmíðameistari úr Grindavík, um það hve vel hefur gengið að safna fé í sjóð fyrir börn Lúðvíks Péturssonar heitins.
Árni býr nú í Hveragerði ásamt konu sinni og tveimur köttum. Börnin uppkomin eru farin að heiman. Hann segir hugmyndina hafa kviknað við eldhúsborðið hjá þeim hjónum út frá umræðum um öryggismál í tengslum við atburðinn þegar Lúðvík féll í sprunguna.
„Ég var að taka dæmi af því að þegar ég vann um tíma hjá Statoil í Noregi var það sem dæmi ófrávíkjanleg regla að maður fór ekki hærra en í þriðju tröppu í stiga, án þess að vera í öryggislínu og eins var aldrei tekinn upp slípirokkur án þess að við værum tveir menn með slökkvitæki. En allavega kviknaði út frá þessu hugmynd um …
Athugasemdir (1)