Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Pabbi var heróínfíkill og dó“

Ana Aguilera starfar í Icewe­ar Wool­hou­se í Aust­ur­stræti og seg­ist ekki sætta sig við hvað ungt fólk fær fá tæki­færi á Spáni.

„Pabbi var heróínfíkill og dó“
Mjög hamingjusöm Ana Aguilera starfar í Icewear Woolhouse í Austurstræti. Mynd: Ana Aguilera

„Ég kom til Íslands fyrir átta árum, flutti þá hingað til lands. Ég er frá Suður-Spáni, Sevilla.

Lífið var ekki auðvelt á Spáni, þar eru ekki tækifæri fyrir ungt fólk. Sama hvar þú lærir eða við hvað þú vinnur, ungt fólk fær ekki möguleika, það á að vinna frítt eða fá nemendasamninga. En fólki líkar það ekki.

Svo ég ákvað að yfirgefa Spán.

Ég var með tengilið, systur vinar míns. Hún sagði að það væri gott að vera hér. Svo mörg tækifæri á Íslandi í vinnu en lífið er miklu auðveldara hér. Og það er rétt. Þess vegna dvaldi ég hérna áfram. Ég er mjög hamingjusöm á Íslandi.

Ég byrjaði í uppvaski á Hard Rock og svo byrjaði ég að starfa hér, búin að vera hér í ár og tvo mánuði.

Lífið mitt er saga. Ég er reyndar ættleidd af pabba mínum. Þannig er að ég á líffræðilega móður en líffræðilegur pabbi minn dó þegar ég var eins árs. Og seinni pabbi minn ættleiddi mig. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég var fjórtán ára. Svo það breytti mér pottþétt.

Mamma átti mig mjög ung, þegar hún var átján ára. En pabbi var heróínfíkill. Svo hann dó. Og hún var ein með mig. Svo hún er sú sem hefur haft áhrif á mig, hetjan mín; hún kenndi mér hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ég ætti ekki að sætta mig við. Og þess vegna er ég á Íslandi. Ég sætti mig ekki við minna.

Ég vissi ekki að ég væri dóttir pabba míns. Því seinni pabbi minn var búinn að vera í lífi mínu síðan ég var tveggja ára. Svo ég man ekki lífið án hans. Og mamma faldi það mjög vel. En það kom að þeim tímapunkti að hún þurfti að segja mér það. Ég var með öðruvísi eftirnafn og vissi ekki um það. Þau földu það mjög vel. Settu mig í einkaskóla og til einkalæknis svo ég myndi ekki uppgötva það. En svo vildi ég ferðast þegar ég var fjórtán ára og þá varð mamma að segja mér þetta.

Ég er núna tuttugu og átta ára og varð móðir þegar ég var tuttugu og þriggja ára, hér á Íslandi. Þökk fyrir það, þá hef ég lært mikið af sögu mömmu minnar. Ég sætti mig ekki við neitt sem er ekki gott. Fyrsta rauða flaggið sem ég sé – sem minnir á sögu mína – og þá fer ég. Út af því fór ég frá Spáni, ég var ekki ánægð með vinnuskilyrðin þar.“

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár