„Ég kom til Íslands fyrir átta árum, flutti þá hingað til lands. Ég er frá Suður-Spáni, Sevilla.
Lífið var ekki auðvelt á Spáni, þar eru ekki tækifæri fyrir ungt fólk. Sama hvar þú lærir eða við hvað þú vinnur, ungt fólk fær ekki möguleika, það á að vinna frítt eða fá nemendasamninga. En fólki líkar það ekki.
Svo ég ákvað að yfirgefa Spán.
Ég var með tengilið, systur vinar míns. Hún sagði að það væri gott að vera hér. Svo mörg tækifæri á Íslandi í vinnu en lífið er miklu auðveldara hér. Og það er rétt. Þess vegna dvaldi ég hérna áfram. Ég er mjög hamingjusöm á Íslandi.
Ég byrjaði í uppvaski á Hard Rock og svo byrjaði ég að starfa hér, búin að vera hér í ár og tvo mánuði.
Lífið mitt er saga. Ég er reyndar ættleidd af pabba mínum. Þannig er að ég á líffræðilega móður en líffræðilegur pabbi minn dó þegar ég var eins árs. Og seinni pabbi minn ættleiddi mig. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég var fjórtán ára. Svo það breytti mér pottþétt.
Mamma átti mig mjög ung, þegar hún var átján ára. En pabbi var heróínfíkill. Svo hann dó. Og hún var ein með mig. Svo hún er sú sem hefur haft áhrif á mig, hetjan mín; hún kenndi mér hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ég ætti ekki að sætta mig við. Og þess vegna er ég á Íslandi. Ég sætti mig ekki við minna.
Ég vissi ekki að ég væri dóttir pabba míns. Því seinni pabbi minn var búinn að vera í lífi mínu síðan ég var tveggja ára. Svo ég man ekki lífið án hans. Og mamma faldi það mjög vel. En það kom að þeim tímapunkti að hún þurfti að segja mér það. Ég var með öðruvísi eftirnafn og vissi ekki um það. Þau földu það mjög vel. Settu mig í einkaskóla og til einkalæknis svo ég myndi ekki uppgötva það. En svo vildi ég ferðast þegar ég var fjórtán ára og þá varð mamma að segja mér þetta.
Ég er núna tuttugu og átta ára og varð móðir þegar ég var tuttugu og þriggja ára, hér á Íslandi. Þökk fyrir það, þá hef ég lært mikið af sögu mömmu minnar. Ég sætti mig ekki við neitt sem er ekki gott. Fyrsta rauða flaggið sem ég sé – sem minnir á sögu mína – og þá fer ég. Út af því fór ég frá Spáni, ég var ekki ánægð með vinnuskilyrðin þar.“
Athugasemdir