Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Pabbi var heróínfíkill og dó“

Ana Aguilera starfar í Icewe­ar Wool­hou­se í Aust­ur­stræti og seg­ist ekki sætta sig við hvað ungt fólk fær fá tæki­færi á Spáni.

„Pabbi var heróínfíkill og dó“
Mjög hamingjusöm Ana Aguilera starfar í Icewear Woolhouse í Austurstræti. Mynd: Ana Aguilera

„Ég kom til Íslands fyrir átta árum, flutti þá hingað til lands. Ég er frá Suður-Spáni, Sevilla.

Lífið var ekki auðvelt á Spáni, þar eru ekki tækifæri fyrir ungt fólk. Sama hvar þú lærir eða við hvað þú vinnur, ungt fólk fær ekki möguleika, það á að vinna frítt eða fá nemendasamninga. En fólki líkar það ekki.

Svo ég ákvað að yfirgefa Spán.

Ég var með tengilið, systur vinar míns. Hún sagði að það væri gott að vera hér. Svo mörg tækifæri á Íslandi í vinnu en lífið er miklu auðveldara hér. Og það er rétt. Þess vegna dvaldi ég hérna áfram. Ég er mjög hamingjusöm á Íslandi.

Ég byrjaði í uppvaski á Hard Rock og svo byrjaði ég að starfa hér, búin að vera hér í ár og tvo mánuði.

Lífið mitt er saga. Ég er reyndar ættleidd af pabba mínum. Þannig er að ég á líffræðilega móður en líffræðilegur pabbi minn dó þegar ég var eins árs. Og seinni pabbi minn ættleiddi mig. Ég vissi þetta ekki fyrr en ég var fjórtán ára. Svo það breytti mér pottþétt.

Mamma átti mig mjög ung, þegar hún var átján ára. En pabbi var heróínfíkill. Svo hann dó. Og hún var ein með mig. Svo hún er sú sem hefur haft áhrif á mig, hetjan mín; hún kenndi mér hvað er mikilvægt í lífinu og hvað ég ætti ekki að sætta mig við. Og þess vegna er ég á Íslandi. Ég sætti mig ekki við minna.

Ég vissi ekki að ég væri dóttir pabba míns. Því seinni pabbi minn var búinn að vera í lífi mínu síðan ég var tveggja ára. Svo ég man ekki lífið án hans. Og mamma faldi það mjög vel. En það kom að þeim tímapunkti að hún þurfti að segja mér það. Ég var með öðruvísi eftirnafn og vissi ekki um það. Þau földu það mjög vel. Settu mig í einkaskóla og til einkalæknis svo ég myndi ekki uppgötva það. En svo vildi ég ferðast þegar ég var fjórtán ára og þá varð mamma að segja mér þetta.

Ég er núna tuttugu og átta ára og varð móðir þegar ég var tuttugu og þriggja ára, hér á Íslandi. Þökk fyrir það, þá hef ég lært mikið af sögu mömmu minnar. Ég sætti mig ekki við neitt sem er ekki gott. Fyrsta rauða flaggið sem ég sé – sem minnir á sögu mína – og þá fer ég. Út af því fór ég frá Spáni, ég var ekki ánægð með vinnuskilyrðin þar.“

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár