Hinn 17 ára Ahmed Radwan er með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en mamma hans og litla systir eru á Íslandi að bíða eftir honum, viti sínu fjær af áhyggjum. Ahmed særðist í árásum Ísraelshers þann 25. nóvember og þurfti að vera í 23 daga á Nasser spítalanum í Khan Yunis. Læknar án landamæra hafa lýst því að spítalinn hafi þurft að þola linnulausar sprengjuárásir og á hverjum degi leita mörg hundruð manns þangað, samkvæmt vitnisburði lækna frá 19. janúar.
Ahmed þurfti að undirgangast aðgerð án deyfingar og fékk í kjölfarið innvortis blæðingar. „Hann verður að fá heilbrigðisþjónustu strax, hún er ekki til á Gaza,“ segir mamma hans, Fadia Radwan, í samtali við Heimildina og bætir við: „ Hann er í lífshættu, hann verður að komast til Egyptalands í frekari aðgerðir eigi hann að lifa“. Í dag býr …
Athugasemdir