Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sigríður Dögg segir lögreglustjórann beita ritskoðun og hefta tjáningarfrelsi

Formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands seg­ir það rit­skoð­un og skerð­ingu á tján­ing­ar­frelsi hve tak­mark­að að­gengi blaða­manna er að Grinda­vík­ur­svæð­inu. Fjöl­miðl­ar fengu að fara inn í Grinda­vík í dag í rútu und­ir eft­ir­liti sér­sveit­ar­manns – en að­eins til að skoða skemmd­ir. Ekki mátti fara inn í íbúa­göt­ur né mynda Grind­vík­inga. Úlf­ar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um, seg­ir fyr­ir­komu­lag­ið ekki vera vegna skrif­legra beiðna frá Grind­vík­ing­um.

Sigríður Dögg segir lögreglustjórann beita ritskoðun og hefta tjáningarfrelsi
Grindavík fjölmiðlar fengu að fara inn í Grindavík í tvo tíma í dag undir eftirliti. Ekki mátti fara nálægt íbúagötum. Mynd: Golli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það bæði dystópískt og súrrelískt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum sé að „beita ritskoðun og hefta tjáningarfrelsi blaðamanna með því að hamla með algjörlega órökstuddum hætti aðgengi blaðamanna að svæðinu.“

Vísar hún þar til aðgengis fjölmiðla að Grindavíkursvæðinu sem hefur verið mjög takmarkað upp á síðkastið. Fjölmiðlar fengu að fara inn í bæinn í tvo tíma í dag en þeim hefur ekki verið hleypt inn síðan 15. janúar. Yfirvöld hafa sagt ástæðurnar fyrir takmörkunum bæði vera tillit við íbúa og umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila á svæðinu. 

Sigríður Dögg segir að það muni draga dilk á eftir sér að fjölmiðlar fái ekki að skrásetja stóra sögulega viðburði líkt og áttu sér stað um helgina þar sem fólk flutti búslóðir sínar af hættusvæði. „Sérstaklega í ljósi þess að lögreglustjórinn hefur engar lagalegar heimildir til að beita þessum takmörkunum,“ segir hún.

Aðgengi fjölmiðla takmarkað fyrirvaralaust í dag

Fjölmiðlar …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Reyndi RUV "fréttamaður" ekki að brjótast inn á einkaheimili í Grindavík?????????
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár