Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það bæði dystópískt og súrrelískt að lögreglustjórinn á Suðurnesjum sé að „beita ritskoðun og hefta tjáningarfrelsi blaðamanna með því að hamla með algjörlega órökstuddum hætti aðgengi blaðamanna að svæðinu.“
Vísar hún þar til aðgengis fjölmiðla að Grindavíkursvæðinu sem hefur verið mjög takmarkað upp á síðkastið. Fjölmiðlar fengu að fara inn í bæinn í tvo tíma í dag en þeim hefur ekki verið hleypt inn síðan 15. janúar. Yfirvöld hafa sagt ástæðurnar fyrir takmörkunum bæði vera tillit við íbúa og umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila á svæðinu.
Sigríður Dögg segir að það muni draga dilk á eftir sér að fjölmiðlar fái ekki að skrásetja stóra sögulega viðburði líkt og áttu sér stað um helgina þar sem fólk flutti búslóðir sínar af hættusvæði. „Sérstaklega í ljósi þess að lögreglustjórinn hefur engar lagalegar heimildir til að beita þessum takmörkunum,“ segir hún.
Aðgengi fjölmiðla takmarkað fyrirvaralaust í dag
Fjölmiðlar …
Athugasemdir (1)