Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur að vinna við sprungufyllingar í Grindavík hafi átt rétt á sér. Hann segist þó ekki hafa komið að ákvarðanatöku varðandi þá vinnu. Hann vill ekki tjá sig um aðdraganda þess að Lúðvík Pétursson féll í sprungu í bænum þann 10. janúar þar sem lögreglan hafi málið til rannsóknar. Vinnueftirlitið er einnig að rannsaka málið. Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hefur ekki tekið atvikið, tildrög þess eða aðdraganda, til sérstakrar skoðunar, þrátt fyrir að það sé hennar hlutverk eftir að sérstök rannsóknarnefnd var aflögð.
Í raun vísa flestir þeir aðilar sem Heimildin hefur rætt við frá sér beinni ábyrgð á því sem gerðist og álíta ekki, þrátt fyrir harða gagnrýni á verklagið og viðbragð yfirvalda almannavarna við sjálfu slysinu, að mistök hafi átt sér stað. Hvorki þegar ákveðið var að opna svæðið eða hefja þær viðgerðir á innviðum líkt og sprungufyllingar.
„Ég tel að vinna við sprungufyllingar hafi átt …
Athugasemdir