Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og eiginkona hans, Berta Johansen, urðu raunverulegir eigendur eignarhaldsfélagsins sem á húsið á jörðinni Hjalla í blálok síðasta árs. Nánar tiltekið gerðist þetta þann 29. desember með tilkynningu til fyrirtækjaskrár Skattsins þar sem upplýst var að Elliði og Berta hefðu keypt allt hlutafé í félaginu LB-10 ehf.
Eigendaskiptin höfðu átt sér stað einum degi áður og undirritaði annar af fyrri eigendum LB-10 ehf., Hrólfur Ölvisson, eigendaskiptin á félaginu rafrænt. Samhliða þessu varð sonur þeirra Elliða og Bertu, Nökkvi Elliðason, framkvæmdastjóri LB-10 ehf.
Þetta kemur fram í PDF-gögnum frá fyrirtækjaskrá Skattsins sem stofnunin sendi Heimildinni að beiðni miðilsins. Í gagnagrunni Lánstrausts var einungis hægt að sjá að þau Elliði og Berta væru orðnir eigendur félagsins LB-10 ehf. en ekki hvernig eða hvenær þetta gerðist. Þess vegna óskaði Heimildin eftir undirliggjandi gögnum frá fyrirtækjaskrá. Kaupverð eignarhaldsfélagsins kemur hins vegar ekki fram í gögnunum og hefur Elliði aldrei …
Athugasemdir (1)