Stjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss telur mikilvægt að „jafnvægis“ sé gætt á milli starfsemi þeirra einkafyrirtækja á heilbrigðismarkaðnum sem fá greitt samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og ríkisstofnana. Þá telur stjórn spítalans eining að mikilvægt sé að þeir stjórnmálamenn sem stýra heilbrigðisráðuneytinu hverju sinni hafi „samráð“ við Landspítalann áður en ákveðið er að láta Sjúkratryggingar Íslands sem við einkaaðila um veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í bókun í fundargerð stjórnar Landspítala-háskólasjúkrahúss frá því í ágúst síðastliðnum.
Í fundargerðinni er bókunin feitletruð en nákvæmt orðalag hennar er: „Stjórn telur mikilvægt að unnið verði að eðlilegu jafnvægi milli starfsemi opinberra stofnana og aðila sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Stjórn telur rétt að samráð verði haft við Landspítala áður en samningsmarkmið eru skilgreind og ákveðið að fela Sjúkratryggingum Íslands að semja um heilbrigðisþjónustu.“
„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að framboð á þjónustu utan Landspítala verði það mikið að það …
Athugasemdir